Arnór kemur til ÍR frá Breiðabliki en Kópavogsliðið vann aðeins einn leik á síðustu leiktíð og féll því úr deild þeirra bestu.
Arnór skoraði 6,8 stig að meðaltali í leik auk þess að gefa að meðaltali 4,2 stoðsendingar hjá Blikum.
Við sama tilefni skrifuðu þeir Hafliði Jökull Jóhannesson, Ísak Máni Wíum, Helgi Tómas Helgason, Einar Gísli Gíslason og Skúli Kristjánsson undir nýja samninga við Breiðholtsliðið en þeir koma úr yngri flokka starfi ÍR og voru allir í leikmannahópi ÍR á síðustu leiktíð.
ÍR-ingar fóru alla leið í úrslitaeinvígi Dominos-deildarinnar á síðustu leiktíð þar sem þeir töpuðu með naumindum fyrir KR.