Verja eigi fólk gagnvart heimilisofbeldi í vinnunni Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2019 20:30 Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. Þörf sé á umræðu um þessi mál á vinnumarkaði hér á landi. Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti á 100 ára afmælisþingi sínu nýjan sáttmála um vernd gegn ofbeldi og áreiti í heimi vinnunnar. Þingið stendur yfir í um tvær vikur og þar fer fram milliliðalaust samtal milli launafólks, atvinnurekenda og ríkistjórnar flestra landa heimsins. svokallað þríhliða samstarf. Á þinginu, sem haldið er á hverju ári, fer fram afgreiðsla samþykkta og tilmæla til aðildarríkja stofnunarinnar um að virða grundvallaréttindi atvinnurekenda og launafólks. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sat hluta þingsins, og segir þessa samþykkt marka tímamót fyrir heim vinnunnar. „Bara það að allur heimurinn hafi undirgengist það að áreitni og ofbeldi verði ekki liðið í heimi vinnunnar. Með svona ákveðnar línur sem tryggja að svo verði ekki. Það eru mjög mikil tímamót í vinnuvernd á heimsvísu,“ segir Drífa. Hún segir að Metoo byltingin hafi haft áhrif. Heimur vinnunnar sé skilgreindur þannig að samþykktin nái til allra þátta er lúta að vinnuumhverfinu þar með talið vinnuferða og skemmtana. „Það eru ákveðin nýmæli líka í þessum sáttmála. Það er að fólk verði varið í vinnunni út af heimilisofbeldi og að atvinnurekendur taki tillit til þess að fólk verður fyrir heimilisofbeldi. Það er að segja að fólk þarf aukið frí að ofbeldi sem það verði fyrir á heimilinum elti fólk ekki inn á vinnustaði,“ segir hún.Hvernig er það í framkvæmd?„Það hafa einhverjar þjóðir farið í að framkvæma það að fólk eigi rétt á ákveðnum veikindadögum ef það er að losa sig til dæmis úr ofbeldissambandi. Síðan vitum við að hérna hefur það verið þannig að ef þú verður fyrir ofsóknum þá eltir það þig inn á vinnustaðinn. Vinnustaðurinn þarf þá að tryggja öryggið þitt gagnvart ofbeldi sem þú verður fyrir utan vinnunnar með einhverjum hætti,“ segir hún. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. Þörf sé á umræðu um þessi mál á vinnumarkaði hér á landi. Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti á 100 ára afmælisþingi sínu nýjan sáttmála um vernd gegn ofbeldi og áreiti í heimi vinnunnar. Þingið stendur yfir í um tvær vikur og þar fer fram milliliðalaust samtal milli launafólks, atvinnurekenda og ríkistjórnar flestra landa heimsins. svokallað þríhliða samstarf. Á þinginu, sem haldið er á hverju ári, fer fram afgreiðsla samþykkta og tilmæla til aðildarríkja stofnunarinnar um að virða grundvallaréttindi atvinnurekenda og launafólks. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sat hluta þingsins, og segir þessa samþykkt marka tímamót fyrir heim vinnunnar. „Bara það að allur heimurinn hafi undirgengist það að áreitni og ofbeldi verði ekki liðið í heimi vinnunnar. Með svona ákveðnar línur sem tryggja að svo verði ekki. Það eru mjög mikil tímamót í vinnuvernd á heimsvísu,“ segir Drífa. Hún segir að Metoo byltingin hafi haft áhrif. Heimur vinnunnar sé skilgreindur þannig að samþykktin nái til allra þátta er lúta að vinnuumhverfinu þar með talið vinnuferða og skemmtana. „Það eru ákveðin nýmæli líka í þessum sáttmála. Það er að fólk verði varið í vinnunni út af heimilisofbeldi og að atvinnurekendur taki tillit til þess að fólk verður fyrir heimilisofbeldi. Það er að segja að fólk þarf aukið frí að ofbeldi sem það verði fyrir á heimilinum elti fólk ekki inn á vinnustaði,“ segir hún.Hvernig er það í framkvæmd?„Það hafa einhverjar þjóðir farið í að framkvæma það að fólk eigi rétt á ákveðnum veikindadögum ef það er að losa sig til dæmis úr ofbeldissambandi. Síðan vitum við að hérna hefur það verið þannig að ef þú verður fyrir ofsóknum þá eltir það þig inn á vinnustaðinn. Vinnustaðurinn þarf þá að tryggja öryggið þitt gagnvart ofbeldi sem þú verður fyrir utan vinnunnar með einhverjum hætti,“ segir hún.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira