Niðurlæging karla Arnar Sverrisson skrifar 8. júlí 2019 07:30 Niðrandi óhróður um karla hefur verið nær daglegt brauð í opinberri umræðu síðustu áratugi. Óhróðurinn þykir sjálfsagður. Hnjóðið hefur aukist með fjölgun herskárra öfgakvenfrelsara, sjálfskipaðra fulltrúa kvenna. Áróðurinn gegn körlum er beinskeyttur og bítur samviskuna mest, þar sem þeir eru veikastir fyrir, þ.e. sjálfan aflvaka hefðbundinnar karlmennsku, frumhvötina til að hlúa að konum sínum og börnum; elska, veita öryggi, sjá farborða. Grunnþættir karlmennskunnar eru innrættir við móðurbrjóstið. Þar skaut einnig samviskan rótum, óttinn við að bregðast móðurinni, konunni, bókstaflega eða táknrænt, ekki síst í öllu því, er að kynlífi og kynferði lýtur. Því stafar karli ákveðin (samvisku)ógn af móðurinni/konunni. Camille Anna Paglia lítur svo á, að: „... karlmenn [lifi] í stöðugri kynlífsskelfingu vegna móðurógnarinnar. Flóttaleiðirnar eru skynsemishyggja og sókn í árangur.“ Bylgjur ósvífinna ásakana í garð karlmanna ríða yfir hver á fætur annarri og snúast einkum um ofbeldi á heimilum og kynferðislegt ofbeldi gegn konum og börnum hvarvetna. Karlmenn í heilbrigðisþjónustu verða jafnvel fyrir dylgjum þess efnis, að þeir styðji kynferðisofbeldi gegn stúlkubörnum: „Hvernig stendur á því að karlar, sem lengstum hafa ráðið ríkjum í stéttum lækna og sálfræðinga hafa ekki [fyrir] löngu kannað rækilega þessa hegðun [kynferðislegt ofbeldi gegn stúlkubörnum] meðbræðra sinna. Hefur verið í gildi einhver þegjandi samtrygging karla um að tala ekki um þessi mál og taka mildilega á þeim, jafnt á dómstólum sem annars staðar?“ (Kristín Ástgeirsdóttir) Síðasta bylgjan er hin alræmda „ég-einnig-bylgja“ frá Hollývúdd, þar sem leikræn tilþrif eru ær manna og kýr. Íslenska kvenfrelsunarríkisstjórnin ríður bylgjunni gagnrýnislaust með mæður sínar, Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur, í broddi fylkingar. Ráðherrar – hvítu riddararnir meðtaldir - hafa sent nær samhljóða erindi til starfsmanna ráðuneyta og undirstofnana. Meginboðskapur þess er, að karlar skuli ekki beita konur kynferðislegu ofbeldi. Svandís segir frásagnir bylgjukvenna „draga fram í dagsljósið ójafna stöðu karla og kvenna að því er virðist á öllum sviðum samfélagsins.“ Gagnrýnisleysið á heimildir er áberandi, ályktunargáfunni er viðbrugðið. Einsleitnin, kynjaójafnvægið, menningarfordómarnir og gagnrýnisleysið birtist grímulaust í von Svandísar: „Það er von mín að birting þessara sagna verði til þess að takist að breyta menningu samfélaga á þann hátt að kynbundið ofbeldi og áreitni verði ekki lengur liðin.“ (Á kvenfrelsunarstofnanaíslensku er átt við kynferðislegt ofbeldi karla gegn konum.) Það er athyglisvert, að ráðherrann skuli sækja vit sitt til „me-too,“ fremur en að nota gagnrýna hugsun, réttsýni, þekkingu, skynsamleg fræði og vísindi að leiðarljósi. Skýringin kann að fólgin í því, að Svandís, rétt eins og Katrín, hefur játast kvenfrelsunarhugmyndafræðinni eða - trúnni: „Allar staðhæfingar um þjáningar eru heilagar og undanbragðalaust taldar góðar og gildar. Það er þáttur í frumtrú ýmissa kvenfrelsara, að konur fari aldrei með staðlausa stafi um nauðgun; þær beri [einfaldlega] ekki erfðavísa óheiðarleikans.