Grunaður morðingi skar sig á háls í dómsal Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2019 08:39 Bailey Boswell, sambýliskona Aubrey Trail, í dómsal. Þau eru ákærð fyrir morðið á ungri konu í Nebraska. AP/Eric Gregory Karlmaður sem grunaður er um að hafa myrt unga konu og bútað lík hennar niður skar sjálfan sig á háls í dómsal í Nebraska í Bandaríkjunum í gær. Hann var fluttur á sjúkrahús en ekki liggur fyrir hvert ástand hans er. Réttarhöld yfir Aubrey Trail, 52 ára gömlum karlmanni, ásamt félaga hans vegna morðsins á Sydney Loofe, 24 ára gamalli konu, árið 2017 standa nú yfir. NBC-sjónvarpsstöðin segir að Trail hafi skorið sig á háls með ótilgreindum hlut og fallið úr hjólastól sínum í dómsalnum í bænum Wilber í gær. Trail er sagður hafa hrópað orð til stuðnings sambýliskonu sinnar Bailey Boswell áður en hann féll blóðugur í gólfið. „Bailey er saklaus og ég bölva ykkur öllum,“ er Trail sagður hafa kallað.Fox-fréttastöðin segir óljóst hvort réttarhöldin haldi áfram og hversu illa særður Trail er. Að sögn embættismanna hefur Trail fengið heilablóðfall og tvö hjartaáföll í fangelsi frá því að hann var handtekinn. AP-fréttastofan segir að dómarinn í málinu hafi sagt kviðdómendum að mæta aftur í dag. Trail og Boswell eru sökuð um að hafa lagt á ráðin um að myrða Loofe. Boswell hafi kynnst henni í gegnum stefnumótaforritið Tinder þar sem hún gaf upp rangt nafn. Þær hafi ákveðið að hittast í kjölfarið. Lík Loofe fannst síðar bútað í sundur í ruslapoka. Bæði eiga þau yfir höfði sér dauðarefsingu verði þau sakfelld fyrir morð að yfirlögðu ráði og ólöglega meðferð á líki. Boswell, sem er 25 ára gömul, hefur lýst yfir sakleysi sínu. Trail heldur því fram að hann hafi kyrkt Loofe sem hluta af kynórum sem hafi verið með vilja þeirra allra og að Boswell hafi hjálpað honum að hylma yfir dauða hennar. Hann hafi drepið Loofe óvart og hann hafi reynt að fela lík hennar því hann hafi ekki talið að lögreglan myndi trúa því að hann hefði drepið hana óviljandi. Bandaríkin Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Karlmaður sem grunaður er um að hafa myrt unga konu og bútað lík hennar niður skar sjálfan sig á háls í dómsal í Nebraska í Bandaríkjunum í gær. Hann var fluttur á sjúkrahús en ekki liggur fyrir hvert ástand hans er. Réttarhöld yfir Aubrey Trail, 52 ára gömlum karlmanni, ásamt félaga hans vegna morðsins á Sydney Loofe, 24 ára gamalli konu, árið 2017 standa nú yfir. NBC-sjónvarpsstöðin segir að Trail hafi skorið sig á háls með ótilgreindum hlut og fallið úr hjólastól sínum í dómsalnum í bænum Wilber í gær. Trail er sagður hafa hrópað orð til stuðnings sambýliskonu sinnar Bailey Boswell áður en hann féll blóðugur í gólfið. „Bailey er saklaus og ég bölva ykkur öllum,“ er Trail sagður hafa kallað.Fox-fréttastöðin segir óljóst hvort réttarhöldin haldi áfram og hversu illa særður Trail er. Að sögn embættismanna hefur Trail fengið heilablóðfall og tvö hjartaáföll í fangelsi frá því að hann var handtekinn. AP-fréttastofan segir að dómarinn í málinu hafi sagt kviðdómendum að mæta aftur í dag. Trail og Boswell eru sökuð um að hafa lagt á ráðin um að myrða Loofe. Boswell hafi kynnst henni í gegnum stefnumótaforritið Tinder þar sem hún gaf upp rangt nafn. Þær hafi ákveðið að hittast í kjölfarið. Lík Loofe fannst síðar bútað í sundur í ruslapoka. Bæði eiga þau yfir höfði sér dauðarefsingu verði þau sakfelld fyrir morð að yfirlögðu ráði og ólöglega meðferð á líki. Boswell, sem er 25 ára gömul, hefur lýst yfir sakleysi sínu. Trail heldur því fram að hann hafi kyrkt Loofe sem hluta af kynórum sem hafi verið með vilja þeirra allra og að Boswell hafi hjálpað honum að hylma yfir dauða hennar. Hann hafi drepið Loofe óvart og hann hafi reynt að fela lík hennar því hann hafi ekki talið að lögreglan myndi trúa því að hann hefði drepið hana óviljandi.
Bandaríkin Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira