Elísabet og Hrafn fylgjast spennt með þrekvirki sonar síns í Kanada Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2019 20:45 Máni Hrafnsson ásamt syni sínum, Ronald Bjarka, fyrir fáeinum árum. Mynd/Aðsend Máni Hrafnsson freistar þess nú að hlaupa í 20 klukkustundir samfleytt á tind kanadíska fjallsins Grouse mountain og niður aftur, og safna þannig áheitum í þágu barnaspítalans í Vancouver í Kanada. Hlaupið, Multi Grouse Grind Challenge, er árlegur viðburður og mikil þolraun en á fyrstu fjórum og hálfu tímunum hafði Máni náð fimm sinnum á toppinn og aftur til baka. Máni er sonur Elísabetar Ronaldsdóttur kvikmyndagerðarkonu og Hrafns Jökulsson rithöfundar en þau fylgjast grannt með þrekvirki sonar síns. Grouse Mountain, eða Gæsarfjall, er 1200 metra hátt en Máni trónir nú á toppi áheitalistans í keppninni og nálgast þrjú þúsund kanadíska dollara, eða tæpar 300 þúsund íslenskar krónur. Máni, sem er 35 ára, hefur annan fótinn í Vancouver enda giftur konu úr borginni, Joey Chan. Hrafn Jökulsson, faðir hlaupagarpsins, fylgist grannt með syni sínum, en hlaupinu lýkur klukkan 7 í fyrramálið að íslenskum tíma og hvetur alla, sem eru í aðstöðu til eftir efnum og ástæðum, til heita á Mána. Elísabet Ronaldsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðir Mána, tekur í sama streng og fylgist ekki síður spennt með. Hægt er að heita á Mána með því að smella hér, og renna öll framlög óskipt til barnaspítalans. Kanada Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Máni Hrafnsson freistar þess nú að hlaupa í 20 klukkustundir samfleytt á tind kanadíska fjallsins Grouse mountain og niður aftur, og safna þannig áheitum í þágu barnaspítalans í Vancouver í Kanada. Hlaupið, Multi Grouse Grind Challenge, er árlegur viðburður og mikil þolraun en á fyrstu fjórum og hálfu tímunum hafði Máni náð fimm sinnum á toppinn og aftur til baka. Máni er sonur Elísabetar Ronaldsdóttur kvikmyndagerðarkonu og Hrafns Jökulsson rithöfundar en þau fylgjast grannt með þrekvirki sonar síns. Grouse Mountain, eða Gæsarfjall, er 1200 metra hátt en Máni trónir nú á toppi áheitalistans í keppninni og nálgast þrjú þúsund kanadíska dollara, eða tæpar 300 þúsund íslenskar krónur. Máni, sem er 35 ára, hefur annan fótinn í Vancouver enda giftur konu úr borginni, Joey Chan. Hrafn Jökulsson, faðir hlaupagarpsins, fylgist grannt með syni sínum, en hlaupinu lýkur klukkan 7 í fyrramálið að íslenskum tíma og hvetur alla, sem eru í aðstöðu til eftir efnum og ástæðum, til heita á Mána. Elísabet Ronaldsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðir Mána, tekur í sama streng og fylgist ekki síður spennt með. Hægt er að heita á Mána með því að smella hér, og renna öll framlög óskipt til barnaspítalans.
Kanada Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira