Segir námsárangur nemenda aukast ef skólahaldi yrði seinkað Sylvía Hall skrifar 24. júní 2019 20:09 Skólameistari FB segir það hafa margvíslegar jákvæðar afleiðingar að seinka skólahaldi. Mynd/Getty Rannsóknir hafa sýnt að námsárangur nemenda eykst ef skóli byrjar seinna á daginn og því gæti breyting á skólatíma verið til hins betra. Þetta kom fram í viðtali við Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti, í Reykjavík síðdegis í dag. Guðrún segir það vera tímabært að skólasamfélagið horfi á veruleikann eins og hann er. Ungt fólk hafi aðrar svefnvenjur en fullorðið fólk, það verður seinna syfjað á kvöldin og þurfi lengri svefn en aðrir aldurshópar. Þá telur hún að það gæti haft jákvæð áhrif á andlega heilsu námsmanna ef skólatíma yrði seinkað. „Tilraunir hafa verið gerðar á að byrja skóladaginn síðar, ekki mjög margar en þær hafa nokkrar verið gerðar, og þær sýna allar að námsárangur nemenda eykst og ég held líka að það geti verið hluti af þessum vanda sem við erum að etja við sem er aukinn kvíði og vanlíðan hjá fólki, besta meðalið við því er að fá góða hvíld og góðan svefn,“ segir Guðrún.Tímabært að huga að breytingum Hún segir það algengt að nemendur séu hálfsofandi í kennslustundum fyrri hluta dags þó það sé ekki algilt. Nemendur eru eins mismunandi og þeir eru margir en það er þó ekki nýtt vandamál að þeir séu verulega þreyttir í fyrstu tímum dagsins. Það sé því kominn tími til að hugsa um að breyta fyrirkomulagi kennslunnar. „Þetta þyrfti að undirbúa vel og þetta væri liður í því að breyta bara skólanum og skólastarfinu og breyta því í átt að þeim þörfum sem nútíminn kallar á, að við endurhugsum skólann og við hugsum skólann meira sem vinnustað. Að nemendur komi inn og séu þarna afmarkaðan tíma og séu þá með viðfangsefni og vinnu allan tímann,“ segir Guðrún og bendir á að í skólahaldi nú til dags, sérstaklega í áfangakerfum, sé það algengt að nemendur séu í hléum yfir daginn og oft líði langur tími milli kennslustunda. Hún segist vera opin fyrir því að skoða það að breyta fyrirkomulagi skóladagsins en slík ákvörðun sé ekki eitthvað sem hún framkvæmir upp á sitt eindæmi. Starfsfólk skólans þyrfti að samþykkja að ráðast í slíkar aðgerðir en hún segir fólk vera misspennt fyrir þeirri hugmynd að byrja seinna á morgnanna. „Þetta er náttúrulega hugmynd sem þyrfti að ræða fram og aftur og finna útfærslu á,“ segir Guðrún en bætir við að stærsti hluti nemenda myndi þó taka vel í breytingarnar.Viðtalið við Guðrúnu má heyra í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að námsárangur nemenda eykst ef skóli byrjar seinna á daginn og því gæti breyting á skólatíma verið til hins betra. Þetta kom fram í viðtali við Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti, í Reykjavík síðdegis í dag. Guðrún segir það vera tímabært að skólasamfélagið horfi á veruleikann eins og hann er. Ungt fólk hafi aðrar svefnvenjur en fullorðið fólk, það verður seinna syfjað á kvöldin og þurfi lengri svefn en aðrir aldurshópar. Þá telur hún að það gæti haft jákvæð áhrif á andlega heilsu námsmanna ef skólatíma yrði seinkað. „Tilraunir hafa verið gerðar á að byrja skóladaginn síðar, ekki mjög margar en þær hafa nokkrar verið gerðar, og þær sýna allar að námsárangur nemenda eykst og ég held líka að það geti verið hluti af þessum vanda sem við erum að etja við sem er aukinn kvíði og vanlíðan hjá fólki, besta meðalið við því er að fá góða hvíld og góðan svefn,“ segir Guðrún.Tímabært að huga að breytingum Hún segir það algengt að nemendur séu hálfsofandi í kennslustundum fyrri hluta dags þó það sé ekki algilt. Nemendur eru eins mismunandi og þeir eru margir en það er þó ekki nýtt vandamál að þeir séu verulega þreyttir í fyrstu tímum dagsins. Það sé því kominn tími til að hugsa um að breyta fyrirkomulagi kennslunnar. „Þetta þyrfti að undirbúa vel og þetta væri liður í því að breyta bara skólanum og skólastarfinu og breyta því í átt að þeim þörfum sem nútíminn kallar á, að við endurhugsum skólann og við hugsum skólann meira sem vinnustað. Að nemendur komi inn og séu þarna afmarkaðan tíma og séu þá með viðfangsefni og vinnu allan tímann,“ segir Guðrún og bendir á að í skólahaldi nú til dags, sérstaklega í áfangakerfum, sé það algengt að nemendur séu í hléum yfir daginn og oft líði langur tími milli kennslustunda. Hún segist vera opin fyrir því að skoða það að breyta fyrirkomulagi skóladagsins en slík ákvörðun sé ekki eitthvað sem hún framkvæmir upp á sitt eindæmi. Starfsfólk skólans þyrfti að samþykkja að ráðast í slíkar aðgerðir en hún segir fólk vera misspennt fyrir þeirri hugmynd að byrja seinna á morgnanna. „Þetta er náttúrulega hugmynd sem þyrfti að ræða fram og aftur og finna útfærslu á,“ segir Guðrún en bætir við að stærsti hluti nemenda myndi þó taka vel í breytingarnar.Viðtalið við Guðrúnu má heyra í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Óttarr segist eiga erfitt með að átta sig á tillögum um klukkubreytingu Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi fór yfir kostina þrjá í Reykjavík síðdegis. 10. janúar 2019 20:00