Michelin-kokkur opnar veitingastað í elsta íbúðarhúsi Egilsstaða Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2019 14:00 Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir, ásamt syni sínum Þorsteini Harra. Mynd/Ísland í dag Kærustuparið Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. Kári Þorsteinsson á langan feril að baki sem kokkur. Hann hefur m.a. búið í Lundúnum og starfað á Michelin-veitingastaðnum Texture en þaðan flutti hann til Kaupmannahafnar og vann á veitingastaðnum Noma, öðrum vinsælum Michelin-stað. Þá var Kári yfirkokkur á veitingastaðnum Kol hér heima og starfaði einnig á Dill, eina íslenska veitingastaðnum sem hlotið hefur Michelin-stjörnuna eftirsóttu. Sjónvarpsþátturinn Ísland í dag fjallaði um ævintýri Kára og Sólveigar í þættinum sem sýndur var í gærkvöldi. Nýi veitingastaðurinn, Nielsen restaurant, fær nafn sitt af húsinu sem hýsir hann: Nielsenshúsinu svokallaða, elsta húsi Egilsstaða sem byggt var árið 1944. Létu sameiginlegan draum rætast Staðurinn var opnaður í maí síðastliðnum en Kári og Sólveig bjuggu saman í Reykjavík áður en þau fluttust búferlum á Austurland. Sólveig, sem er fædd og uppalin á Egilsstöðum, starfaði sem flugfreyja áður en hún fór út í veitingageirann en hún segir það hafa verið langþráðan draum að opna veitingastaðinn með eiginmanni sínum. „Við áttum þann draum sameiginlegan að flytja út á land þegar við værum byrjuð að eignast börn. Við ákváðum þegar tækifæri gafst að koma hingað og reka veitingastað saman.“ Og það gerðu þau um leið og sonurinn, Þorsteinn Harri, kom í heiminn. En hvernig kom það til að þau völdu einmitt þennan stað og þetta hús? „Hann var búinn að vera á sölu í svolítinn tíma,“ segir Sólveig. „En ég hafði aldrei veitt þessu athygli fyrr en Kári benti á þetta. Við ákváðum að skoða og leist ótrúlega vel á.“ Hjónin leggja mikla áherslu á að nýta hráefni úr náttúrunni, meira að segja lúpínuna.Mynd/ísland í dag Kári leggur áherslu á að þeim þyki afar gott að vera flutt aftur á landsbyggðina. Þar beri helst að nefna nálægðina við náttúruna og ekki síst gott hráefni í sveitinni. Hjónin starfa til að mynda náið með Vallanesi, lífrænni grænmætisræktun rétt utan við Egilsstaði, og sækja einnig í það sem náttúran hefur upp á að bjóða. „Það er fullt af allskonar villtu dóti sem við erum að nýta okkur. Rabbarbara, hvönn, kerfil, súrur, birki og lúpínu meira að segja. Þannig að það er ýmislegt sem við getum notað núna,“ segir Kári. Vilja gera vel við heimamenn Það tók Sólveigu og Kára um tvo mánuði að klára framkvæmdir við staðinn, allt samkvæmt áætlun að þeirra sögn. Þau nutu dyggrar aðstoðar fjölskyldumeðlima og þá sá systir Sólveigar um grafíska hönnun, til að mynda í merki og matseðlum staðarins. Enn á aðeins eftir að dytta að ytra byrði hússins en staðurinn er svo gott sem tilbúinn. „Ég tók svo að mér að breyta útlitinu á staðnum örlítið með hjálp Kára og aðeins systur minnar líka. En ég ætla að vera í því að sjá um daglegan rekstur og utanumhald. Svo verð ég aðeins að þjóna líka og gera það sem þarf. Allt í öllu,“ segir Sólveig. View this post on Instagram Það er sól og sæla á pallinum Hádegisseðillinn inniheldur grísakinnar, þorsk og auðvitað salat Sun is shining on the patio Lunch menu : pork cheeks, cod and of course salad A