“ (Wendy Kaminer) Kvenfrelsarar, sem hafa heilagan fórnarlambssannleikann og rétttrúnaðinn að vopni, heyja heilagt stríð gegn körlum án tillits til staðreynda, án rökhugsunar. Tilgangurinn helgar meðalið. En karlmenn eru seinþreyttir til vandræða, þegar mæður/konur eiga í hlut. Þeim er kennt og bent að vernda þær. Sjálfsfórn í þeirra þágu er ennþá talin góð karlmennska – meira að segja af kvenfrelsurum. Karlmenn hafa til skamms tíma látið sér lynda – í þágu jafnréttis kynjanna - að ganga frá húsi, heimili og börnum við skilnað; séð á eftir forsjá barna sinna og samvistum við þau; látið misrétti yfir sig ganga við stöðuveitingar; látið óátalda kvenmiðaða fyrirgreiðslu af alls konar tagi (oft og tíðum í sambandi við atvinnu); látið bola sér úr starfi og þolað jafnvel mannorðsmorð í fjölmiðlum. Þeir kippa sér sjaldan upp við það, að faðerni sé logið upp á þá, sæði þeirra stolið, eðli þeirra líkt við eðli hunda, sem megi temja að vild, eða þeir séu lagðir að jöfnu við gólfflísar. Og allir sem einn eru karlar úthrópaðir sem nauðgarar og misyndismenn – undirmenni. Nokkur dæmi um ummæli kvenfrelsara í þessa veru: „Í reynd þjást allir karlar af sjúkri karlmennsku.“ (Institute for the prevention and treatment of mascupathy.) „Frelsun kvenna er annað og meira en „jafnrétti“ til að lifa eins og „fjötraðir“ karlmenn.“ (Germaine Greer) „Ég trúi því, að konur búi yfir skilningi og samkennd, sem karlinn er ófær um eðli sínu samkvæmt. Getunni er ekki til að dreifa.“ (Barbara Jordan) „Yfirburðir kynferðis okkar, kvenna, eru óendanlegir.“ (Cady Stanton) „[Karlinn] lifir og hrærist í anda yfirburða sinna, sem hann rekur til tilvistar reðursins.“ (Andrea Dworkin) „Það er skjall að kalla karlmann skepnu; hann er vél, reðurgervi.“ (Valerie Solana) „[Nauðgun er] ásetningur allra karla og leið til að halda öllum konum í stöðugri skelfingu – nauðgun er í sjálfu sér ofbeldi, valdbeiting, ekki nautn.“ (Susan Brownmiller) „Kynferðisleg áreitni merkir í sjálfu sér ekki að karla fýsi alla að serða okkur bókstaflega, þeir vilja einungis meiða okkur, kúga okkur, og hafa á okkur taumhald, en það er í eðli sínu serðing.“ (Catharine McKinnon) „Hvað nauðgurum viðkemur er erfitt að greina hafrana frá sauðunum. [Þ]ar af leiðandi gerum við ráð fyrir því, að allir karlar séu nauðgarar. Þetta er hinn hryllilegi sannleikur. Hér er um samfélagsvanda að ræða og þess vegna ber körlum að gangast við sameiginlegri ábyrgð sinni – öllum sem einum.“ (Linda Westerlund Snecker) „Eltingaleikur er körlum í blóð borinn. Leyfðu því karli að eltast við þig. Liggðu aldrei karl, fyrr en hann tjáir ást sína. Allt, sem mér hefur opinberast um karla, lærði ég af hundi mínum, Margréti. Láttu þá hlaupa á eftir þér í ýmsar áttir, viljir þú eltingaleik. Standi hugur þinn [hins vegar] til að losna við þá, skaltu snúa leiknum við. Strákarnir eru [nefnilega] býsna einfaldir að allri gerð.