Kláruðu allan matinn á matarmarkaðinum Ari Brynjólfsson skrifar 8. júlí 2019 06:00 Matarmarkaðurinn í Laugardal verður aftur á sama stað um næstu helgi, en færist niður á Miðbakkann helgina eftir það. Fréttablaðið/Valli „Það seldist allt upp hjá okkur á laugardeginum. Við neyddumst til að loka fyrr en við áætluðum,“ segir Róbert Aron Magnússon, skipuleggjandi Reykjavík Street Food sem sér um matarmarkaðinn í Laugardal. Matarmarkaðurinn var opnaður fyrst á laugardaginn og kláraðist þá allur maturinn á öllum stöðunum sem og bjórinn í bjórvagninum. „Ég held að yfir daginn á laugardag hafi komið á milli fjögur og fimm þúsund manns, frá því við opnuðum á hádegi til klukkan sjö þegar allur maturinn var búinn,“ segir Róbert Aron og hlær. „Það var ekki hægt að selja meira. Við seldum líka allan bjórinn sem við ætluðum að eiga á sunnudeginum. Sem betur fer fengum við meira.“ Markaðurinn er undir suðurenda áhorfendastúkunnar á Laugardalsvelli og verður aftur á sama stað næstu helgi. Helgina þar á eftir verður hann á Miðbakkanum við gömlu höfnina í Reykjavík.Róbert Aron Magnússon „Það verður aðeins öðruvísi skipulag við Miðbakkann. Þar verður götubitahátíð og keppni um besta bitann. Það verður svaka partí.“ Um er að ræða samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Reykjavik Street Food. Verkefnið var kosið af íbúum í kosningunum á vef Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, í fyrra. Alls voru sautján söluaðilar á markaðnum um helgina. Var hægt að gæða sér á alls kyns mat, humri, hamborgurum, taco, frönskum, íslensku sinnepi ásamt vegan valkosti. Einnig er hægt að kaupa íslenskar vörur beint frá býli á matarmarkaðnum. Boðið var upp á skemmtiatriði, hoppukastala og andlitsmálningu fyrir börn. Aðspurður hvað laði fólk að segir Róbert Aron það meira en bara svengd. „Þetta er búið að tröllríða heiminum, einfaldar útfærslur á mat í skemmtilegu umhverfi. Fyrir utan þetta fína veður, það umturnast allt á Íslandi í þegar það er sól og við erum búin að vera gríðarlega heppin þessa helgina.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Spennandi matarmarkaður í Laugardalnum Reykjavík Street Food stendur fyrir spennandi matarmarkaði í Laugardalnum tvær næstu helgarnar í júlí, í samstarfi við Reykjavíkurborg. 3. júlí 2019 08:45 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Það seldist allt upp hjá okkur á laugardeginum. Við neyddumst til að loka fyrr en við áætluðum,“ segir Róbert Aron Magnússon, skipuleggjandi Reykjavík Street Food sem sér um matarmarkaðinn í Laugardal. Matarmarkaðurinn var opnaður fyrst á laugardaginn og kláraðist þá allur maturinn á öllum stöðunum sem og bjórinn í bjórvagninum. „Ég held að yfir daginn á laugardag hafi komið á milli fjögur og fimm þúsund manns, frá því við opnuðum á hádegi til klukkan sjö þegar allur maturinn var búinn,“ segir Róbert Aron og hlær. „Það var ekki hægt að selja meira. Við seldum líka allan bjórinn sem við ætluðum að eiga á sunnudeginum. Sem betur fer fengum við meira.“ Markaðurinn er undir suðurenda áhorfendastúkunnar á Laugardalsvelli og verður aftur á sama stað næstu helgi. Helgina þar á eftir verður hann á Miðbakkanum við gömlu höfnina í Reykjavík.Róbert Aron Magnússon „Það verður aðeins öðruvísi skipulag við Miðbakkann. Þar verður götubitahátíð og keppni um besta bitann. Það verður svaka partí.“ Um er að ræða samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Reykjavik Street Food. Verkefnið var kosið af íbúum í kosningunum á vef Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, í fyrra. Alls voru sautján söluaðilar á markaðnum um helgina. Var hægt að gæða sér á alls kyns mat, humri, hamborgurum, taco, frönskum, íslensku sinnepi ásamt vegan valkosti. Einnig er hægt að kaupa íslenskar vörur beint frá býli á matarmarkaðnum. Boðið var upp á skemmtiatriði, hoppukastala og andlitsmálningu fyrir börn. Aðspurður hvað laði fólk að segir Róbert Aron það meira en bara svengd. „Þetta er búið að tröllríða heiminum, einfaldar útfærslur á mat í skemmtilegu umhverfi. Fyrir utan þetta fína veður, það umturnast allt á Íslandi í þegar það er sól og við erum búin að vera gríðarlega heppin þessa helgina.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Spennandi matarmarkaður í Laugardalnum Reykjavík Street Food stendur fyrir spennandi matarmarkaði í Laugardalnum tvær næstu helgarnar í júlí, í samstarfi við Reykjavíkurborg. 3. júlí 2019 08:45 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Spennandi matarmarkaður í Laugardalnum Reykjavík Street Food stendur fyrir spennandi matarmarkaði í Laugardalnum tvær næstu helgarnar í júlí, í samstarfi við Reykjavíkurborg. 3. júlí 2019 08:45