post shared by Nielsen_restaurant (@nielsenrestaurant) on Jun 11, 2019 at 4:40am PDT Þá leggja Sólveig og Kári áherslu á að hafa matseðilinn einfaldan: fjóra forrétti, fjóra aðalrétti og þrjá eftirrétti. „Og ætlum að rótera þessu svolítið ört og þar með þróast út í eitthvað sem enginn veit,“ segir Kári. Sólveig segir þetta fyrirkomulag jafnframt sérstaklega hugsað fyrir heimamenn á Egilsstöðum. „Okkar markhópur, helsti, er heimamaðurinn. Við viljum gera gott fyrir hann. Og með því að breyta ört geta þeir komið og upplifað nýtt, ekki alltaf sama seðilinn.“ Græða tvo tíma á dag En hvernig er að koma úr hasarnum í „stórborginni“ Reykjavík í rólegheitin heima á Egilsstöðum?„Þetta er allt annað taktur. Við leggjum af stað í vinnuna þrjár mínútur í. Þetta er allt öðruvísi einhvern veginn. Stutt að fara í búðina, maður græðir alveg svona einn og hálfan, tvo tíma á dag,“ segir Sólveig. „En vinnan sem slík er ekkert minni. Þetta er sama keyrslan.“ Þau vonast til þess að reka staðinn um ókomna tíð, enda kunni þau afar vel við sig í bænum. Þetta hafi verið tækifæri sem þau gátu ekki látið fram hjá sér fara. „Það getur alveg verið snúið fyrir fólk að finna eitthvað til að koma aftur heim. En ég held það sé alltaf að verða meira og meira. Það er ótrúlega mikið af fólki, sérstaklega í kringum minn árgang, að snúa aftur heim. Það er alltaf eitthvað, maður verður bara að fylgjast með og grípa gæsina.“Innslagið um Kára, Sólveigu og nýopnaðan veitingastað þeirra í Nielsenshúsi má horfa á í spilaranum hér að neðan. Fljótsdalshérað Ísland í dag Matur Michelin Veitingastaðir Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Kærustuparið Kári Þorsteinsson og Sólveig Bjarnadóttir opnuðu nýlega veitingastað á Egilsstöðum í elsta íbúðarhúsi bæjarins, Nielsenshúsi. Þau lýsa því sem langþráðum draumi að vera kominn aftur í sveitina en segja taktinn á Egilsstöðum allt öðru vísi en í Reykjavík – og hvað þá í Kaupmannahöfn. Kári Þorsteinsson á langan feril að baki sem kokkur. Hann hefur m.a. búið í Lundúnum og starfað á Michelin-veitingastaðnum Texture en þaðan flutti hann til Kaupmannahafnar og vann á veitingastaðnum Noma, öðrum vinsælum Michelin-stað. Þá var Kári yfirkokkur á veitingastaðnum Kol hér heima og starfaði einnig á Dill, eina íslenska veitingastaðnum sem hlotið hefur Michelin-stjörnuna eftirsóttu. Sjónvarpsþátturinn Ísland í dag fjallaði um ævintýri Kára og Sólveigar í þættinum sem sýndur var í gærkvöldi. Nýi veitingastaðurinn, Nielsen restaurant, fær nafn sitt af húsinu sem hýsir hann: Nielsenshúsinu svokallaða, elsta húsi Egilsstaða sem byggt var árið 1944. Létu sameiginlegan draum rætast Staðurinn var opnaður í maí síðastliðnum en Kári og Sólveig bjuggu saman í Reykjavík áður en þau fluttust búferlum á Austurland. Sólveig, sem er fædd og uppalin á Egilsstöðum, starfaði sem flugfreyja áður en hún fór út í veitingageirann en hún segir það hafa verið langþráðan draum að opna veitingastaðinn með eiginmanni sínum. „Við áttum þann draum sameiginlegan að flytja út á land þegar við værum byrjuð að eignast börn. Við ákváðum þegar tækifæri gafst að koma hingað og reka veitingastað saman.