“ (Carole Ann Radziwill) „Það er hollt bæði hundum og körlum, að þeim séu sett mörk – og að þú setjir þau ... þannig að hvorir tveggju sýni þér virðingu. Vertu ævinlega sjálfsörugg. Það er leynivopnið. Bæði körlum og hundum þykir það aðlaðandi, æsilegt og ómótstæðilegt. Skorti þig sjálfsöryggi, skaltu þykjast hafa það.“ (Clare Staples) „Karlar, sem ranglega eru ákærðir fyrir nauðgun, kunna stundum að hafa gagn af reynslunni.“ (Catherine Comins) (Þetta er reyndar talið gilda fyrir drengi einnig). „Konur hafa betri smekk, gera meiri kröfur til lista og fræða.“ (Elisabeth McGovern) „Kvenlistamenn eiga sameiginlegan þann skilning, að í félagslegu og sögulegu tilliti hafi konur verið kúgaðar, sem og vitundina um, hvernig listir hafi í framkvæmdinni kynnt undir slíka kúgun með því að virða að vettugi listir kvenna; með hlutgervingu kvenlíkamans í málverki og kvikmyndum; með því að sveipa misnotkun kvenna í frásögnum hulu ástaróra; með því að vanmeta sköpunargleði konunnar eða viðhalda þeim viðhorfum, sem telja hið kvenlega vera hinn myrka keppinaut hins karllega.“ (Carolyn Korsmeyer) Óhróður um karlmenn er snar þáttur dægurmenningarinnar, umfjöllunar fjölmiðla og efnistaka margra listamanna. Það þykir ekki tiltökumál að úthúða karlmönnum og draga þá ofan í svaðið. Orðfæri og viðhorf öfgakvenfrelsara hafa skotið rótum. Kona, sem ákærir karl um kynferðislega áreitni, er kölluð „brotaþoli,“ áður en meint brot sannast. Í vitund almennings merkir „ofbeldismaður“ karlmann. Löggæsla og stjórnsýsla horfa venjulega kynskjálgum augum á karla í öllu því, sem lýtur að samskiptum kynjanna, tengslum barna og feðra. Hið opinbera felur kvenfrelsunaröfgasamtökum fræðslu um samskipti kynjanna og meðferð kynferðislega laskaðra kvenna (yfirleitt að eigin sögn). Sú fræðsla er veitt í anda þeirra viðhorfa, sem að ofan koma fram. Skattfé almennings er sem sé veitt í þágu slíks misréttis undir yfirskini jafnréttis. Kanadísku fræðimennirnir, Katherine K. Young og Paul Nathanson, hafa rannsakað dægurmenninguna undir kynjasjónarhorni um áratuga skeið. Þau segja m.a.: „[K]arlfæðin (misandry) er svo samofin menningunni orðin, að fjöldi fólks – karlar meðtaldir - kemur ekki auga á hana.“ Karlfæðin er þjóðsögu líkust. Kynslóðir drengja og stúlkna hafa alist upp við karlfyrirlitningu, karlfæð og hnjóð í garð karlkynsins. Það er rík ástæða til að ætla, að það hafi alvarlegar afleiðingar fyrir bæði kynin. Fyrrgreindir fræðimenn segja t.d.: „Á því méli, þegar [jákvæðar] uppsprettur kynsamsömunar karla hafa þornað, er nánast einboðið, að sumir drengja og karla muni svelgja í sig þær neikvæðu, sem enn bjóðast. Þar, sem grafið hefur verið undan hefðbundnum leiðum til kynsamsömunar eða þeim rústað af samfélagi í algleymi yfir þörfum kvenna og úrlausnarefnum þeirra, reiða þeir sig á það, sem dægurmenningin býður upp á í þessu efni.“ Það skal vitaskuld gera þá kröfu til karla, að þeir sýni kvenkyninu (og kynbræðrum sömuleiðis) fyllstu háttvísi. Hvað með konur? Gilda sömu kröfur til þeirra? En karlfyrirlitning og karlfæð kann ekki góðri lukku að stýra, allra síst fyrir unga drengi og stúlkur. Er ekki mál að linni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Jafnréttismál Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Niðrandi óhróður um karla hefur verið nær daglegt brauð í opinberri umræðu síðustu áratugi. Óhróðurinn þykir sjálfsagður. Hnjóðið hefur aukist með fjölgun herskárra öfgakvenfrelsara, sjálfskipaðra fulltrúa kvenna. Áróðurinn gegn körlum er beinskeyttur og bítur samviskuna mest, þar sem þeir eru veikastir fyrir, þ.e. sjálfan aflvaka hefðbundinnar karlmennsku, frumhvötina til að hlúa að konum sínum og börnum; elska, veita öryggi, sjá farborða. Grunnþættir karlmennskunnar eru innrættir við móðurbrjóstið. Þar skaut einnig samviskan rótum, óttinn við að bregðast móðurinni, konunni, bókstaflega eða táknrænt, ekki síst í öllu því, er að kynlífi og kynferði lýtur. Því stafar karli ákveðin (samvisku)ógn af móðurinni/konunni. Camille Anna Paglia lítur svo á, að: „... karlmenn [lifi] í stöðugri kynlífsskelfingu vegna móðurógnarinnar. Flóttaleiðirnar eru skynsemishyggja og sókn í árangur.“ Bylgjur ósvífinna ásakana í garð karlmanna ríða yfir hver á fætur annarri og snúast einkum um ofbeldi á heimilum og kynferðislegt ofbeldi gegn konum og börnum hvarvetna. Karlmenn í heilbrigðisþjónustu verða jafnvel fyrir dylgjum þess efnis, að þeir styðji kynferðisofbeldi gegn stúlkubörnum: „Hvernig stendur á því að karlar, sem lengstum hafa ráðið ríkjum í stéttum lækna og sálfræðinga hafa ekki [fyrir] löngu kannað rækilega þessa hegðun [kynferðislegt ofbeldi gegn stúlkubörnum] meðbræðra sinna. Hefur verið í gildi einhver þegjandi samtrygging karla um að tala ekki um þessi mál og taka mildilega á þeim, jafnt á dómstólum sem annars staðar?“ (Kristín Ástgeirsdóttir) Síðasta bylgjan er hin alræmda „ég-einnig-bylgja“ frá Hollývúdd, þar sem leikræn tilþrif eru ær manna og kýr. Íslenska kvenfrelsunarríkisstjórnin ríður bylgjunni gagnrýnislaust með mæður sínar, Katrínu Jakobsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur, í broddi fylkingar. Ráðherrar – hvítu riddararnir meðtaldir - hafa sent nær samhljóða erindi til starfsmanna ráðuneyta og undirstofnana. Meginboðskapur þess er, að karlar skuli ekki beita konur kynferðislegu ofbeldi. Svandís segir frásagnir bylgjukvenna „draga fram í dagsljósið ójafna stöðu karla og kvenna að því er virðist á öllum sviðum samfélagsins.“ Gagnrýnisleysið á heimildir er áberandi, ályktunargáfunni er viðbrugðið. Einsleitnin, kynjaójafnvægið, menningarfordómarnir og gagnrýnisleysið birtist grímulaust í von Svandísar: „Það er von mín að birting þessara sagna verði til þess að takist að breyta menningu samfélaga á þann hátt að kynbundið ofbeldi og áreitni verði ekki lengur liðin.“ (Á kvenfrelsunarstofnanaíslensku er átt við kynferðislegt ofbeldi karla gegn konum.) Það er athyglisvert, að ráðherrann skuli sækja vit sitt til „me-too,“ fremur en að nota gagnrýna hugsun, réttsýni, þekkingu, skynsamleg fræði og vísindi að leiðarljósi. Skýringin kann að fólgin í því, að Svandís, rétt eins og Katrín, hefur játast kvenfrelsunarhugmyndafræðinni eða - trúnni: „Allar staðhæfingar um þjáningar eru heilagar og undanbragðalaust taldar góðar og gildar. Það er þáttur í frumtrú ýmissa kvenfrelsara, að konur fari aldrei með staðlausa stafi um nauðgun; þær beri [einfaldlega] ekki erfðavísa óheiðarleikans.