Herforingjar dæmdir vegna Kondóráætlunarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2019 21:39 Aðstandendur fólks sem var myrt í tíð herforingjastjórnanna fylgist með réttarhöldunum í Róm frá Montevideo í Úrúgvæ. AP/Matilde Campodonico Dómstóll á Ítalíu dæmdi 24 suður-ameríska fyrrverandi einræðisherra og embættismenn í lífstíðarfangelsi fyrir morð, handtökur og pyntingar á hundruð stjórnarandstæðinga á 8. og 9. áratugnum. Samvinna herforingjastjórnanna um að berja niður andóf gekk undir heitinu Kondóráætlunin. Allir nema einn voru dæmdir að þeim fjarstöddum og segir breska ríkisútvarpið BBC ólíklegt að upprunalönd þeirra muni framselja þá. Fleiri en tuttugu fórnarlömb þeirra voru Ítalir. Ítölsk lög heimila að morð á ítölskum borgurum séu rannsökuð og tekin fyrir dóm á Ítalíu. Þeir sem voru dæmdir voru einræðisherrar eða embættismenn herforingjastjórna í Bólivíu, Síle, Perú og Úrúgvæ. Þeirra á meðal voru Luis García Meza, yfirmaður herforingjastjórnar Bólivíu frá 1980 til 1981 sem lést í fyrra og Francisco Morales Bermúdez, yfirmaður herforingjastjórnar Perú frá 1975 til 1980. Saman stóðu herforingjastjórnirnar að hryðjuverkum sem teygðu sig út fyrir álfuna. Áætlun þeirra gekk undir nafninu Kondóráætlunin. Lögðu þær á ráðin um að finna, ræna og myrða pólitíska andstæðinga um alla Suður-Ameríku og víðar. Argentína, Bólivía, Síle, Paragvæ, Úrúgvæ og síðar Brasilía, Ekvador og Perú tóku þátt í henni.Eltu uppi andófsfólk þvert yfir landamæri Fórnarlömbunum var oft rænt úti á götu eða á heimilum sínum. Þau voru síðan pyntuð, myrt eða „látin hverfa“ með öðrum hætti. Löndin unnu saman að því að elta andófsfólkið uppi, þvert á landamæri. Eitt þekktasta fórnarlamb Kondóraðgerðarinnar var Orlando Letelier, utanríkisráðherra í forsetatíð sósíalistans Salvadors Allende í Síle. Letelier var myrtur í Washington-borg árið 1976, þremur árum eftir að herinn rændi Allende völdum. Mannréttindasamtök fullyrða að þúsundir manna hafi orðið herforingjastjórnunum, sem nutu stuðnings Bandaríkjastjórnar, að bráð. Eini sakborningurinn sem var viðstaddur réttarhöldin var Jorge Tróccoli, 79 ára gamall liðsforingi í úrúgvæska sjóhernum sem flúði heimalandið árið 2007. Líklegt er að hann verði nú handtekinn. Aðrir dúsa þegar í fangelsi í heimalandi sínu eða er það gamlir að ólíklegt er að þeir verði framseldir til Ítalíu. Bólivía Ítalía Perú Úrúgvæ Tengdar fréttir Fundu ættleiddan son myrts andófsfólks Samtök sem leita að börnum fólks sem var drepið í tíð herforingjastjórnarinnar í Argentínu hefur tekist að bera kennsl á son andófsfólks sem var látið hverfa árið 1977. 14. júní 2019 22:57 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira
Dómstóll á Ítalíu dæmdi 24 suður-ameríska fyrrverandi einræðisherra og embættismenn í lífstíðarfangelsi fyrir morð, handtökur og pyntingar á hundruð stjórnarandstæðinga á 8. og 9. áratugnum. Samvinna herforingjastjórnanna um að berja niður andóf gekk undir heitinu Kondóráætlunin. Allir nema einn voru dæmdir að þeim fjarstöddum og segir breska ríkisútvarpið BBC ólíklegt að upprunalönd þeirra muni framselja þá. Fleiri en tuttugu fórnarlömb þeirra voru Ítalir. Ítölsk lög heimila að morð á ítölskum borgurum séu rannsökuð og tekin fyrir dóm á Ítalíu. Þeir sem voru dæmdir voru einræðisherrar eða embættismenn herforingjastjórna í Bólivíu, Síle, Perú og Úrúgvæ. Þeirra á meðal voru Luis García Meza, yfirmaður herforingjastjórnar Bólivíu frá 1980 til 1981 sem lést í fyrra og Francisco Morales Bermúdez, yfirmaður herforingjastjórnar Perú frá 1975 til 1980. Saman stóðu herforingjastjórnirnar að hryðjuverkum sem teygðu sig út fyrir álfuna. Áætlun þeirra gekk undir nafninu Kondóráætlunin. Lögðu þær á ráðin um að finna, ræna og myrða pólitíska andstæðinga um alla Suður-Ameríku og víðar. Argentína, Bólivía, Síle, Paragvæ, Úrúgvæ og síðar Brasilía, Ekvador og Perú tóku þátt í henni.Eltu uppi andófsfólk þvert yfir landamæri Fórnarlömbunum var oft rænt úti á götu eða á heimilum sínum. Þau voru síðan pyntuð, myrt eða „látin hverfa“ með öðrum hætti. Löndin unnu saman að því að elta andófsfólkið uppi, þvert á landamæri. Eitt þekktasta fórnarlamb Kondóraðgerðarinnar var Orlando Letelier, utanríkisráðherra í forsetatíð sósíalistans Salvadors Allende í Síle. Letelier var myrtur í Washington-borg árið 1976, þremur árum eftir að herinn rændi Allende völdum. Mannréttindasamtök fullyrða að þúsundir manna hafi orðið herforingjastjórnunum, sem nutu stuðnings Bandaríkjastjórnar, að bráð. Eini sakborningurinn sem var viðstaddur réttarhöldin var Jorge Tróccoli, 79 ára gamall liðsforingi í úrúgvæska sjóhernum sem flúði heimalandið árið 2007. Líklegt er að hann verði nú handtekinn. Aðrir dúsa þegar í fangelsi í heimalandi sínu eða er það gamlir að ólíklegt er að þeir verði framseldir til Ítalíu.
Bólivía Ítalía Perú Úrúgvæ Tengdar fréttir Fundu ættleiddan son myrts andófsfólks Samtök sem leita að börnum fólks sem var drepið í tíð herforingjastjórnarinnar í Argentínu hefur tekist að bera kennsl á son andófsfólks sem var látið hverfa árið 1977. 14. júní 2019 22:57 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira
Fundu ættleiddan son myrts andófsfólks Samtök sem leita að börnum fólks sem var drepið í tíð herforingjastjórnarinnar í Argentínu hefur tekist að bera kennsl á son andófsfólks sem var látið hverfa árið 1977. 14. júní 2019 22:57