„Spila eins lengi og líkaminn leyfir en vil ekki haltra um golfvellina“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2019 16:54 Kári á blaðamannafundinum í Víkinni í dag. vísir/vilhelm „Tilfinningin er mjög góð. Ég er ánægður að þessu sé lokið og nú get ég einbeitt mér að því að spila fótbolta,“ sagði Kári Árnason í samtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir að hann skrifaði undir samning við uppeldisfélagið Víking R. í dag. Samningurinn gildir til loka næsta tímabils. Kári hefur leikið erlendis undanfarin 15 ár en er nú kominn aftur heim í Víking. Landsliðsmaðurinn ætlaði að koma heim eftir HM 2018 en gekk þá til liðs við tyrkneska B-deildarliðið Genclerbirligi. Hann hélt því líka opnu núna að taka eitt tímabil í viðbót erlendis áður en hann kæmi heim. „Mér bauðst að spila fyrir annað lið í Tyrklandi en eitt ár var nóg. Það er ekki fyrir hvern sem er að hanga þarna. Planið var alltaf að koma heim eftir ár,“ sagði Kári. En þurfa stuðningsmenn Víkings að óttast að hann fari aftur erlendis? „Nei, það yrði þá bara hugsanlega eftir tímabilið ef landsliðsþjálfararnir vilja að ég sé að spila fyrir leikina í nóvember. Þá væri hægt að skoða að fara á lán.“Kári hefur leikið 77 landsleiki.vísir/báraKári segir að landsliðsferlinum sé ekki lokið þótt hann sé kominn heim í Pepsi Max-deildina. „Ég ræddi þetta við landsliðsþjálfarana og auðvitað vilja þeir að þú spilir í atvinnumannadeild. En þetta er komið gott af harkinu. Ég vona að þetta komi ekki að sök og ég haldi áfram að spila vel fyrir landsliðið,“ sagði Kári sem ætlar ekkert að hætta á næstunni. „Ég spila eins lengi og líkaminn leyfir og að ég gangi nokkuð heill til skógar eftir ferilinn. Ég vil ekki haltra um golfvellina. Maður vill ekki þurfa að fara í mjaðmaskipti um fertugt,“ sagði Kári sem verður 37 ára í október. Kára líst vel á Víkingsliðið sem er í yngri kantinum. „Þetta er mjög spennandi hópur. Liðið er ungt og skemmtilegt og við erum með hæfileikaríka leikmenn. Ég vona að ég geti hjálpað og þeir hlusti. Þeir geta bætt margt þótt þeir séu efnilegir,“ sagði Kári.Kári og Sölvi hækka meðalaldurinn í Víkingsliðinu.vísir/vilhelmHjá Víkingi hittir hann fyrir Sölva Geir Ottesen en þeir spiluðu saman í Víkingi á árum áður og voru einnig samherjar hjá Djurgården í Svíþjóð og í landsliðinu. „Það er frábært að Sölvi sé hérna. Hann er einn af mínum betri vinum. Við þekkjum hvorn annan inn og út,“ sagði Kári sem fær leikheimild með Víkingi 1. júlí, sama dag og liðið mætir ÍA í Víkinni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kári kominn aftur í Víking Kári Árnason skrifaði í dag undir samning við Víking sem gildir til ársloka 2020. 21. júní 2019 15:21 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
„Tilfinningin er mjög góð. Ég er ánægður að þessu sé lokið og nú get ég einbeitt mér að því að spila fótbolta,“ sagði Kári Árnason í samtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir að hann skrifaði undir samning við uppeldisfélagið Víking R. í dag. Samningurinn gildir til loka næsta tímabils. Kári hefur leikið erlendis undanfarin 15 ár en er nú kominn aftur heim í Víking. Landsliðsmaðurinn ætlaði að koma heim eftir HM 2018 en gekk þá til liðs við tyrkneska B-deildarliðið Genclerbirligi. Hann hélt því líka opnu núna að taka eitt tímabil í viðbót erlendis áður en hann kæmi heim. „Mér bauðst að spila fyrir annað lið í Tyrklandi en eitt ár var nóg. Það er ekki fyrir hvern sem er að hanga þarna. Planið var alltaf að koma heim eftir ár,“ sagði Kári. En þurfa stuðningsmenn Víkings að óttast að hann fari aftur erlendis? „Nei, það yrði þá bara hugsanlega eftir tímabilið ef landsliðsþjálfararnir vilja að ég sé að spila fyrir leikina í nóvember. Þá væri hægt að skoða að fara á lán.“Kári hefur leikið 77 landsleiki.vísir/báraKári segir að landsliðsferlinum sé ekki lokið þótt hann sé kominn heim í Pepsi Max-deildina. „Ég ræddi þetta við landsliðsþjálfarana og auðvitað vilja þeir að þú spilir í atvinnumannadeild. En þetta er komið gott af harkinu. Ég vona að þetta komi ekki að sök og ég haldi áfram að spila vel fyrir landsliðið,“ sagði Kári sem ætlar ekkert að hætta á næstunni. „Ég spila eins lengi og líkaminn leyfir og að ég gangi nokkuð heill til skógar eftir ferilinn. Ég vil ekki haltra um golfvellina. Maður vill ekki þurfa að fara í mjaðmaskipti um fertugt,“ sagði Kári sem verður 37 ára í október. Kára líst vel á Víkingsliðið sem er í yngri kantinum. „Þetta er mjög spennandi hópur. Liðið er ungt og skemmtilegt og við erum með hæfileikaríka leikmenn. Ég vona að ég geti hjálpað og þeir hlusti. Þeir geta bætt margt þótt þeir séu efnilegir,“ sagði Kári.Kári og Sölvi hækka meðalaldurinn í Víkingsliðinu.vísir/vilhelmHjá Víkingi hittir hann fyrir Sölva Geir Ottesen en þeir spiluðu saman í Víkingi á árum áður og voru einnig samherjar hjá Djurgården í Svíþjóð og í landsliðinu. „Það er frábært að Sölvi sé hérna. Hann er einn af mínum betri vinum. Við þekkjum hvorn annan inn og út,“ sagði Kári sem fær leikheimild með Víkingi 1. júlí, sama dag og liðið mætir ÍA í Víkinni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kári kominn aftur í Víking Kári Árnason skrifaði í dag undir samning við Víking sem gildir til ársloka 2020. 21. júní 2019 15:21 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Fleiri fréttir „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Sjá meira
Kári kominn aftur í Víking Kári Árnason skrifaði í dag undir samning við Víking sem gildir til ársloka 2020. 21. júní 2019 15:21