“ (Wendy Kaminer) Kvenfrelsarar, sem hafa heilagan fórnarlambssannleikann og rétttrúnaðinn að vopni, heyja heilagt stríð gegn körlum án tillits til staðreynda, án rökhugsunar. Tilgangurinn helgar meðalið. En karlmenn eru seinþreyttir til vandræða, þegar mæður/konur eiga í hlut. Þeim er kennt og bent að vernda þær. Sjálfsfórn í þeirra þágu er ennþá talin góð karlmennska – meira að segja af kvenfrelsurum. Karlmenn hafa til skamms tíma látið sér lynda – í þágu jafnréttis kynjanna - að ganga frá húsi, heimili og börnum við skilnað; séð á eftir forsjá barna sinna og samvistum við þau; látið misrétti yfir sig ganga við stöðuveitingar; látið óátalda kvenmiðaða fyrirgreiðslu af alls konar tagi (oft og tíðum í sambandi við atvinnu); látið bola sér úr starfi og þolað jafnvel mannorðsmorð í fjölmiðlum. Þeir kippa sér sjaldan upp við það, að faðerni sé logið upp á þá, sæði þeirra stolið, eðli þeirra líkt við eðli hunda, sem megi temja að vild, eða þeir séu lagðir að jöfnu við gólfflísar. Og allir sem einn eru karlar úthrópaðir sem nauðgarar og misyndismenn – undirmenni. Nokkur dæmi um ummæli kvenfrelsara í þessa veru: „Í reynd þjást allir karlar af sjúkri karlmennsku.“ (Institute for the prevention and treatment of mascupathy.) „Frelsun kvenna er annað og meira en „jafnrétti“ til að lifa eins og „fjötraðir“ karlmenn.“ (Germaine Greer) „Ég trúi því, að konur búi yfir skilningi og samkennd, sem karlinn er ófær um eðli sínu samkvæmt. Getunni er ekki til að dreifa.“ (Barbara Jordan) „Yfirburðir kynferðis okkar, kvenna, eru óendanlegir.“ (Cady Stanton) „[Karlinn] lifir og hrærist í anda yfirburða sinna, sem hann rekur til tilvistar reðursins.“ (Andrea Dworkin) „Það er skjall að kalla karlmann skepnu; hann er vél, reðurgervi.“ (Valerie Solana) „[Nauðgun er] ásetningur allra karla og leið til að halda öllum konum í stöðugri skelfingu – nauðgun er í sjálfu sér ofbeldi, valdbeiting, ekki nautn.“ (Susan Brownmiller) „Kynferðisleg áreitni merkir í sjálfu sér ekki að karla fýsi alla að serða okkur bókstaflega, þeir vilja einungis meiða okkur, kúga okkur, og hafa á okkur taumhald, en það er í eðli sínu serðing.“ (Catharine McKinnon) „Hvað nauðgurum viðkemur er erfitt að greina hafrana frá sauðunum. [Þ]ar af leiðandi gerum við ráð fyrir því, að allir karlar séu nauðgarar. Þetta er hinn hryllilegi sannleikur. Hér er um samfélagsvanda að ræða og þess vegna ber körlum að gangast við sameiginlegri ábyrgð sinni – öllum sem einum.“ (Linda Westerlund Snecker) „Eltingaleikur er körlum í blóð borinn. Leyfðu því karli að eltast við þig. Liggðu aldrei karl, fyrr en hann tjáir ást sína. Allt, sem mér hefur opinberast um karla, lærði ég af hundi mínum, Margréti. Láttu þá hlaupa á eftir þér í ýmsar áttir, viljir þú eltingaleik. Standi hugur þinn [hins vegar] til að losna við þá, skaltu snúa leiknum við. Strákarnir eru [nefnilega] býsna einfaldir að allri gerð.