Erlent

16.500 gert að yfirgefa heimili sín þegar sprengja var aftengd í Frankfurt

Eiður Þór Árnason skrifar
Sprengjan sem hér sést var svipuð að þyngd og var aftengd í Berlín í fyrra.
Sprengjan sem hér sést var svipuð að þyngd og var aftengd í Berlín í fyrra. Getty/Adam Berry - AP
Um 16.500 íbúum á Ostend svæðinu í Frankfurt í Þýskalandi var skipað að yfirgefa heimili sín í morgun þegar yfirvöld aftengdu 500 kílóa sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni.

Svæðið í kring var rýmt nokkrum klukkustundum áður en aðgerðin átti sér stað. Á meðal þeirra sem þurftu að yfirgefa svæðið voru íbúar hjúkrunarheimilis og starfsmenn í höfuðstöðvum Seðlabanka Evrópu.

Sprengjan sem um ræðir er talin vera bandarísk og fannst hún við byggingaframkvæmdir í síðasta mánuði. Yfirvöld tóku þá ákvörðun að framkvæma aðgerðina á sunnudegi til þess að valda sem minnstum truflunum í Frankfurt, sem hefur gjarnan verið nefnd fjármálahöfuðborg Þýskalands.

Meira en 70 árum eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar finnast enn reglulega ósprungnar sprengjur frá þeim tíma í Þýskalandi. Kalla slíkar uppgötvanir gjarnan á viðamiklar varúðaraðgerðir til að tryggja öryggi íbúa.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×