Sárnaði þegar hún sá starfsauglýsingar Landspítalans: "Mér bara hreinlega blöskraði“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2019 21:00 Kona, sem Landspítalinn notaði í starfsauglýsingu fyrir starf í eldhúsi, segist sár yfir því hvernig spítalinn dragi upp neikvæða staðalímynd af konum, dökkum á hörund, í starfsauglýsingum sem birtust í dag. Þá hafi hún ekki verið beðin um leyfi fyrir myndbirtingunni. Verkefnastjóri félags kvenna af erlendum uppruna blöskrar auglýsingarnar. Í morgun birti Landspítalinn tvær starfsauglýsingar á Facebook. Annars vegar var leitað eftir einstaklingi til að starfa í eldhúsi og hins vegar eftir hjúkrunarfræðingum. Myndirnar sem fylgdu auglýsingunum hafa verið gagnrýndar af samtökum kvenna af erlendum uppruna og eru sagðar draga upp neikvæða staðalímynd af konum, dökkum á hörund. „Mér bara hreinlega blöskraði. Eldhús er bara fyrir konur með dökka hörund með hárnet og svo næsta mynd sem blasir við er falleg hvít íslensk kona að njóta sín,“ segir Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður og verkefnastjóri Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Innocentia F. Friðgeirsdóttir, er á myndinni í auglýsingunni fyrir eldhús starfsmanna. Hún hefur starfað á spítalanum í 14 ár og segist hafa sárnað þegar hún sá auglýsingarnar. Auglýsingarnar sendi röng skilaboð út í samfélagið. „Ef fólk sér þessa mynd gæti það hugsað kannski, þetta starf er ekki fyrir mig,“ segir Innocentia og bætir við að hún hafi ekki verið beðin um leyfi fyrir myndbirtingunni. „Það hefði verið gott ef það hefði verið haft samband við mig. Ég er manneskja alveg eins og hinir bara,“ segir Innocentia. Nicole og Innocentia óskuðu eftir því að myndin yrði tekin niður og var það var gert síðar í dag. „Ég ætla að trúa að þetta hafi ekki verið viljandi gert. En stofnun eins og Landspítalinn á að vera í fararbroddi alltaf og huga vel að því hvaða staðalímyndir þau eru að ýta undir því staðalímyndir eru fyrstu skrefið í átt að fordómum,“ segir Nichole. Innflytjendamál Jafnréttismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir Landspítalann ýta undir neikvæða staðalímynd af konum af erlendum uppruna Með auglýsingu fyrir starf hjúkunarfræðings er birt mynd af íslenskum konum en fyrir starf í mötuneyti mynd af konu dökkri á hörund. 8. júlí 2019 14:48 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Kona, sem Landspítalinn notaði í starfsauglýsingu fyrir starf í eldhúsi, segist sár yfir því hvernig spítalinn dragi upp neikvæða staðalímynd af konum, dökkum á hörund, í starfsauglýsingum sem birtust í dag. Þá hafi hún ekki verið beðin um leyfi fyrir myndbirtingunni. Verkefnastjóri félags kvenna af erlendum uppruna blöskrar auglýsingarnar. Í morgun birti Landspítalinn tvær starfsauglýsingar á Facebook. Annars vegar var leitað eftir einstaklingi til að starfa í eldhúsi og hins vegar eftir hjúkrunarfræðingum. Myndirnar sem fylgdu auglýsingunum hafa verið gagnrýndar af samtökum kvenna af erlendum uppruna og eru sagðar draga upp neikvæða staðalímynd af konum, dökkum á hörund. „Mér bara hreinlega blöskraði. Eldhús er bara fyrir konur með dökka hörund með hárnet og svo næsta mynd sem blasir við er falleg hvít íslensk kona að njóta sín,“ segir Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður og verkefnastjóri Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Innocentia F. Friðgeirsdóttir, er á myndinni í auglýsingunni fyrir eldhús starfsmanna. Hún hefur starfað á spítalanum í 14 ár og segist hafa sárnað þegar hún sá auglýsingarnar. Auglýsingarnar sendi röng skilaboð út í samfélagið. „Ef fólk sér þessa mynd gæti það hugsað kannski, þetta starf er ekki fyrir mig,“ segir Innocentia og bætir við að hún hafi ekki verið beðin um leyfi fyrir myndbirtingunni. „Það hefði verið gott ef það hefði verið haft samband við mig. Ég er manneskja alveg eins og hinir bara,“ segir Innocentia. Nicole og Innocentia óskuðu eftir því að myndin yrði tekin niður og var það var gert síðar í dag. „Ég ætla að trúa að þetta hafi ekki verið viljandi gert. En stofnun eins og Landspítalinn á að vera í fararbroddi alltaf og huga vel að því hvaða staðalímyndir þau eru að ýta undir því staðalímyndir eru fyrstu skrefið í átt að fordómum,“ segir Nichole.
Innflytjendamál Jafnréttismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir Landspítalann ýta undir neikvæða staðalímynd af konum af erlendum uppruna Með auglýsingu fyrir starf hjúkunarfræðings er birt mynd af íslenskum konum en fyrir starf í mötuneyti mynd af konu dökkri á hörund. 8. júlí 2019 14:48 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Segir Landspítalann ýta undir neikvæða staðalímynd af konum af erlendum uppruna Með auglýsingu fyrir starf hjúkunarfræðings er birt mynd af íslenskum konum en fyrir starf í mötuneyti mynd af konu dökkri á hörund. 8. júlí 2019 14:48