Rannsaka mögulega spillingu í innsetningarnefnd Trump Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2019 10:30 Elliot Broidy er grunaður um að hafa nýtt sér aðstöðu sína til að tryggja einkafyrirtækjum sínum viðskipti við erlend ríki. AP/David Karp Bandarískur alríkisákærudómstóll rannsakar nú einn helsta fjáraflara Repúblikanaflokksins vegna grunsemda um að hann hafi notfært sér aðstöðu sína sem varaformaður innsetningarnefndar Donalds Trump forseta til að næla sér í viðskiptasamninga við erlenda þjóðarleiðtoga. AP-fréttastofan segir að alríkissaksóknarar í New York hafi krafið innsetningarnefnd Trump gagna um tuttugu einstaklinga og fyrirtækja sem tengjast öll Elliot Broidy sem hefur meðal annars gegnt embætti fjármálastjóra landsnefndar Repúblikanaflokksins. Eins hafa saksóknararnir krafist upplýsingar um erlenda embættismenn sem Broidy er grunaður um að hafa reynt að semja við, þar á meðal núverandi forseta Angóla og tvo rúmenska stjórnmálamenn. Rannsóknin virðist beinast að því hvort að Broidy hafi notfært sér aðstöðu sína til persónulegrar auðgunar. Grunur leikur á að hann hafi notað boð á innsetningarathöfn Trump árið 2017 eða aðgang að forsetanum til að liðka fyrir samningum við erlenda ráðamenn. Önnur alríkisrannsókn er í gangi á innsetningarnefndinni sem skipulagði hátíðarhöld í tengslum við embættitöku Trump. Nefndin safnaði metfé, alls um 107 milljónum dollara, jafnvirði um 13,5 milljarða króna. Sú rannsókn beinist að því hvort að nefndin hafi tekið við ólöglegum framlögum frá útlendingum.Lofaði heimsókn í Mar-a-Lago og fundum í Washington Broidy hefur áður komist í kast við lögin. Hann játaði sig sekan um að hafa gefið opinberum embættismönnum ólöglegar gjafir að andvirði á annað hundrað milljóna króna árið 2009 í tengslum við lífeyrissjóð New York-ríkis. Hann sagði af sér sem aðstoðarfjármálastjóri Repúblikanaflokksins í fyrra þegar í ljós kom að hann hafði greitt fyrrverandi Playboy-fyrirsætu 1,6 milljónir dollara til að þegja um kynferðislegt samand þeirra. Michael Cohen, þáverandi lögmaður Trump forseta, hafði milligöngu um þagnargreiðsluna árið 2017. Í gögnum sem AP-fréttastofan hefur undir höndum bauð Broidy tveimur angólskum stjórnmálaleiðtogum, þar á meðal João Manuel Gonçalves Lourenço, þáverandi varnarmálaráðherra og núverandi forseta Angóla, á innsetningarathöfn Trump í Washington-borg. Með boðinu fylgdi milljónadollara samningur öryggisfyrirtækis hans við angólsk stjórnvöld sem Broidy bað um að yrði undirritaður fyrir athöfnina. Þá ræddi Broidy við angólska forsetann um heimsókn í Mar-a-Lago-klúbb Trump á Flórída og lofaði frekari fundum í Washington-borg. Í sama tölvupósti innheimti hann greiðslu fyrir þjónustu fyrirtækis síns. Í stefnu ákærudómstólsins í New York má ráða að Broidy hafi unnið fyrir rúmenska stjórnmálamenn um leið og hann sóttist eftir ábatasömum samningi um öryggisþjónustu þar í landi. Þeirra á meðal var Sorin Grindeanu, þáverandi forsætisráðherra Rúmeníu, og Liviu Dragnea, fyrrverandi leiðtogi Sósíaldemókrata. Sá síðarnefndi afplánar nú fangelsisdóm fyrir misbeitingu valds. Báðir voru viðstaddir embættistöku Trump. Lögfræðingur öryggisfyrirtækis Broidy sagði af sér í október árið 2017 eftir að hann lýsti áhyggjum af spillingu í tengslum við viðræður þess við rúmensk stjórnvöld. Ekkert varð af samningunum.João Lourenço, forseti Angóla, var varnarmálaráðherra þegar honum var boðið á innsetningarathöfn Trump. Á sama tíma gerði ríkisstjórn hans samning við verktakafyrirtæki Broidy.Vísir/EPATalinn hafa reynt að hafa áhrif á stefnu Trump fyrir hönd erlendra ríkja Áður hefur verið fjallað um tengsl Broidy við Sameinuðu arabísku furstadæmin þar sem öryggisverktakafyrirtæki hafa fengið margra milljóna dollara verkefni. Gögn sem New York Times komst yfir í fyrra bentu til þess að Broidy hafi reynt að hafa áhrif á stefnu ríkisstjórnar Trump fyrir hönd furstadæmanna, meðal annars þegar þau ásamt nokkrum öðrum ríkjum einangruðu Katar árið 2017. Þrátt fyrir að Katarar hafi verið nánir bandamenn Bandaríkjastjórnar tók Trump forseti afstöðu með nágrannaríkjum þeirra í deilunni, þvert á vilja þáverandi utanríkisráðherrans Rex Tillerson. Broidy fullyrti þá að Katarar hefðu stolið tölvupóstum hans og lekið til að koma höggi á hann. Lögmenn hans hafna því nú að hann eða öryggisfyrirtæki hans hafi átt í neinum samningum við rúmensk stjórnvöld. Engin tengsl hafi verið á milli samnings þess við stjórnvöld í Angóla og starfa Broidy fyrir innsetningarnefnd Trump. Angóla Bandaríkin Donald Trump Rúmenía Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 Vitni í Rússarannsókninni handtekið fyrir vörslu barnakláms Líbansk-bandarískur kaupsýslumaður með sambönd í Rússlandi og Miðausturlöndum var með barna- og dýraklám í fórum sínum þegar hann var fyrst handtekinn fyrir tveimur árum. 4. júní 2019 11:49 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Fjáraflari Trump og repúblikana grunaður um að selja áhrif Fyrrverandi varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa óskað eftir milljónum dollara frá erlendum aðilum gegn því að fá Trump-stjórnina til að gera það sem þeir vildu. 20. ágúst 2018 11:16 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Bandarískur alríkisákærudómstóll rannsakar nú einn helsta fjáraflara Repúblikanaflokksins vegna grunsemda um að hann hafi notfært sér aðstöðu sína sem varaformaður innsetningarnefndar Donalds Trump forseta til að næla sér í viðskiptasamninga við erlenda þjóðarleiðtoga. AP-fréttastofan segir að alríkissaksóknarar í New York hafi krafið innsetningarnefnd Trump gagna um tuttugu einstaklinga og fyrirtækja sem tengjast öll Elliot Broidy sem hefur meðal annars gegnt embætti fjármálastjóra landsnefndar Repúblikanaflokksins. Eins hafa saksóknararnir krafist upplýsingar um erlenda embættismenn sem Broidy er grunaður um að hafa reynt að semja við, þar á meðal núverandi forseta Angóla og tvo rúmenska stjórnmálamenn. Rannsóknin virðist beinast að því hvort að Broidy hafi notfært sér aðstöðu sína til persónulegrar auðgunar. Grunur leikur á að hann hafi notað boð á innsetningarathöfn Trump árið 2017 eða aðgang að forsetanum til að liðka fyrir samningum við erlenda ráðamenn. Önnur alríkisrannsókn er í gangi á innsetningarnefndinni sem skipulagði hátíðarhöld í tengslum við embættitöku Trump. Nefndin safnaði metfé, alls um 107 milljónum dollara, jafnvirði um 13,5 milljarða króna. Sú rannsókn beinist að því hvort að nefndin hafi tekið við ólöglegum framlögum frá útlendingum.Lofaði heimsókn í Mar-a-Lago og fundum í Washington Broidy hefur áður komist í kast við lögin. Hann játaði sig sekan um að hafa gefið opinberum embættismönnum ólöglegar gjafir að andvirði á annað hundrað milljóna króna árið 2009 í tengslum við lífeyrissjóð New York-ríkis. Hann sagði af sér sem aðstoðarfjármálastjóri Repúblikanaflokksins í fyrra þegar í ljós kom að hann hafði greitt fyrrverandi Playboy-fyrirsætu 1,6 milljónir dollara til að þegja um kynferðislegt samand þeirra. Michael Cohen, þáverandi lögmaður Trump forseta, hafði milligöngu um þagnargreiðsluna árið 2017. Í gögnum sem AP-fréttastofan hefur undir höndum bauð Broidy tveimur angólskum stjórnmálaleiðtogum, þar á meðal João Manuel Gonçalves Lourenço, þáverandi varnarmálaráðherra og núverandi forseta Angóla, á