Börn oft ekki í stakk búin til að takast á við erfiðleika því ekkert megi vera erfitt eða leiðinlegt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2019 08:51 Edda Júlía Helgadóttir er kennari í Ártúnsskóla. Edda Júlía Helgadóttir, kennari í Ártúnsskóla, segir að börnum sé enginn greiði gerður með því að foreldrar reddi þeim alltaf fyrir horn og kenni þeim þannig ekki að kljást við erfiðleika og mótlæti. Hún segist finna að mótlætið megi eiginlega ekki vera neitt og að ekkert megi vera erfitt eða leiðinlegt. Það var rætt við Eddu Júlíu í Íslandi í dag í gær. Hún var aðeins 11 ára gömul þegar hún greindist með krabbamein í beinum en því var haldið leyndu fyrir henni þar til hún var 17 ára. „Mamma var svona Pollýanna og vildi ekki tala um neitt sem var neikvætt. Á þessum tíma var orðið krabbamein eitur, það var bara dauðadómur,“ segir Edda. Það var því aldrei minnst á það við hana, sem aðrir vissu, að hún væri með krabbamein í beinunum. „Ég vissi ekki fyrr en ég var 17 ára gömul að ég væri með krabbamein. Því var bara haldið leyndu. Það var bara talað um sýkingu í beini eða eitthvað svona,“ segir Edda.Lærði að skrifa með vinstri eftir að hægri höndin var tekin af Sem barn hélt Edda skólagöngu sinni áfram, fór að æfa handbolta en gat ekki alveg rétt úr hægri hendinni þar sem krabbameinið hafði greinst fyrst. Hún greindist svo einnig með krabbamein í fætinum en læknarnir náðu að skrapa það burt. Á sama tíma gat hún eiginlega ekkert notað hægri höndina lengur og var ákveðið að taka höndina þegar Edda var 17 ára. „Ég man að ég brosti inni í mér. Ég var svo glöð. Ég hugsaði bara með mér „Vá, þá losna ég við þessa helvítis verki,““ segir hún. Edda er rétthent en hún lærði að skrifa með vinstri, var á fullu í fótbolta, menntaði sig sem kennara og lærði að prjóna. Þá eignaðist hún mann og þrjú börn en er skilin í dag. Hún segist aldrei hafa hætt að reyna þrátt fyrir mótlætið.„Ég finn að mótlæti má eiginlega ekki vera neitt orðið“ Aðspurð hvort hún innprenti þessa reynslu sína í krakkana í bekknum segist hún halda það. „Við getum ekki alltaf, og ég held við séum orðin svolítið dugleg við, að redda alltaf öllum fyrir horn þannig að þau þurfi ekki að kljást við þessa þröskulda á leiðinni. Og ég held að engum sé greiði gerður.“ Spurð þá út í það hvort að verið sé að „aumingjavæða“ krakkana okkar og þjóðfélagið segir hún: „Ég er búin að vera í þessu í 25 ár. Ég finn að mótlæti má eiginlega ekki vera neitt orðið, eða minna. Það má eiginlega ekkert vera erfitt eða leiðinlegt. […] Þú ert með fjölbreyttan foreldrahóp, þú getur aldrei gert öllum til hæfis og það eru einhverjir sammála þér og einhverjir ósammála þér, það er bara þannig í lífinu. En við erum rosalega mikið að taka af þeim þessa erfiðleika þannig að þegar eitthvað virkilega á móti blæs þá eru þau oft ekki í stakk búin. Að höndla mótlæti og erfiðleika reynist fólki miklu erfiðara í dag og það erum við að sjá, að það er að aukast bæði hjá okkur og í þjóðfélaginu kvíði, þunglyndi, alls konar svona sjúkdómar, og þetta er heilsufarsvandamál sem við eigum bara eftir að sjá stækka.