Ósannað að Vigfús hafi ætlað að drepa fólkið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 15:53 Húsið að Kirkjuvegi úr lofti daginn eftir brunann. Vísir/Egill Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim. Meðal annars af þeim sökum var Vigfús sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en ekki manndráp. Þetta kemur fram í niðurstöðu dómsins sem hefur verið birtur á vef dómstólanna. Tvennt lést í brunanum í október í fyrra. Auk Vigfúsar var kona ákærð fyrir aðild sína að brunanum en hún var sýknuð við dómsuppkvaðningu í dag. Dómurinn vísaði til þess að í matsgerðum sérfræðinga yfir Vigfúsi hafi komið fram að hann hafi glímt við sjálfsvígshugsanir og þá ætti hann til sjálfskaðahegðun. Hann hefði áður brennt sig og skorið viljandi. „Er því ekki loku fyrir það skotið að ásetningur ákærða hafi einvörðungu staðið til þess að skaða sjálfan sig en ekki aðra sem í húsinu voru.“Bar einn ábyrgð á dauða fólksins Vigfús hafi þó átt að sjá til þess að ekki gæti kviknað í út frá pappakassa þeim sem sannað þótti að hann hefði hent frá sér á gólfið. Það gáleysi hefði leitt til þess að tvær manneskjur létu lífið í eldsvoða sem hann einn bæri ábyrgð á. Þá taldist sannað að Vigfús hefði enga tilraun gert til þess að vara fólkið við eldinum. Sú skýring hans að hann hefði gleymt að þau væru í húsinu væri haldlaus. Þá taldi dómurinn ósannað að konan, sem ákærð var fyrir að láta hjá líða að afstýra eldsvoða sem mönnum eða miklum verðmætum stafi háski af án þess að stofna sér í verulega hættu, hefði gerst brotleg við lög. Vigfús var dæmdur til að greiða börnum hinna látnu um 23 milljónir króna samanlagt í miskabætur.Munur á aðal- og varakröfu Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sótti málið og hljóðaði ákæran upp á manndráp af gáleysi og stórfellda brennu. Varakrafan í málinu hljómaði upp á manndráp af gáleysi. Kolbrún nefndi við flutning málsins að refsiramminn væri átján ár fyrir manndráp. „Já, sækjandi nefndi það að 18 ár væru kannski hámarksrefsing ef sakfellt væri fyrir aðalkröfuna. Það er töluverður munur á refsingu fyrir manndráp af ásetningi og manndráp af gáleysi þannig að það er auðvitað munur þegar farið er niður í varakröfu,“ sagði Kolbrún í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Ekki liggur fyrir ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað.Dóminn í heild má lesa hér. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Dómurinn ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins Dómur Héraðsdóms Suðurlands yfir Vigfúsi Ólafssyni vegna brunans á Selfossi er ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins í málinu. 9. júlí 2019 14:05 Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. 9. júlí 2019 13:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands segir að ekkert hafi fram komið í sakamáli á hendur Vigfúsi Ólafssyni sem bendi til þess að beinn ásetningur Vigfúsar hafi staðið til að bana þeim. Meðal annars af þeim sökum var Vigfús sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en ekki manndráp. Þetta kemur fram í niðurstöðu dómsins sem hefur verið birtur á vef dómstólanna. Tvennt lést í brunanum í október í fyrra. Auk Vigfúsar var kona ákærð fyrir aðild sína að brunanum en hún var sýknuð við dómsuppkvaðningu í dag. Dómurinn vísaði til þess að í matsgerðum sérfræðinga yfir Vigfúsi hafi komið fram að hann hafi glímt við sjálfsvígshugsanir og þá ætti hann til sjálfskaðahegðun. Hann hefði áður brennt sig og skorið viljandi. „Er því ekki loku fyrir það skotið að ásetningur ákærða hafi einvörðungu staðið til þess að skaða sjálfan sig en ekki aðra sem í húsinu voru.“Bar einn ábyrgð á dauða fólksins Vigfús hafi þó átt að sjá til þess að ekki gæti kviknað í út frá pappakassa þeim sem sannað þótti að hann hefði hent frá sér á gólfið. Það gáleysi hefði leitt til þess að tvær manneskjur létu lífið í eldsvoða sem hann einn bæri ábyrgð á. Þá taldist sannað að Vigfús hefði enga tilraun gert til þess að vara fólkið við eldinum. Sú skýring hans að hann hefði gleymt að þau væru í húsinu væri haldlaus. Þá taldi dómurinn ósannað að konan, sem ákærð var fyrir að láta hjá líða að afstýra eldsvoða sem mönnum eða miklum verðmætum stafi háski af án þess að stofna sér í verulega hættu, hefði gerst brotleg við lög. Vigfús var dæmdur til að greiða börnum hinna látnu um 23 milljónir króna samanlagt í miskabætur.Munur á aðal- og varakröfu Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sótti málið og hljóðaði ákæran upp á manndráp af gáleysi og stórfellda brennu. Varakrafan í málinu hljómaði upp á manndráp af gáleysi. Kolbrún nefndi við flutning málsins að refsiramminn væri átján ár fyrir manndráp. „Já, sækjandi nefndi það að 18 ár væru kannski hámarksrefsing ef sakfellt væri fyrir aðalkröfuna. Það er töluverður munur á refsingu fyrir manndráp af ásetningi og manndráp af gáleysi þannig að það er auðvitað munur þegar farið er niður í varakröfu,“ sagði Kolbrún í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Ekki liggur fyrir ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað.Dóminn í heild má lesa hér.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir Dómurinn ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins Dómur Héraðsdóms Suðurlands yfir Vigfúsi Ólafssyni vegna brunans á Selfossi er ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins í málinu. 9. júlí 2019 14:05 Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. 9. júlí 2019 13:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Dómurinn ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins Dómur Héraðsdóms Suðurlands yfir Vigfúsi Ólafssyni vegna brunans á Selfossi er ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins í málinu. 9. júlí 2019 14:05
Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. 9. júlí 2019 13:00