Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 9. júlí 2019 13:00 Vigfús sést hér við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í síðasta mánuði. vísir/mhh Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. Vigfús var ákærður fyrir manndráp og íkveikju en til vara fyrir manndráp af gáleysi. Vigfús var jafnframt dæmdur til þess að greiða sjö aðstandendum konunnar sem lést í eldsvoðanum bætur vegna málsins að upphæð samtals 23,3 milljónir króna. Bótaupphæðirnar eru á bilinu tvær til fimm milljónir. Þá var hann líka dæmdur til þess að greiða sakarkostnað sem hann varðar í málinu, alls 4,1 milljónir króna, sem og málsvarnarlaun og ferðakostnað verjanda síns, rúmar fjórar milljónir króna einnig. Elva Marteinsdóttir, sem ákærð var fyrir að láta hjá líða að gerð sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum, var sýknuð. Allur sakarkostnaður hennar, þar með talin málsvarnarlaun verjanda og ferðakostnaður, greiðast úr ríkissjóði. Ákæra var gefin út á hendur þeim Vigfúsi og Elvu í janúar síðastliðnum en eldurinn kom upp í húsi við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október í fyrra. Fólkið sem lést í eldsvoðanum var á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp en eldurinn breiddist hratt um húsið sem varð fljótt alelda.Frá dómsuppkvaðningu í dag en hvorugt hinn ákærðu mættu.vísir/mhhSlökkvistarf gekk erfiðlega vegna mikils hita og elds og gátu reykkafarar til að mynda ekki kannað efri hæð hússins og komist þannig að fólkinu sem þar var. Sama dag og eldurinn kom upp voru þau Vigfús og Elva handtekin vegna gruns um að þau tengdust eldsvoðanum. Við aðalmeðferð málsins í síðasta viðurkenndi Vigfús að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Þá bar saksóknari þá lýsingu Elvu undir Vigfús að hann hefði kveikt í gardínu í stofunni með kveikjara. Kvaðst hann ekki getað útilokað það og viðurkenndi sök sína að því er varðaði íkveikjuna. Fyrir héraðsdómi sagðist Vigfús vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið með Elvu eða fólkinu sem lést í húsinu. Þau hefðu þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hefði ekki alltaf verið gott. Elva bjó svo í húsinu með leyfi Vigfúsar en samskipti þeirra daginn sem kviknaði í voru ekki góð að því er fram kom í máli hans fyrir dómi.Fréttin hefur verið uppfærð. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir „Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér“ Myndbandsupptaka úr lögreglubílnum sem Vigfús var settur í strax eftir brunan og var spiluðu í Héraðsdómi Suðurlands í dag sýnir hann í annalegu ástandi þar sem hann segir, "Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér. 6. júní 2019 19:45 Segir hæfilega refsingu mannsins allt að 18 ár Karlmaður sem ákærður er fyrir að valda dauða tveggja með íkveikju á Selfossi er ekki talinn hafa framið verknaðinn með hæsta stigi ásetnings. 26. júní 2019 18:07 Parið reyndi að bjarga sér úr eldinum Fundust látin í svefnherberginu. 6. júní 2019 13:51 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira
Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. Vigfús var ákærður fyrir manndráp og íkveikju en til vara fyrir manndráp af gáleysi. Vigfús var jafnframt dæmdur til þess að greiða sjö aðstandendum konunnar sem lést í eldsvoðanum bætur vegna málsins að upphæð samtals 23,3 milljónir króna. Bótaupphæðirnar eru á bilinu tvær til fimm milljónir. Þá var hann líka dæmdur til þess að greiða sakarkostnað sem hann varðar í málinu, alls 4,1 milljónir króna, sem og málsvarnarlaun og ferðakostnað verjanda síns, rúmar fjórar milljónir króna einnig. Elva Marteinsdóttir, sem ákærð var fyrir að láta hjá líða að gerð sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum, var sýknuð. Allur sakarkostnaður hennar, þar með talin málsvarnarlaun verjanda og ferðakostnaður, greiðast úr ríkissjóði. Ákæra var gefin út á hendur þeim Vigfúsi og Elvu í janúar síðastliðnum en eldurinn kom upp í húsi við Kirkjuveg á Selfossi þann 31. október í fyrra. Fólkið sem lést í eldsvoðanum var á efri hæð hússins þegar eldurinn kom upp en eldurinn breiddist hratt um húsið sem varð fljótt alelda.Frá dómsuppkvaðningu í dag en hvorugt hinn ákærðu mættu.vísir/mhhSlökkvistarf gekk erfiðlega vegna mikils hita og elds og gátu reykkafarar til að mynda ekki kannað efri hæð hússins og komist þannig að fólkinu sem þar var. Sama dag og eldurinn kom upp voru þau Vigfús og Elva handtekin vegna gruns um að þau tengdust eldsvoðanum. Við aðalmeðferð málsins í síðasta viðurkenndi Vigfús að hafa verið að fikta með eld í aðdraganda þess að kviknaði í. Þá bar saksóknari þá lýsingu Elvu undir Vigfús að hann hefði kveikt í gardínu í stofunni með kveikjara. Kvaðst hann ekki getað útilokað það og viðurkenndi sök sína að því er varðaði íkveikjuna. Fyrir héraðsdómi sagðist Vigfús vera mikill drykkjumaður. Honum liði alltaf illa og drykki til að deyfa sig. Hann kvaðst ekki muna eftir því að hafa verið með Elvu eða fólkinu sem lést í húsinu. Þau hefðu þó verið drykkjufélagar hans þótt sambandið þeirra á milli hefði ekki alltaf verið gott. Elva bjó svo í húsinu með leyfi Vigfúsar en samskipti þeirra daginn sem kviknaði í voru ekki góð að því er fram kom í máli hans fyrir dómi.Fréttin hefur verið uppfærð.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Tengdar fréttir „Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér“ Myndbandsupptaka úr lögreglubílnum sem Vigfús var settur í strax eftir brunan og var spiluðu í Héraðsdómi Suðurlands í dag sýnir hann í annalegu ástandi þar sem hann segir, "Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér. 6. júní 2019 19:45 Segir hæfilega refsingu mannsins allt að 18 ár Karlmaður sem ákærður er fyrir að valda dauða tveggja með íkveikju á Selfossi er ekki talinn hafa framið verknaðinn með hæsta stigi ásetnings. 26. júní 2019 18:07 Parið reyndi að bjarga sér úr eldinum Fundust látin í svefnherberginu. 6. júní 2019 13:51 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Fleiri fréttir Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Sjá meira
„Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér“ Myndbandsupptaka úr lögreglubílnum sem Vigfús var settur í strax eftir brunan og var spiluðu í Héraðsdómi Suðurlands í dag sýnir hann í annalegu ástandi þar sem hann segir, "Ég er morðingi, guð fyrirgefi mér. 6. júní 2019 19:45
Segir hæfilega refsingu mannsins allt að 18 ár Karlmaður sem ákærður er fyrir að valda dauða tveggja með íkveikju á Selfossi er ekki talinn hafa framið verknaðinn með hæsta stigi ásetnings. 26. júní 2019 18:07