Ósannað að Vigfús hafi ætlað að drepa fólkið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 15:53 Húsið að Kirkjuvegi úr lofti daginn eftir brunann. Vísir/Egill Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim. Meðal annars af þeim sökum var Vigfús sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en ekki manndráp. Þetta kemur fram í niðurstöðu dómsins sem hefur verið birtur á vef dómstólanna. Tvennt lést í brunanum í október í fyrra. Auk Vigfúsar var kona ákærð fyrir aðild sína að brunanum en hún var sýknuð við dómsuppkvaðningu í dag. Dómurinn vísaði til þess að í matsgerðum sérfræðinga yfir Vigfúsi hafi komið fram að hann hafi glímt við sjálfsvígshugsanir og þá ætti hann til sjálfskaðahegðun. Hann hefði áður brennt sig og skorið viljandi. „Er því ekki loku fyrir það skotið að ásetningur ákærða hafi einvörðungu staðið til þess að skaða sjálfan sig en ekki aðra sem í húsinu voru.“Bar einn ábyrgð á dauða fólksins Vigfús hafi þó átt að sjá til þess að ekki gæti kviknað í út frá pappakassa þeim sem sannað þótti að hann hefði hent frá sér á gólfið. Það gáleysi hefði leitt til þess að tvær manneskjur létu lífið í eldsvoða sem hann einn bæri ábyrgð á. Þá taldist sannað að Vigfús hefði enga tilraun gert til þess að vara fólkið við eldinum. Sú skýring hans að hann hefði gleymt að þau væru í húsinu væri haldlaus. Þá taldi dómurinn ósannað að konan, sem ákærð var fyrir að láta hjá líða að afstýra eldsvoða sem mönnum eða miklum verðmætum stafi háski af án þess að stofna sér í verulega hættu, hefði gerst brotleg við lög. Vigfús var dæmdur til að greiða börnum hinna látnu um 23 milljónir króna samanlagt í miskabætur.Munur á aðal- og varakröfu Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sótti málið og hljóðaði ákæran upp á manndráp af gáleysi og stórfellda brennu. Varakrafan í málinu hljómaði upp á manndráp af gáleysi. Kolbrún nefndi við flutning málsins að refsiramminn væri átján ár fyrir manndráp. „Já, sækjandi nefndi það að 18 ár væru kannski hámarksrefsing ef sakfellt væri fyrir aðalkröfuna. Það er töluverður munur á refsingu fyrir manndráp af ásetningi og manndráp af gáleysi þannig að það er auðvitað munur þegar farið er niður í varakröfu,“ sagði Kolbrún í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Ekki liggur fyrir ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað.Dóminn í heild má lesa hér. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Dómurinn ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins Dómur Héraðsdóms Suðurlands yfir Vigfúsi Ólafssyni vegna brunans á Selfossi er ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins í málinu. 9. júlí 2019 14:05 Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. 9. júlí 2019 13:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim. Meðal annars af þeim sökum var Vigfús sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en ekki manndráp. Þetta kemur fram í niðurstöðu dómsins sem hefur verið birtur á vef dómstólanna. Tvennt lést í brunanum í október í fyrra. Auk Vigfúsar var kona ákærð fyrir aðild sína að brunanum en hún var sýknuð við dómsuppkvaðningu í dag. Dómurinn vísaði til þess að í matsgerðum sérfræðinga yfir Vigfúsi hafi komið fram að hann hafi glímt við sjálfsvígshugsanir og þá ætti hann til sjálfskaðahegðun. Hann hefði áður brennt sig og skorið viljandi. „Er því ekki loku fyrir það skotið að ásetningur ákærða hafi einvörðungu staðið til þess að skaða sjálfan sig en ekki aðra sem í húsinu voru.“Bar einn ábyrgð á dauða fólksins Vigfús hafi þó átt að sjá til þess að ekki gæti kviknað í út frá pappakassa þeim sem sannað þótti að hann hefði hent frá sér á gólfið. Það gáleysi hefði leitt til þess að tvær manneskjur létu lífið í eldsvoða sem hann einn bæri ábyrgð á. Þá taldist sannað að Vigfús hefði enga tilraun gert til þess að vara fólkið við eldinum. Sú skýring hans að hann hefði gleymt að þau væru í húsinu væri haldlaus. Þá taldi dómurinn ósannað að konan, sem ákærð var fyrir að láta hjá líða að afstýra eldsvoða sem mönnum eða miklum verðmætum stafi háski af án þess að stofna sér í verulega hættu, hefði gerst brotleg við lög. Vigfús var dæmdur til að greiða börnum hinna látnu um 23 milljónir króna samanlagt í miskabætur.Munur á aðal- og varakröfu Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sótti málið og hljóðaði ákæran upp á manndráp af gáleysi og stórfellda brennu. Varakrafan í málinu hljómaði upp á manndráp af gáleysi. Kolbrún nefndi við flutning málsins að refsiramminn væri átján ár fyrir manndráp. „Já, sækjandi nefndi það að 18 ár væru kannski hámarksrefsing ef sakfellt væri fyrir aðalkröfuna. Það er töluverður munur á refsingu fyrir manndráp af ásetningi og manndráp af gáleysi þannig að það er auðvitað munur þegar farið er niður í varakröfu,“ sagði Kolbrún í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Ekki liggur fyrir ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað.Dóminn í heild má lesa hér.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Dómurinn ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins Dómur Héraðsdóms Suðurlands yfir Vigfúsi Ólafssyni vegna brunans á Selfossi er ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins í málinu. 9. júlí 2019 14:05 Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. 9. júlí 2019 13:00 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Dómurinn ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins Dómur Héraðsdóms Suðurlands yfir Vigfúsi Ólafssyni vegna brunans á Selfossi er ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins í málinu. 9. júlí 2019 14:05
Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. 9. júlí 2019 13:00