innsetningarathöfn Trump í Washington-borg. Með boðinu fylgdi milljónadollara samningur öryggisfyrirtækis hans við angólsk stjórnvöld sem Broidy bað um að yrði undirritaður fyrir athöfnina. Þá ræddi Broidy við angólska forsetann um heimsókn í Mar-a-Lago-klúbb Trump á Flórída og lofaði frekari fundum í Washington-borg. Í sama tölvupósti innheimti hann greiðslu fyrir þjónustu fyrirtækis síns. Í stefnu ákærudómstólsins í New York má ráða að Broidy hafi unnið fyrir rúmenska stjórnmálamenn um leið og hann sóttist eftir ábatasömum samningi um öryggisþjónustu þar í landi. Þeirra á meðal var Sorin Grindeanu, þáverandi forsætisráðherra Rúmeníu, og Liviu Dragnea, fyrrverandi leiðtogi Sósíaldemókrata. Sá síðarnefndi afplánar nú fangelsisdóm fyrir misbeitingu valds. Báðir voru viðstaddir embættistöku Trump. Lögfræðingur öryggisfyrirtækis Broidy sagði af sér í október árið 2017 eftir að hann lýsti áhyggjum af spillingu í tengslum við viðræður þess við rúmensk stjórnvöld. Ekkert varð af samningunum.João Lourenço, forseti Angóla, var varnarmálaráðherra þegar honum var boðið á innsetningarathöfn Trump. Á sama tíma gerði ríkisstjórn hans samning við verktakafyrirtæki Broidy.Vísir/EPATalinn hafa reynt að hafa áhrif á stefnu Trump fyrir hönd erlendra ríkja Áður hefur verið fjallað um tengsl Broidy við Sameinuðu arabísku furstadæmin þar sem öryggisverktakafyrirtæki hafa fengið margra milljóna dollara verkefni. Gögn sem New York Times komst yfir í fyrra bentu til þess að Broidy hafi reynt að hafa áhrif á stefnu ríkisstjórnar Trump fyrir hönd furstadæmanna, meðal annars þegar þau ásamt nokkrum öðrum ríkjum einangruðu Katar árið 2017. Þrátt fyrir að Katarar hafi verið nánir bandamenn Bandaríkjastjórnar tók Trump forseti afstöðu með nágrannaríkjum þeirra í deilunni, þvert á vilja þáverandi utanríkisráðherrans Rex Tillerson. Broidy fullyrti þá að Katarar hefðu stolið tölvupóstum hans og lekið til að koma höggi á hann. Lögmenn hans hafna því nú að hann eða öryggisfyrirtæki hans hafi átt í neinum samningum við rúmensk stjórnvöld. Engin tengsl hafi verið á milli samnings þess við stjórnvöld í Angóla og starfa Broidy fyrir innsetningarnefnd Trump.
Angóla Bandaríkin Donald Trump Rúmenía Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26 Vitni í Rússarannsókninni handtekið fyrir vörslu barnakláms Líbansk-bandarískur kaupsýslumaður með sambönd í Rússlandi og Miðausturlöndum var með barna- og dýraklám í fórum sínum þegar hann var fyrst handtekinn fyrir tveimur árum. 4. júní 2019 11:49 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Fjáraflari Trump og repúblikana grunaður um að selja áhrif Fyrrverandi varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa óskað eftir milljónum dollara frá erlendum aðilum gegn því að fá Trump-stjórnina til að gera það sem þeir vildu. 20. ágúst 2018 11:16 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Samninginn gerði hann fyrir hönd aðstoðarfjármálastjóra Repúblikanaflokksins sem hafði barnað konuna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. 15. apríl 2018 09:26
Vitni í Rússarannsókninni handtekið fyrir vörslu barnakláms Líbansk-bandarískur kaupsýslumaður með sambönd í Rússlandi og Miðausturlöndum var með barna- og dýraklám í fórum sínum þegar hann var fyrst handtekinn fyrir tveimur árum. 4. júní 2019 11:49
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00
Fjáraflari Trump og repúblikana grunaður um að selja áhrif Fyrrverandi varastjórnarformaður landsnefndar Repúblikanaflokksins er grunaður um að hafa óskað eftir milljónum dollara frá erlendum aðilum gegn því að fá Trump-stjórnina til að gera það sem þeir vildu. 20. ágúst 2018 11:16