“ Og það gerðu þau um leið og sonurinn, Þorsteinn Harri, kom í heiminn. En hvernig kom það til að þau völdu einmitt þennan stað og þetta hús? „Hann var búinn að vera á sölu í svolítinn tíma,“ segir Sólveig. „En ég hafði aldrei veitt þessu athygli fyrr en Kári benti á þetta. Við ákváðum að skoða og leist ótrúlega vel á.“ Hjónin leggja mikla áherslu á að nýta hráefni úr náttúrunni, meira að segja lúpínuna.Mynd/ísland í dag Kári leggur áherslu á að þeim þyki afar gott að vera flutt aftur á landsbyggðina. Þar beri helst að nefna nálægðina við náttúruna og ekki síst gott hráefni í sveitinni. Hjónin starfa til að mynda náið með Vallanesi, lífrænni grænmætisræktun rétt utan við Egilsstaði, og sækja einnig í það sem náttúran hefur upp á að bjóða. „Það er fullt af allskonar villtu dóti sem við erum að nýta okkur. Rabbarbara, hvönn, kerfil, súrur, birki og lúpínu meira að segja. Þannig að það er ýmislegt sem við getum notað núna,“ segir Kári. Vilja gera vel við heimamenn Það tók Sólveigu og Kára um tvo mánuði að klára framkvæmdir við staðinn, allt samkvæmt áætlun að þeirra sögn. Þau nutu dyggrar aðstoðar fjölskyldumeðlima og þá sá systir Sólveigar um grafíska hönnun, til að mynda í merki og matseðlum staðarins. Enn á aðeins eftir að dytta að ytra byrði hússins en staðurinn er svo gott sem tilbúinn. „Ég tók svo að mér að breyta útlitinu á staðnum örlítið með hjálp Kára og aðeins systur minnar líka. En ég ætla að vera í því að sjá um daglegan rekstur og utanumhald. Svo verð ég aðeins að þjóna líka og gera það sem þarf. Allt í öllu,“ segir Sólveig. View this post on Instagram Það er sól og sæla á pallinum Hádegisseðillinn inniheldur grísakinnar, þorsk og auðvitað salat Sun is shining on the patio Lunch menu : pork cheeks, cod and of course salad A post shared by Nielsen_restaurant (@nielsenrestaurant) on Jun 11, 2019 at 4:40am PDT Þá leggja Sólveig og Kári áherslu á að hafa matseðilinn einfaldan: fjóra forrétti, fjóra aðalrétti og þrjá eftirrétti. „Og ætlum að rótera þessu svolítið ört og þar með þróast út í eitthvað sem enginn veit,“ segir Kári. Sólveig segir þetta fyrirkomulag jafnframt sérstaklega hugsað fyrir heimamenn á Egilsstöðum. „Okkar markhópur, helsti, er heimamaðurinn. Við viljum gera gott fyrir hann. Og með því að breyta ört geta þeir komið og upplifað nýtt, ekki alltaf sama seðilinn.“ Græða tvo tíma á dag En hvernig er að koma úr hasarnum í „stórborginni“ Reykjavík í rólegheitin heima á Egilsstöðum?„Þetta er allt annað taktur. Við leggjum af stað í vinnuna þrjár mínútur í. Þetta er allt öðruvísi einhvern veginn. Stutt að fara í búðina, maður græðir alveg svona einn og hálfan, tvo tíma á dag,“ segir Sólveig. „En vinnan sem slík er ekkert minni. Þetta er sama keyrslan.“ Þau vonast til þess að reka staðinn um ókomna tíð, enda kunni þau afar vel við sig í bænum. Þetta hafi verið tækifæri sem þau gátu ekki látið fram hjá sér fara. „Það getur alveg verið snúið fyrir fólk að finna eitthvað til að koma aftur heim. En ég held það sé alltaf að verða meira og meira. Það er ótrúlega mikið af fólki, sérstaklega í kringum minn árgang, að snúa aftur heim. Það er alltaf eitthvað, maður verður bara að fylgjast með og grípa gæsina.“Innslagið um Kára, Sólveigu og nýopnaðan veitingastað þeirra í Nielsenshúsi má horfa á í spilaranum hér að neðan.
Fljótsdalshérað Ísland í dag Matur Michelin Veitingastaðir Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira