Herrar mínir og frúr Haukur Örn Birgisson skrifar 9. júlí 2019 07:30 Nokkur starfsheiti bera merki þess að annað kynið hafi aðallega sinnt störfunum frekar en hitt. Að minnsta kosti í upphafi. Hjúkrunarkona, ljósmóðir, pípulagningamaður, alþingismaður, flugmaður, flugfreyja og sjómaður. Svona mætti lengi telja. Þar sem konur eru líka menn, þá er kannski ekki galið að kvenfólk kallist „þingmenn“ og „formenn“ í stað „þingkvenna“ og „forkvenna“. Ég er hins vegar ekki viss um að sömu lögmál gildi ef hlutverkunum yrði snúið við. Karlmenn kunna því ekkert sérstaklega vel að vera kallaðir konur. Á tímum jafnréttis hefur algjör kynjasnúningur orðið innan margra starfsstétta, reyndar aðallega í aðra áttina. Ég las það til dæmis í fréttum um daginn að konur skipa nú í fyrsta sinn fleiri íslenskar sendiherrastöður en karlar. Það er hið besta mál. Þess þarf ekki lengi að bíða að konur verði einnig komnar í meirihluta í ríkisstjórn. Ég er spenntur að sjá hvað gerist innan stjórnsýslunnar, því það er eitthvað skrítið við að kalla konur „herra“. Þótt konur séu líka menn þá eru þær varla svo miklir menn að rétt sé að kalla þær herra. Ráðherra og sendiherra eru því algjörlega galin starfsheiti, ef út í það er farið. Er ekki réttara, svona í ljósi þess að meirihluti sendiherra og ráðherra verður konur, að breyta viðskeytinu? Forsætisráðfrúin Katrín Jakobsdóttir mun þannig leiða ríkisstjórnina með Bjarna Benediktsson, fjármálaráðfrú, sér við hlið. Í öllum íslensku sendiráðunum munu sendifrúr af báðum kynjum halda áfram að sinna erindagjörðum fyrir hönd íslenskrar alþýðu. Mig grunar að körlunum verði ekki skemmt en hvers hafa konurnar í þessum sömu störfum átt að gjalda undanfarna áratugi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkur starfsheiti bera merki þess að annað kynið hafi aðallega sinnt störfunum frekar en hitt. Að minnsta kosti í upphafi. Hjúkrunarkona, ljósmóðir, pípulagningamaður, alþingismaður, flugmaður, flugfreyja og sjómaður. Svona mætti lengi telja. Þar sem konur eru líka menn, þá er kannski ekki galið að kvenfólk kallist „þingmenn“ og „formenn“ í stað „þingkvenna“ og „forkvenna“. Ég er hins vegar ekki viss um að sömu lögmál gildi ef hlutverkunum yrði snúið við. Karlmenn kunna því ekkert sérstaklega vel að vera kallaðir konur. Á tímum jafnréttis hefur algjör kynjasnúningur orðið innan margra starfsstétta, reyndar aðallega í aðra áttina. Ég las það til dæmis í fréttum um daginn að konur skipa nú í fyrsta sinn fleiri íslenskar sendiherrastöður en karlar. Það er hið besta mál. Þess þarf ekki lengi að bíða að konur verði einnig komnar í meirihluta í ríkisstjórn. Ég er spenntur að sjá hvað gerist innan stjórnsýslunnar, því það er eitthvað skrítið við að kalla konur „herra“. Þótt konur séu líka menn þá eru þær varla svo miklir menn að rétt sé að kalla þær herra. Ráðherra og sendiherra eru því algjörlega galin starfsheiti, ef út í það er farið. Er ekki réttara, svona í ljósi þess að meirihluti sendiherra og ráðherra verður konur, að breyta viðskeytinu? Forsætisráðfrúin Katrín Jakobsdóttir mun þannig leiða ríkisstjórnina með Bjarna Benediktsson, fjármálaráðfrú, sér við hlið. Í öllum íslensku sendiráðunum munu sendifrúr af báðum kynjum halda áfram að sinna erindagjörðum fyrir hönd íslenskrar alþýðu. Mig grunar að körlunum verði ekki skemmt en hvers hafa konurnar í þessum sömu störfum átt að gjalda undanfarna áratugi?
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar