Aron hefur skorað átta mörk fyrir Start á leiktíðinni en sigurinn í dag var mikilvægur fyrir Start sem hafði ekki verið á góðu skriði.
„Það mikilvægasta var að vinna. Ég er bara að reyna að hjálpa liðinu eins vel og ég get. Tvö mörk, stoðsending og þrjú stig. Þetta er frábært,“ sagði Aron í samtali við heimasíðu Start í leikslok.
„Það var mikilvægt að hleypa þeim ekki inn í leikinn. Við skoruðum fljótt aftur og komust í 2-1,“ en Aron segir að sigurinn hafi verið mikilvægur:
„Mér fannst við stýra leiknum varnarlega. Þeir sköpuðu ekki mikið og við fengum nóg af færi en nýttum þau ekki. Við stóðum saman og börðumst.“
Start hafði ekki náð í sigur í síðustu tveimur leikjum en þessi umferð var sú síðasta fyrir sumarfrí. Aron segir að sigurinn hafi því verið enn mikilvægari.
„Það var mjög mikilvægt að vinna þennan leik. Við gerðum ekki vel í síðustu tveimur leikjum svo það var léttir að vinna aftur. Núna getum við farið léttir í sumarfrí,“ sagði Aron.
Ok den, @AronSig .
— IK Start (@ikstart) June 30, 2019
Arons tanker om kampen og målstatistikken sin:https://t.co/qwCtgpqVA4
Hele sammendraget av kampen finner du her: https://t.co/8fFz1njdwO#ikstartpic.twitter.com/DBMwjh2cLl