“Spurning um hver ráði á heimilinu Börnin séu ekki endilega vandamálið heldur foreldrarnir. „Börnin eru stundum ekki með íþróttaföt, ekki sundföt, yfirleitt. Ólærð, ólesin heima. Þú ert alltaf að spila þetta sama fyrir foreldrana um að taka sig á og hjálpa börnunum í þessu. Það gerist ekkert og þá er maður oft að hugsa um þurfa ekki bara foreldrarnir aðstoð við að vera foreldrar,“ segir Edda sem kveðst heyra það oft frá foreldrum að það sé svo mikið vesen og barningur að fá barnið til að læra heima. „Já, þetta er líka spurning hver ræður. Hver ræður heimilinu? Ef þú færð ekki barn til þess að fara að sofa á kvöldin, fær það þá bara að vaka alla nóttina? Þetta er líka spurning um agann. Ég hugsa bara oft um suma karakterana hérna hvernig þessir krakkar verða í vinnu sem fullorðið fólk ef það skiptir engu máli hvort þau mæta á réttum tíma í skólann eða ekki. […] Við erum rosalega tiplandi á tánum gagnvart foreldrum sem oft á tíðum hafa vald til þess að stýra okkar starfi svolítið og þannig er það nú bara,“ segir Edda.Klagað í skólastjórann þegar síminn var tekinn Hún tekur undir það að fáir þori að tala á þessum nótum. „Við erum svo feimin við að segja þetta upphátt. Ég lendi til dæmis í því ekki alls fyrir löngu að ég tek síma af barni. Við erum í vettvangsferð og hún er komin með símann og er að leika sér í símanum og ég segi „Ég skal bara geyma hann þangað til á eftir, þú veist þú átt ekki að vera með símann í skólanum.“ Stuttu seinna er bara búið að hringja og klaga í skólastjórann að mér skyldi detta þetta í hug að taka símann. Og ég hugsa bara „Hvert erum við komin?““ Edda elskar starfið sitt og krakkana sem hún kennir en hún vill breytingar og að þetta gerist ekki. „Þegar barnið fer heim með heimanám í skrift og á að skrifa tvær blaðsíður heima. Jú, kemur skriftarbókin og ég sé bara að foreldrar eru búnir að gera skriftarbókina. Þá hugsar maður „Hversu lágt leggstu, hversu lengi ætlarðu að redda barninu?“ Ég meina, ég var aldrei spurð að því í gamla daga hvort ég vildi læra heima, það var bara eitthvað sem átti að gerast,“ segir Edda.Viðtalið við hana í heild má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Börn og uppeldi Ísland í dag Skóla - og menntamál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Edda Júlía Helgadóttir, kennari í Ártúnsskóla, segir að börnum sé enginn greiði gerður með því að foreldrar reddi þeim alltaf fyrir horn og kenni þeim þannig ekki að kljást við erfiðleika og mótlæti. Hún segist finna að mótlætið megi eiginlega ekki vera neitt og að ekkert megi vera erfitt eða leiðinlegt. Það var rætt við Eddu Júlíu í Íslandi í dag í gær. Hún var aðeins 11 ára gömul þegar hún greindist með krabbamein í beinum en því var haldið leyndu fyrir henni þar til hún var 17 ára. „Mamma var svona Pollýanna og vildi ekki tala um neitt sem var neikvætt. Á þessum tíma var orðið krabbamein eitur, það var bara dauðadómur,“ segir Edda. Það var því aldrei minnst á það við hana, sem aðrir vissu, að hún væri með krabbamein í beinunum. „Ég vissi ekki fyrr en ég var 17 ára gömul að ég væri með krabbamein. Því var bara haldið leyndu. Það var bara talað um sýkingu í beini eða eitthvað svona,“ segir Edda.Lærði að skrifa með vinstri eftir að hægri höndin var tekin af Sem barn hélt Edda skólagöngu sinni áfram, fór að æfa handbolta en gat ekki alveg rétt úr hægri hendinni þar sem krabbameinið hafði greinst fyrst. Hún greindist svo einnig með krabbamein í fætinum en læknarnir náðu að skrapa það burt. Á sama tíma gat hún eiginlega ekkert notað hægri höndina lengur og var ákveðið að taka höndina þegar Edda var 17 ára. „Ég man að ég brosti inni í mér. Ég var svo glöð. Ég hugsaði bara með mér „Vá, þá losna ég við þessa helvítis verki,““ segir hún. Edda er rétthent en hún lærði að skrifa með vinstri, var á fullu í fótbolta, menntaði sig sem kennara og lærði að prjóna. Þá eignaðist hún mann og þrjú börn en er skilin í dag. Hún segist aldrei hafa hætt að reyna þrátt fyrir mótlætið.„Ég finn að mótlæti má eiginlega ekki vera neitt orðið“ Aðspurð hvort hún innprenti þessa reynslu sína í krakkana í bekknum segist hún halda það. „Við getum ekki alltaf, og ég held við séum orðin svolítið dugleg við, að redda alltaf öllum fyrir horn þannig að þau þurfi ekki að kljást við þessa þröskulda á leiðinni. Og ég held að engum sé greiði gerður.“ Spurð þá út í það hvort að verið sé að „aumingjavæða“ krakkana okkar og þjóðfélagið segir hún: „Ég er búin að vera í þessu í 25 ár. Ég finn að mótlæti má eiginlega ekki vera neitt orðið, eða minna. Það má eiginlega ekkert vera erfitt eða leiðinlegt. […] Þú ert með fjölbreyttan foreldrahóp, þú getur aldrei gert öllum til hæfis og það eru einhverjir sammála þér og einhverjir ósammála þér, það er bara þannig í lífinu. En við erum rosalega mikið að taka af þeim þessa erfiðleika þannig að þegar eitthvað virkilega á móti blæs þá eru þau oft ekki í stakk búin. Að höndla mótlæti og erfiðleika reynist fólki miklu erfiðara í dag og það erum við að sjá, að það er að aukast bæði hjá okkur og í þjóðfélaginu kvíði, þunglyndi, alls konar svona sjúkdómar, og þetta er heilsufarsvandamál sem við eigum bara eftir að sjá stækka.“Spurning um hver ráði á heimilinu Börnin séu ekki endilega vandamálið heldur foreldrarnir. „Börnin eru stundum ekki með íþróttaföt, ekki sundföt, yfirleitt. Ólærð, ólesin heima. Þú ert alltaf að spila þetta sama fyrir foreldrana um að taka sig á og hjálpa börnunum í þessu. Það gerist ekkert og þá er maður oft að hugsa um þurfa ekki bara foreldrarnir aðstoð við að vera foreldrar,“ segir Edda sem kveðst heyra það oft frá foreldrum að það sé svo mikið vesen og barningur að fá barnið til að læra heima. „Já, þetta er líka spurning hver ræður. Hver ræður heimilinu? Ef þú færð ekki barn til þess að fara að sofa á kvöldin, fær það þá bara að vaka alla nóttina? Þetta er líka spurning um agann. Ég hugsa bara oft um suma karakterana hérna hvernig þessir krakkar verða í vinnu sem fullorðið fólk ef það skiptir engu máli hvort þau mæta á réttum tíma í skólann eða ekki. […] Við erum rosalega tiplandi á tánum gagnvart foreldrum sem oft á tíðum hafa vald til þess að stýra okkar starfi svolítið og þannig er það nú bara,“ segir Edda.Klagað í skólastjórann þegar síminn var tekinn Hún tekur undir það að fáir þori að tala á þessum nótum. „Við erum svo feimin við að segja þetta upphátt. Ég lendi til dæmis í því ekki alls fyrir löngu að ég tek síma af barni. Við erum í vettvangsferð og hún er komin með símann og er að leika sér í símanum og ég segi „Ég skal bara geyma hann þangað til á eftir, þú veist þú átt ekki að vera með símann í skólanum.“ Stuttu seinna er bara búið að hringja og klaga í skólastjórann að mér skyldi detta þetta í hug að taka símann. Og ég hugsa bara „Hvert erum við komin?““ Edda elskar starfið sitt og krakkana sem hún kennir en hún vill breytingar og að þetta gerist ekki. „Þegar barnið fer heim með heimanám í skrift og á að skrifa tvær blaðsíður heima. Jú, kemur skriftarbókin og ég sé bara að foreldrar eru búnir að gera skriftarbókina. Þá hugsar maður „Hversu lágt leggstu, hversu lengi ætlarðu að redda barninu?“ Ég meina, ég var aldrei spurð að því í gamla daga hvort ég vildi læra heima, það var bara eitthvað sem átti að gerast,“ segir Edda.Viðtalið við hana í heild má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Börn og uppeldi Ísland í dag Skóla - og menntamál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira