Nýtt þjóðleikhúsráð skipað í skugga deilna innan leiklistargeirans Andri Eysteinsson skrifar 30. júní 2019 20:32 Nýtt þjóðleikhúsráð tekur við eftir mánaðamót. Vísir Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð í skugga þeirra deilna sem uppi hafa verið innan leiklistargeirans undanfarið.Sjá einnig: Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Vísir greindi frá því í byrjun mánaðarins að allir fulltrúar Þjóðleikhúsráðs hefðu sagt sig úr ráðinu. Ráðið sagði af sér í heild til þess að umsóknarferlið um starf þjóðleikhússtjóra yrði hafið yfir allan vafa um mögulegt vanhæfi en það kemur til kasta Þjóðleikhúsráðs að meta hæfi umsækjenda um stöðu næsta þjóðleikhússtjóra. Lögum samkvæmt er þjóðleikhúsráð skipað fimm mönnum, þremur skipuðum af ráðherra, einum tilnefndum af félagi íslenskra leikara og sá síðasti tilnefndur af félagi leikstjóra á Íslandi.Sjá einnig: Þjóðleikhúsráð segir af sérNýskipaður formaður ráðsins er Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri og rithöfundur, varaformaður ráðsins verður Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri en bæði eru þau skipuð af ráðherra. Þá hafa einnig verið skipuð í ráðið þau Sigmundur Örn Arngrímsson leikari sem tilnefndur var af Félagi íslenskra leikara. Fulltrúi Félags leikstjóra á Íslandi verður Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Listaháskóla Íslands. Síðasti fulltrúi ráðsins er Pétur Gunnarsson rithöfundur skipaður af ráðherra. Varamenn í ráðinu eru Jóna Finnsdóttir, Magnús Árni Skúlason og Baldur Þórir Guðmundsson skipuð án tilnefningar, Karen María Jónsdóttir tilnefnd af Félagi íslenskra leikara og Arnbjörg María Daníelsen tilnefnd af Félagi leikstjóra á Íslandi. Nýtt Þjóðleikhúsráð tekur formlega til starfa á morgun, 1. júlí. Samdægurs rennur umsóknarfrestur til embættis Þjóðleikhússtjóra út. Leikhús Menning Tengdar fréttir Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Næsta víst að Brynhildur sæki um stöðu þjóðleikhússtjóra Segir að ef staðan er auglýst hljóti hún að vera laus. 21. maí 2019 13:25 Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21 Umsóknarfrestur rennur út sama dag og nýtt Þjóðleikhúsráð tekur til starfa Ákvörðun fráfarandi Þjóðleikhúsráðs um að segja af sér var tekin í kjölfar deilna á milli formanns Félags íslenskra leikara og núverandi þjóðleikhússtjóra en ásakanir hafa gengið á víxl. 27. júní 2019 16:03 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð í skugga þeirra deilna sem uppi hafa verið innan leiklistargeirans undanfarið.Sjá einnig: Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Vísir greindi frá því í byrjun mánaðarins að allir fulltrúar Þjóðleikhúsráðs hefðu sagt sig úr ráðinu. Ráðið sagði af sér í heild til þess að umsóknarferlið um starf þjóðleikhússtjóra yrði hafið yfir allan vafa um mögulegt vanhæfi en það kemur til kasta Þjóðleikhúsráðs að meta hæfi umsækjenda um stöðu næsta þjóðleikhússtjóra. Lögum samkvæmt er þjóðleikhúsráð skipað fimm mönnum, þremur skipuðum af ráðherra, einum tilnefndum af félagi íslenskra leikara og sá síðasti tilnefndur af félagi leikstjóra á Íslandi.Sjá einnig: Þjóðleikhúsráð segir af sérNýskipaður formaður ráðsins er Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri og rithöfundur, varaformaður ráðsins verður Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri en bæði eru þau skipuð af ráðherra. Þá hafa einnig verið skipuð í ráðið þau Sigmundur Örn Arngrímsson leikari sem tilnefndur var af Félagi íslenskra leikara. Fulltrúi Félags leikstjóra á Íslandi verður Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Listaháskóla Íslands. Síðasti fulltrúi ráðsins er Pétur Gunnarsson rithöfundur skipaður af ráðherra. Varamenn í ráðinu eru Jóna Finnsdóttir, Magnús Árni Skúlason og Baldur Þórir Guðmundsson skipuð án tilnefningar, Karen María Jónsdóttir tilnefnd af Félagi íslenskra leikara og Arnbjörg María Daníelsen tilnefnd af Félagi leikstjóra á Íslandi. Nýtt Þjóðleikhúsráð tekur formlega til starfa á morgun, 1. júlí. Samdægurs rennur umsóknarfrestur til embættis Þjóðleikhússtjóra út.
Leikhús Menning Tengdar fréttir Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Næsta víst að Brynhildur sæki um stöðu þjóðleikhússtjóra Segir að ef staðan er auglýst hljóti hún að vera laus. 21. maí 2019 13:25 Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21 Umsóknarfrestur rennur út sama dag og nýtt Þjóðleikhúsráð tekur til starfa Ákvörðun fráfarandi Þjóðleikhúsráðs um að segja af sér var tekin í kjölfar deilna á milli formanns Félags íslenskra leikara og núverandi þjóðleikhússtjóra en ásakanir hafa gengið á víxl. 27. júní 2019 16:03 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00
Næsta víst að Brynhildur sæki um stöðu þjóðleikhússtjóra Segir að ef staðan er auglýst hljóti hún að vera laus. 21. maí 2019 13:25
Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21
Umsóknarfrestur rennur út sama dag og nýtt Þjóðleikhúsráð tekur til starfa Ákvörðun fráfarandi Þjóðleikhúsráðs um að segja af sér var tekin í kjölfar deilna á milli formanns Félags íslenskra leikara og núverandi þjóðleikhússtjóra en ásakanir hafa gengið á víxl. 27. júní 2019 16:03