“ (Carole Ann Radziwill) „Það er hollt bæði hundum og körlum, að þeim séu sett mörk – og að þú setjir þau ... þannig að hvorir tveggju sýni þér virðingu. Vertu ævinlega sjálfsörugg. Það er leynivopnið. Bæði körlum og hundum þykir það aðlaðandi, æsilegt og ómótstæðilegt. Skorti þig sjálfsöryggi, skaltu þykjast hafa það.“ (Clare Staples) „Karlar, sem ranglega eru ákærðir fyrir nauðgun, kunna stundum að hafa gagn af reynslunni.“ (Catherine Comins) (Þetta er reyndar talið gilda fyrir drengi einnig). „Konur hafa betri smekk, gera meiri kröfur til lista og fræða.“ (Elisabeth McGovern) „Kvenlistamenn eiga sameiginlegan þann skilning, að í félagslegu og sögulegu tilliti hafi konur verið kúgaðar, sem og vitundina um, hvernig listir hafi í framkvæmdinni kynnt undir slíka kúgun með því að virða að vettugi listir kvenna; með hlutgervingu kvenlíkamans í málverki og kvikmyndum; með því að sveipa misnotkun kvenna í frásögnum hulu ástaróra; með því að vanmeta sköpunargleði konunnar eða viðhalda þeim viðhorfum, sem telja hið kvenlega vera hinn myrka keppinaut hins karllega.“ (Carolyn Korsmeyer) Óhróður um karlmenn er snar þáttur dægurmenningarinnar, umfjöllunar fjölmiðla og efnistaka margra listamanna. Það þykir ekki tiltökumál að úthúða karlmönnum og draga þá ofan í svaðið. Orðfæri og viðhorf öfgakvenfrelsara hafa skotið rótum. Kona, sem ákærir karl um kynferðislega áreitni, er kölluð „brotaþoli,“ áður en meint brot sannast. Í vitund almennings merkir „ofbeldismaður“ karlmann. Löggæsla og stjórnsýsla horfa venjulega kynskjálgum augum á karla í öllu því, sem lýtur að samskiptum kynjanna, tengslum barna og feðra. Hið opinbera felur kvenfrelsunaröfgasamtökum fræðslu um samskipti kynjanna og meðferð kynferðislega laskaðra kvenna (yfirleitt að eigin sögn). Sú fræðsla er veitt í anda þeirra viðhorfa, sem að ofan koma fram. Skattfé almennings er sem sé veitt í þágu slíks misréttis undir yfirskini jafnréttis. Kanadísku fræðimennirnir, Katherine K. Young og Paul Nathanson, hafa rannsakað dægurmenninguna undir kynjasjónarhorni um áratuga skeið. Þau segja m.a.: „[K]arlfæðin (misandry) er svo samofin menningunni orðin, að fjöldi fólks – karlar meðtaldir - kemur ekki auga á hana.“ Karlfæðin er þjóðsögu líkust. Kynslóðir drengja og stúlkna hafa alist upp við karlfyrirlitningu, karlfæð og hnjóð í garð karlkynsins. Það er rík ástæða til að ætla, að það hafi alvarlegar afleiðingar fyrir bæði kynin. Fyrrgreindir fræðimenn segja t.d.: „Á því méli, þegar [jákvæðar] uppsprettur kynsamsömunar karla hafa þornað, er nánast einboðið, að sumir drengja og karla muni svelgja í sig þær neikvæðu, sem enn bjóðast. Þar, sem grafið hefur verið undan hefðbundnum leiðum til kynsamsömunar eða þeim rústað af samfélagi í algleymi yfir þörfum kvenna og úrlausnarefnum þeirra, reiða þeir sig á það, sem dægurmenningin býður upp á í þessu efni.“ Það skal vitaskuld gera þá kröfu til karla, að þeir sýni kvenkyninu (og kynbræðrum sömuleiðis) fyllstu háttvísi. Hvað með konur? Gilda sömu kröfur til þeirra? En karlfyrirlitning og karlfæð kann ekki góðri lukku að stýra, allra síst fyrir unga drengi og stúlkur. Er ekki mál að linni?
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun