Innlent

Bermúdaskálarhetja í ellefu manna heiðurshópi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Baldursson ásamt Jafet Ólafssyni, formanni Bridgesambandsins sem veitti Jóni viðurkenninguna í dag.
Jón Baldursson ásamt Jafet Ólafssyni, formanni Bridgesambandsins sem veitti Jóni viðurkenninguna í dag.

Jón Baldursson var tekinn inn í Frægðarhöllina „Hall of Fame“ í bridge í síðustu viku og var það Evrópska Bridgesambandið sem valdi hann. En nú eru 11 einstaklingar í þessari Frægðarhöll.



Jón er án efa fræknasti bridgespilari Íslendinga fyrr og síðar. Hann hefur orðið oftast allra Íslandsmeistari í sveitakeppni í bridge eða 15 sinnum og Íslandsmeistari í tvímenningskeppni 6 sinnum. Hann varð Norðurlandameistari 1988, 1994, 2013, 2015 og núna síðast í byrjun júní 2019.



Jón spilaði fyrst með landsliði Íslands í bridge árið 1975 og hefur síðan spilað u.þ.b. 600 landsleiki. Hann vann Generali master, óopinbera heimsmeistarakeppni í einmenningi, árið 1994, vann Transnational sveitakeppni, óopinbera heimsmeistarakeppni í blönduðum flokki, árið 1996 og hefur tvisvar orðið Norður-Ameríkumeistari.



Hann varð heimsmeistari í bridge er íslenska sveitin vann Bermuda Bowl, eða heimsmeistaratitilinn í bridge árið 1991 í Yokohama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×