„Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“ Andri Eysteinsson skrifar 7. júlí 2019 13:43 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, var gestur í umræðuþættinum Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. Flokksforystan hefur verið gagnrýnd, meðal annars af gömlum foringjum og hafa meðlimir flokksins verið ósammála í fjölda mála, má þar nefna Orkupakka III, sykurskattinn, innflytjendamál, fjölmiðlafrumvarpið og fleiri. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, segir í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi, það í raun vera styrk Sjálfstæðisflokksins hve margar mismunandi skoðanir rúmist innan hans. Núverandi stjórnmálaumhverfi sé hins vegar áskorunum fyrir flokkinn. „Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking og hefur verið kjölfesta í íslenskum stjórnmálum frá stofnun, ég fjallaði um það á landsfundi að það er áskorun fyrir Sjálfstæðisflokkinn að starfa í umhverfi þar sem ekki eru fjórir flokkar heldur átta. Þar sem við höldum áfram að reyna að ná til kjósenda á okkar forsendum en ekki forsendum smáflokka,“ sagði Þórdís sem segir að í minni flokkum sé einfaldara að hafa fleiri sammála um einstök mál, Sjálfstæðisflokkurinn sé hins vegar ekki slíkur flokkur.Sjá einnig: Gamlir foringjar pönkast í forystunniGetur Sjálfstæðisflokkurinn rúmað svona ólíkar skoðanir þegar menn eru farnir að hnakkrífast opinberlega?„Grasrót Sjálfstæðisflokksins er mjög þétt út um allt land, meirihluti hennar er ekki að hnakkrífast. Það er það fólk sem við sækjum okkar stuðning og styrk til. Það er enginn flokkur sem nýtur í sama mæli slíkrar grasrótar.,“ segir Þórdís Kolbrún sem gengst við því að það sé kurr í flokknum. Þórdís segir að önnur ástæða fyrir óeiningu innan flokksins séu sú að breyttir tímar séu uppi í íslenskum stjórnmálum. Nýir kjósendur nálgist pólitík á annan hátt en áður viðgengst. „Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum og við höfum alla jafna sótt styrk okkar í það. Við gerum það á ákveðnum forsendum innan ákveðinna ferla, til dæmis á landsfundi. Svo komum við sameinuð fram. Að einhverjir aðilar hafi miklar skoðanir við mig, eða einhverja aðra í þingflokknum eða forystu, það er ekkert nýtt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. Flokksforystan hefur verið gagnrýnd, meðal annars af gömlum foringjum og hafa meðlimir flokksins verið ósammála í fjölda mála, má þar nefna Orkupakka III, sykurskattinn, innflytjendamál, fjölmiðlafrumvarpið og fleiri. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, segir í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi, það í raun vera styrk Sjálfstæðisflokksins hve margar mismunandi skoðanir rúmist innan hans. Núverandi stjórnmálaumhverfi sé hins vegar áskorunum fyrir flokkinn. „Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking og hefur verið kjölfesta í íslenskum stjórnmálum frá stofnun, ég fjallaði um það á landsfundi að það er áskorun fyrir Sjálfstæðisflokkinn að starfa í umhverfi þar sem ekki eru fjórir flokkar heldur átta. Þar sem við höldum áfram að reyna að ná til kjósenda á okkar forsendum en ekki forsendum smáflokka,“ sagði Þórdís sem segir að í minni flokkum sé einfaldara að hafa fleiri sammála um einstök mál, Sjálfstæðisflokkurinn sé hins vegar ekki slíkur flokkur.Sjá einnig: Gamlir foringjar pönkast í forystunniGetur Sjálfstæðisflokkurinn rúmað svona ólíkar skoðanir þegar menn eru farnir að hnakkrífast opinberlega?„Grasrót Sjálfstæðisflokksins er mjög þétt út um allt land, meirihluti hennar er ekki að hnakkrífast. Það er það fólk sem við sækjum okkar stuðning og styrk til. Það er enginn flokkur sem nýtur í sama mæli slíkrar grasrótar.,“ segir Þórdís Kolbrún sem gengst við því að það sé kurr í flokknum. Þórdís segir að önnur ástæða fyrir óeiningu innan flokksins séu sú að breyttir tímar séu uppi í íslenskum stjórnmálum. Nýir kjósendur nálgist pólitík á annan hátt en áður viðgengst. „Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum og við höfum alla jafna sótt styrk okkar í það. Við gerum það á ákveðnum forsendum innan ákveðinna ferla, til dæmis á landsfundi. Svo komum við sameinuð fram. Að einhverjir aðilar hafi miklar skoðanir við mig, eða einhverja aðra í þingflokknum eða forystu, það er ekkert nýtt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira