Íslenski boltinn

Aron Bjarnason fer frá Breiðablik 20. júlí

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron er á leið burt frá Blikum.
Aron er á leið burt frá Blikum. vísir/bára
Aron Bjarnason mun leika með Breiðablik fram í miðjan júlí en þetta staðfesti Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Hörð Magnússon fyrir Kópavogsslaginn.

Breiðablik og HK mætast nú klukkan 19.15 en Aron er þar í leikmannahópnum. Hann situr á varamannabekknum en hann hefur verið einn besti leikmaður Blika í sumar.

Samþykkt var tilboð í Aron frá Újpest í Ungverjalandi á dögunum en Aron hélt utan á dögunum og skoðaði aðstæður hjá félaginu. Hann hefur nú komist að samkomulagi við félagið.

Aron mun því ná báðum leikjunum gegn Vaduz í undankeppni Evrópudeildarinnar og leiknum gegn HK í kvöld. Síðan mun halda ytra til Ungverjaland og leika með Búdapestar-liðinu í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×