„Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“ Andri Eysteinsson skrifar 7. júlí 2019 13:43 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, var gestur í umræðuþættinum Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. Flokksforystan hefur verið gagnrýnd, meðal annars af gömlum foringjum og hafa meðlimir flokksins verið ósammála í fjölda mála, má þar nefna Orkupakka III, sykurskattinn, innflytjendamál, fjölmiðlafrumvarpið og fleiri. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, segir í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi, það í raun vera styrk Sjálfstæðisflokksins hve margar mismunandi skoðanir rúmist innan hans. Núverandi stjórnmálaumhverfi sé hins vegar áskorunum fyrir flokkinn. „Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking og hefur verið kjölfesta í íslenskum stjórnmálum frá stofnun, ég fjallaði um það á landsfundi að það er áskorun fyrir Sjálfstæðisflokkinn að starfa í umhverfi þar sem ekki eru fjórir flokkar heldur átta. Þar sem við höldum áfram að reyna að ná til kjósenda á okkar forsendum en ekki forsendum smáflokka,“ sagði Þórdís sem segir að í minni flokkum sé einfaldara að hafa fleiri sammála um einstök mál, Sjálfstæðisflokkurinn sé hins vegar ekki slíkur flokkur.Sjá einnig: Gamlir foringjar pönkast í forystunniGetur Sjálfstæðisflokkurinn rúmað svona ólíkar skoðanir þegar menn eru farnir að hnakkrífast opinberlega?„Grasrót Sjálfstæðisflokksins er mjög þétt út um allt land, meirihluti hennar er ekki að hnakkrífast. Það er það fólk sem við sækjum okkar stuðning og styrk til. Það er enginn flokkur sem nýtur í sama mæli slíkrar grasrótar.,“ segir Þórdís Kolbrún sem gengst við því að það sé kurr í flokknum. Þórdís segir að önnur ástæða fyrir óeiningu innan flokksins séu sú að breyttir tímar séu uppi í íslenskum stjórnmálum. Nýir kjósendur nálgist pólitík á annan hátt en áður viðgengst. „Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum og við höfum alla jafna sótt styrk okkar í það. Við gerum það á ákveðnum forsendum innan ákveðinna ferla, til dæmis á landsfundi. Svo komum við sameinuð fram. Að einhverjir aðilar hafi miklar skoðanir við mig, eða einhverja aðra í þingflokknum eða forystu, það er ekkert nýtt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. Flokksforystan hefur verið gagnrýnd, meðal annars af gömlum foringjum og hafa meðlimir flokksins verið ósammála í fjölda mála, má þar nefna Orkupakka III, sykurskattinn, innflytjendamál, fjölmiðlafrumvarpið og fleiri. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, segir í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi, það í raun vera styrk Sjálfstæðisflokksins hve margar mismunandi skoðanir rúmist innan hans. Núverandi stjórnmálaumhverfi sé hins vegar áskorunum fyrir flokkinn. „Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking og hefur verið kjölfesta í íslenskum stjórnmálum frá stofnun, ég fjallaði um það á landsfundi að það er áskorun fyrir Sjálfstæðisflokkinn að starfa í umhverfi þar sem ekki eru fjórir flokkar heldur átta. Þar sem við höldum áfram að reyna að ná til kjósenda á okkar forsendum en ekki forsendum smáflokka,“ sagði Þórdís sem segir að í minni flokkum sé einfaldara að hafa fleiri sammála um einstök mál, Sjálfstæðisflokkurinn sé hins vegar ekki slíkur flokkur.Sjá einnig: Gamlir foringjar pönkast í forystunniGetur Sjálfstæðisflokkurinn rúmað svona ólíkar skoðanir þegar menn eru farnir að hnakkrífast opinberlega?„Grasrót Sjálfstæðisflokksins er mjög þétt út um allt land, meirihluti hennar er ekki að hnakkrífast. Það er það fólk sem við sækjum okkar stuðning og styrk til. Það er enginn flokkur sem nýtur í sama mæli slíkrar grasrótar.,“ segir Þórdís Kolbrún sem gengst við því að það sé kurr í flokknum. Þórdís segir að önnur ástæða fyrir óeiningu innan flokksins séu sú að breyttir tímar séu uppi í íslenskum stjórnmálum. Nýir kjósendur nálgist pólitík á annan hátt en áður viðgengst. „Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum og við höfum alla jafna sótt styrk okkar í það. Við gerum það á ákveðnum forsendum innan ákveðinna ferla, til dæmis á landsfundi. Svo komum við sameinuð fram. Að einhverjir aðilar hafi miklar skoðanir við mig, eða einhverja aðra í þingflokknum eða forystu, það er ekkert nýtt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira