Telur að kanna eigi þörfina á karlaathvarfi fyrir þolendur ofbeldis Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. júní 2019 21:36 Dæmi eru um að karlmenn sem hafa flúið heimilisofbeldi lendi á götunni. Ráðgjafar frá Kvennaathvarfinu hafa aðstoðað þá í Bjarkarhlíð en lengra nær hjálpin ekki þar sem ekkert skjól er í boði. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir vandann falinn þar sem karlar upplifi oft mikla skömm sem þolendur. Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf.Körlum sem leita til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis hefur farið fjölgandi. Á stofnárinu árið 2017 voru þeir 9% þolenda en í fyrra var hlutfallið 13% af hátt í 500 manns.Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir málin af ýmsum toga. „Það er heimilisofbeldi, það er andlegt ofbeldi, líkamlegt, fjárhagslegt og síðan er það kynferðisofbeldi. Það eru alvarleg brot, bæði í æsku og nýleg mál sem eru oft byrlanir, hópnauðganir og annað, segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Ragna Björg Guðbrandsdóttir er verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2Í Bjarkarhlíð hefur ráðgjafi frá Kvennaathvarfinu veitt þeim aðstoð, þeirra bíður hins vegar ekki úrræði á borð við Kvennaathvarfið. „Þegar kemur að skjóli eða athvarfi fyrir karlmenn, þá erum við ekki eins vel stödd því að það er bara ekki til fyrir karlmenn. Hvorki sem þolendur heimilisofbeldis né mansals,“ segir Ragna. Dæmi séu um að karlar sem hafa flúið ofbeldið lendi á götunni. „Við erum náttúrulega bara að heyra alla veganna sorgarsögur. Fólk er oft heimilislaust, er að leita á náðir ættingja og oft fullorðinna foreldra,“ segir Ragna sem segir vandann að miklu leyti falinn, karlarnir upplifi sig í viðkvæmri stöðu, til dæmis þegar lögregla sé kölluð til. „Þeir segja oft að þeir eigi mjög erfitt með að verja sig og þeir vilja ekki beita ofbeldi og þá láta þeir oft barsmíðar yfir sig ganga,“ Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf. „Það þarf að meta hver þörfin er og meta ástandið. Ég hugsa að þetta sé vangreindur vandi, eins og allt ofbeldi. Þeir sem eru þolendur þess þeir upplifa skömm. Þarna held ég að karlmenn eigi bara mjög erfitt,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar. Félagsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Dæmi eru um að karlmenn sem hafa flúið heimilisofbeldi lendi á götunni. Ráðgjafar frá Kvennaathvarfinu hafa aðstoðað þá í Bjarkarhlíð en lengra nær hjálpin ekki þar sem ekkert skjól er í boði. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir vandann falinn þar sem karlar upplifi oft mikla skömm sem þolendur. Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf.Körlum sem leita til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis hefur farið fjölgandi. Á stofnárinu árið 2017 voru þeir 9% þolenda en í fyrra var hlutfallið 13% af hátt í 500 manns.Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir málin af ýmsum toga. „Það er heimilisofbeldi, það er andlegt ofbeldi, líkamlegt, fjárhagslegt og síðan er það kynferðisofbeldi. Það eru alvarleg brot, bæði í æsku og nýleg mál sem eru oft byrlanir, hópnauðganir og annað, segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Ragna Björg Guðbrandsdóttir er verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2Í Bjarkarhlíð hefur ráðgjafi frá Kvennaathvarfinu veitt þeim aðstoð, þeirra bíður hins vegar ekki úrræði á borð við Kvennaathvarfið. „Þegar kemur að skjóli eða athvarfi fyrir karlmenn, þá erum við ekki eins vel stödd því að það er bara ekki til fyrir karlmenn. Hvorki sem þolendur heimilisofbeldis né mansals,“ segir Ragna. Dæmi séu um að karlar sem hafa flúið ofbeldið lendi á götunni. „Við erum náttúrulega bara að heyra alla veganna sorgarsögur. Fólk er oft heimilislaust, er að leita á náðir ættingja og oft fullorðinna foreldra,“ segir Ragna sem segir vandann að miklu leyti falinn, karlarnir upplifi sig í viðkvæmri stöðu, til dæmis þegar lögregla sé kölluð til. „Þeir segja oft að þeir eigi mjög erfitt með að verja sig og þeir vilja ekki beita ofbeldi og þá láta þeir oft barsmíðar yfir sig ganga,“ Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf. „Það þarf að meta hver þörfin er og meta ástandið. Ég hugsa að þetta sé vangreindur vandi, eins og allt ofbeldi. Þeir sem eru þolendur þess þeir upplifa skömm. Þarna held ég að karlmenn eigi bara mjög erfitt,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.
Félagsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira