Putin bannar flug á milli Rússlands og Georgíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2019 18:09 Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur bannað flug á milli Rússlands og Georgíu. getty/Mikhail Svetlov Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur tímabundið bannað georgískum flugfélögum að fljúga til Rússlands en spenna á milli ríkjanna tveggja hefur farið vaxandi undanfarið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á fimmtudag slösuðust hátt í 240 manns á mótmælum í Georgíu. Til mótmælanna kom þegar rússneskur ráðherra heimsótti þjóðþing landsins. Putin skrifaði undir tilskipun á föstudag og felldi þar með niður öll flug rússneskra flugfélaga til Georgíu. Sú tilskipun mun taka gildi 8. júlí. Í tilkynningu á föstudag kom fram að ástæða þessara banna væri til að „tryggja nægilegt öryggi í lofti og að skuldir yrðu greiddar.“ Þessar skuldir eru skuldir georgískra fyrirtækja. Yfirvöld í Kremlin sögðu að bann við flugum til Georgíu væri til að „tryggja þjóðaröryggi Rússlands og til að verja rússneska ríkisborgara frá glæpsamlegri virkni.“ Spenna milli ríkjanna er mikil en 11 ár eru síðan ríkin heiðu stríð vegna svæðis í suður Ossetiu. Fyrr í dag var ráðist á fréttateymi frá ríkisútvarpi Rússlands en tveir menn réðust að þeim í höfuðborg Georgíu, Tbilisi. Enginn virðist hafa slasast alvarlega í árásinni en hún náðist á myndband.Unnið hart að því að koma Rússum heim frá Georgíu Putin hefur fyrirskipað að unnið verði að því að koma rússneskum ríkisborgurum sem eru í Georgíu aftur til Rússlands. Auk þess hafa yfirvöld hvatt rússneskar ferðaskrifstofur til að fresta öllum ferðum til Georgíu. Nokkur þúsund rússneskri ferðamenn eru nú í Georgíu sagði Maia Lomidze, talsmaður rússneskrar ferðaskrifstofu í samtali við fréttamiðla þar í landi. Samkvæmt tölum frá rússneskum yfirvöldum hefur hálf milljón Rússa ferðast til Georgíu það sem af er ári en á síðasta ári ferðuðust þangað 1,7 milljónir rússneskra ferðamanna. „Ferðaþjónusta í Georgíu fer vaxandi og spennan hefur ollið örðugleikum í iðnaðnum,“ sagði Aleksan Mkrtchyan en hann rekur keðju rússneskra ferðaskrifstofa.Táragas, gúmmí kúlur og vatnsdælur notaðar gegn mótmælendum Mótmælendur söfnuðust saman á ný á föstudag fyrir utan georgíska þingið þar sem þeir kölluðu „Nei við Rússlandi“. Mótmælendurnir vilja þó ekki aðeins afneita Moskvu heldur vilja þeir að innanríkisráðherra Georgíu, Giorgi Gakharia, segi af sér vegna viðbragða hans við óeirðunum. Einnig ríkir reiði vegna meðhöndlunar lögreglu á mótmælunum á fimmtudag. Notast var við táragas, gúmmí kúlur og vatnsdælur til að halda aftur af mótmælendum. Á föstudag flykktist enn fleira fólk á mótmælin. Svo virðist sem koma rússneska ráðherrans Sergei Gavrilov hafi leyst um mikla og djúpa reiði sem kraumaði í almenningi vegna núverandi stjórnar og samskipta hennar við nágranna sína í norðri. Georgía Rússland Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur tímabundið bannað georgískum flugfélögum að fljúga til Rússlands en spenna á milli ríkjanna tveggja hefur farið vaxandi undanfarið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á fimmtudag slösuðust hátt í 240 manns á mótmælum í Georgíu. Til mótmælanna kom þegar rússneskur ráðherra heimsótti þjóðþing landsins. Putin skrifaði undir tilskipun á föstudag og felldi þar með niður öll flug rússneskra flugfélaga til Georgíu. Sú tilskipun mun taka gildi 8. júlí. Í tilkynningu á föstudag kom fram að ástæða þessara banna væri til að „tryggja nægilegt öryggi í lofti og að skuldir yrðu greiddar.“ Þessar skuldir eru skuldir georgískra fyrirtækja. Yfirvöld í Kremlin sögðu að bann við flugum til Georgíu væri til að „tryggja þjóðaröryggi Rússlands og til að verja rússneska ríkisborgara frá glæpsamlegri virkni.“ Spenna milli ríkjanna er mikil en 11 ár eru síðan ríkin heiðu stríð vegna svæðis í suður Ossetiu. Fyrr í dag var ráðist á fréttateymi frá ríkisútvarpi Rússlands en tveir menn réðust að þeim í höfuðborg Georgíu, Tbilisi. Enginn virðist hafa slasast alvarlega í árásinni en hún náðist á myndband.Unnið hart að því að koma Rússum heim frá Georgíu Putin hefur fyrirskipað að unnið verði að því að koma rússneskum ríkisborgurum sem eru í Georgíu aftur til Rússlands. Auk þess hafa yfirvöld hvatt rússneskar ferðaskrifstofur til að fresta öllum ferðum til Georgíu. Nokkur þúsund rússneskri ferðamenn eru nú í Georgíu sagði Maia Lomidze, talsmaður rússneskrar ferðaskrifstofu í samtali við fréttamiðla þar í landi. Samkvæmt tölum frá rússneskum yfirvöldum hefur hálf milljón Rússa ferðast til Georgíu það sem af er ári en á síðasta ári ferðuðust þangað 1,7 milljónir rússneskra ferðamanna. „Ferðaþjónusta í Georgíu fer vaxandi og spennan hefur ollið örðugleikum í iðnaðnum,“ sagði Aleksan Mkrtchyan en hann rekur keðju rússneskra ferðaskrifstofa.Táragas, gúmmí kúlur og vatnsdælur notaðar gegn mótmælendum Mótmælendur söfnuðust saman á ný á föstudag fyrir utan georgíska þingið þar sem þeir kölluðu „Nei við Rússlandi“. Mótmælendurnir vilja þó ekki aðeins afneita Moskvu heldur vilja þeir að innanríkisráðherra Georgíu, Giorgi Gakharia, segi af sér vegna viðbragða hans við óeirðunum. Einnig ríkir reiði vegna meðhöndlunar lögreglu á mótmælunum á fimmtudag. Notast var við táragas, gúmmí kúlur og vatnsdælur til að halda aftur af mótmælendum. Á föstudag flykktist enn fleira fólk á mótmælin. Svo virðist sem koma rússneska ráðherrans Sergei Gavrilov hafi leyst um mikla og djúpa reiði sem kraumaði í almenningi vegna núverandi stjórnar og samskipta hennar við nágranna sína í norðri.
Georgía Rússland Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira