Við eigum brjóstin okkar Anna-Bryndís Zingsheim skrifar 7. júlí 2019 11:00 Af hverju má ég ekki? Þessari spurningu velti ég fyrir mér rétt áður en hot yoga tíminn minn byrjar. Því karlmennirnir í kringum mig fara úr bolunum, og ekkert sýnist sjálfsagðara. Í grunninn, þá sé ég enga ástæða af hverju ég mætti ekki heldur láta bringuna mína sjást. Ef við lítum fram hjá menningu, siðferði, og venjum þá er þar engin ástæða. Það er nefnilega þannig, að ég á varla neinn topp né langar mig til að kaupa mér fleiri. Oft gleymi ég toppnum á morgnanna eftir að ég byrja að hjóla í vinnuna, verð síðan að snúa aftur og ná í hann fyrir yoga tímann. Ekkert rosalega mikið vesen, en vesen þó. En það sem er raunverulega á bak við þessari hugsun er allt annað. Það er sagan hvernig ég lærði að elska brjóstin mín. Á unglingsárunum mínum í Þýskalandi átti ég mjög erfitt að samþykkja líkama minn. Og þá sérstaklega þegar það kom að litlu brjóstunum mínum, sem hafa ekki stækkað síðan þá (og hafa svo sem aldrei). Ég eyddi óratíma að leita eftir bestu ráðum við hvernig ég skyldi nú fara að því að stækka blessuðu brjóstin. Hvílík tíma- og orkusóun. Síðan flutti ég til Íslands. Án alls gríns, þá fékk ég í fyrsta skipti á ævinni að sjá heilt úrval af allskonar brjóstum, og það í búningsklefanum í sundi. Einu brjóstin sem ég hafði fengið að sjá áður voru úr bíómyndum, því búningsklefar í Þýskalandi eru einstaklingsklefar. Alls staðar var verið að fela brjóst, því alls staðar annars staðar var verið að gera þau að bönnuðum hlut. Eitthvað sem er kynferðislegt og á einungis heima í svefnherberginu eða í erótískum senum. En brjóst eru hversdagsleg, venjuleg, öðruvísi, stór, lítil, og öll falleg á sinn hátt því þau hafa sinn tilgang. Eftir að ég áttaði mig á því, byrjaði ég að elska brjóstin mín. Og ég verð að segja, það er ótrúleg tilfinning. Ég vildi að allar konur gætu fengið að upplifa þetta.En ég ákveð að ég ætli að gera þetta. Ég ætla að mæta í hot yoga tíma, fara úr bolnum og láta eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þegar tíminn nálgast verð ég hræddari og hræddari. Ekki af því að einhver gæti farið að þræta við mig um að gjöra svo vel og vera ekki svona athyglissjúk. Ekki af því að einhverjum öðrum gæti finnst þetta óþægilegt (fyrirgefið ef brjóstin mín eru svona ógnvekjandi). Það var af því að útkoman úr þessari litlu tilraun minni gæti farið í þveröfuga átt.Því það yrði mögulega sett bann á að koma ber að ofan í salinn, bæði fyrir konur og karla. Til eru fjölmörg dæmi um að róttækar aðgerðir sem þessa hafa haft það í för með sér að hræða andstæðinga enn meira fyrir breytingum (t.a.m. LGBT+ hreyfingar í Brasilíu). En þetta á ekki að vera aðgerð einungis fyrir sjálfan mig, heldur ætti þetta að vera fyrir okkur. Svo ég hætti við. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það eru til mikilvægari málefni í heiminum, en augun mín táruðust þó þegar ég sat í yoga tímanum í bol, í kringum mennina sem máttu þetta. Einn daginn vonandi, hugsaði ég.Spurningin mikla og mórallinn úr þessari frásögn er einfaldlega: Af hverju mega brjóst kvenna ekki einfaldlega vera mjólkurkirtlar, fita, húð og geirvörtur? Af hverju þurfa brjóst kvenna að vera skilgreind sem kynferðislegir hlutir? Ég, allavega, vil geta ákveðið það sjálf. Takk fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein #FreeTheNipple Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju má ég ekki? Þessari spurningu velti ég fyrir mér rétt áður en hot yoga tíminn minn byrjar. Því karlmennirnir í kringum mig fara úr bolunum, og ekkert sýnist sjálfsagðara. Í grunninn, þá sé ég enga ástæða af hverju ég mætti ekki heldur láta bringuna mína sjást. Ef við lítum fram hjá menningu, siðferði, og venjum þá er þar engin ástæða. Það er nefnilega þannig, að ég á varla neinn topp né langar mig til að kaupa mér fleiri. Oft gleymi ég toppnum á morgnanna eftir að ég byrja að hjóla í vinnuna, verð síðan að snúa aftur og ná í hann fyrir yoga tímann. Ekkert rosalega mikið vesen, en vesen þó. En það sem er raunverulega á bak við þessari hugsun er allt annað. Það er sagan hvernig ég lærði að elska brjóstin mín. Á unglingsárunum mínum í Þýskalandi átti ég mjög erfitt að samþykkja líkama minn. Og þá sérstaklega þegar það kom að litlu brjóstunum mínum, sem hafa ekki stækkað síðan þá (og hafa svo sem aldrei). Ég eyddi óratíma að leita eftir bestu ráðum við hvernig ég skyldi nú fara að því að stækka blessuðu brjóstin. Hvílík tíma- og orkusóun. Síðan flutti ég til Íslands. Án alls gríns, þá fékk ég í fyrsta skipti á ævinni að sjá heilt úrval af allskonar brjóstum, og það í búningsklefanum í sundi. Einu brjóstin sem ég hafði fengið að sjá áður voru úr bíómyndum, því búningsklefar í Þýskalandi eru einstaklingsklefar. Alls staðar var verið að fela brjóst, því alls staðar annars staðar var verið að gera þau að bönnuðum hlut. Eitthvað sem er kynferðislegt og á einungis heima í svefnherberginu eða í erótískum senum. En brjóst eru hversdagsleg, venjuleg, öðruvísi, stór, lítil, og öll falleg á sinn hátt því þau hafa sinn tilgang. Eftir að ég áttaði mig á því, byrjaði ég að elska brjóstin mín. Og ég verð að segja, það er ótrúleg tilfinning. Ég vildi að allar konur gætu fengið að upplifa þetta.En ég ákveð að ég ætli að gera þetta. Ég ætla að mæta í hot yoga tíma, fara úr bolnum og láta eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þegar tíminn nálgast verð ég hræddari og hræddari. Ekki af því að einhver gæti farið að þræta við mig um að gjöra svo vel og vera ekki svona athyglissjúk. Ekki af því að einhverjum öðrum gæti finnst þetta óþægilegt (fyrirgefið ef brjóstin mín eru svona ógnvekjandi). Það var af því að útkoman úr þessari litlu tilraun minni gæti farið í þveröfuga átt.Því það yrði mögulega sett bann á að koma ber að ofan í salinn, bæði fyrir konur og karla. Til eru fjölmörg dæmi um að róttækar aðgerðir sem þessa hafa haft það í för með sér að hræða andstæðinga enn meira fyrir breytingum (t.a.m. LGBT+ hreyfingar í Brasilíu). En þetta á ekki að vera aðgerð einungis fyrir sjálfan mig, heldur ætti þetta að vera fyrir okkur. Svo ég hætti við. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það eru til mikilvægari málefni í heiminum, en augun mín táruðust þó þegar ég sat í yoga tímanum í bol, í kringum mennina sem máttu þetta. Einn daginn vonandi, hugsaði ég.Spurningin mikla og mórallinn úr þessari frásögn er einfaldlega: Af hverju mega brjóst kvenna ekki einfaldlega vera mjólkurkirtlar, fita, húð og geirvörtur? Af hverju þurfa brjóst kvenna að vera skilgreind sem kynferðislegir hlutir? Ég, allavega, vil geta ákveðið það sjálf. Takk fyrir.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun