Ný reglugerð komi ekki í veg fyrir að börnum sé vísað til Grikklands Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 6. júlí 2019 19:00 Ný reglugerð um útlendinga er til bóta fyrir flóttafólk en kemur þó ekki í veg fyrir að börnum sé vísað til Grikklands. Þetta segir Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á hjálpar og mannúðarsviði Rauða krossins. Setja þurfi fjármuni í að flýta málsmeðferð allra flóttamanna sem hingað koma og að málsmeðferðartími hér á landi sé alltof langur. Dómsmálaráðherra breytti í gær reglugerð um útlendinga til aðstoðar tveimur afgönskum fjölskyldum sem vísa átti úr landi. Breytingarnar fólu í sér að Útlendingastofnun sé nú heimilt á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum. Fyrir breytingar voru mánuðirnir 12. Sviðstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins, telur reglugerðina til bóta. „Það er auðvitað betra að þessi tími sé styttur úr tólf mánuðum í tíu. Þá má spyrja hvers vegna tíu? Ég held að það sé reyndar kominn tími til, eins og ráðherra hefur bent á, að endurskoða aðeins framkvæmdina. Þá hlýtur þessi tímarammi að koma til skoðunar líka,“ segir hann. Brottvísanirnar vöktu hörð viðbrögð og efnt var til fjölmennra mótmæla á fimmtudag. Eins og komið hefur fram hafa börnin sýnt merki áfallastreituröskunar vegna ótta og hræðslu um framtíð sína. Lögmaður fjölskyldnanna skilaði í gær inn þriðju endurupptöku beiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar og með nýju reglugerðinni eiga báðar fjölskyldurnar rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Atli segir að kannað verði eftir helgi hvort fleiri börn eða fjölskyldur á flótta falli undir þessa nýju reglugerð. „Það er kannski rétt að árétta að þessi reglugerðarbreyting ein og sér kemur ekki í veg fyrir að börnum verði vísað til Grikklands sem að hafa fengið vernd. Það er eitthvað sem að við teljum að mætti skoða,“ segir hann. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45 Verður ekki vísað úr landi Mál Sarwary-feðganna og Safari-fjölskyldunnar falla undir reglugerðina, sem hefur þegar tekið gildi, að sögn lögmanns þeirra, Magnúsar D. Norðdahl. 6. júlí 2019 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Ný reglugerð um útlendinga er til bóta fyrir flóttafólk en kemur þó ekki í veg fyrir að börnum sé vísað til Grikklands. Þetta segir Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á hjálpar og mannúðarsviði Rauða krossins. Setja þurfi fjármuni í að flýta málsmeðferð allra flóttamanna sem hingað koma og að málsmeðferðartími hér á landi sé alltof langur. Dómsmálaráðherra breytti í gær reglugerð um útlendinga til aðstoðar tveimur afgönskum fjölskyldum sem vísa átti úr landi. Breytingarnar fólu í sér að Útlendingastofnun sé nú heimilt á grundvelli sérstakrar beiðni eða að eigin frumkvæði, að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en 10 mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum. Fyrir breytingar voru mánuðirnir 12. Sviðstjóri á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins, telur reglugerðina til bóta. „Það er auðvitað betra að þessi tími sé styttur úr tólf mánuðum í tíu. Þá má spyrja hvers vegna tíu? Ég held að það sé reyndar kominn tími til, eins og ráðherra hefur bent á, að endurskoða aðeins framkvæmdina. Þá hlýtur þessi tímarammi að koma til skoðunar líka,“ segir hann. Brottvísanirnar vöktu hörð viðbrögð og efnt var til fjölmennra mótmæla á fimmtudag. Eins og komið hefur fram hafa börnin sýnt merki áfallastreituröskunar vegna ótta og hræðslu um framtíð sína. Lögmaður fjölskyldnanna skilaði í gær inn þriðju endurupptöku beiðninni í máli annarrar fjölskyldunnar og með nýju reglugerðinni eiga báðar fjölskyldurnar rétt á efnismeðferð sinna umsókna. Atli segir að kannað verði eftir helgi hvort fleiri börn eða fjölskyldur á flótta falli undir þessa nýju reglugerð. „Það er kannski rétt að árétta að þessi reglugerðarbreyting ein og sér kemur ekki í veg fyrir að börnum verði vísað til Grikklands sem að hafa fengið vernd. Það er eitthvað sem að við teljum að mætti skoða,“ segir hann.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45 Verður ekki vísað úr landi Mál Sarwary-feðganna og Safari-fjölskyldunnar falla undir reglugerðina, sem hefur þegar tekið gildi, að sögn lögmanns þeirra, Magnúsar D. Norðdahl. 6. júlí 2019 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Dómsmálaráðherra breytir reglugerð um útlendinga vegna barna á flótta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gaf í dag út breytingar á reglugerð um útlendinga. 5. júlí 2019 16:45
Verður ekki vísað úr landi Mál Sarwary-feðganna og Safari-fjölskyldunnar falla undir reglugerðina, sem hefur þegar tekið gildi, að sögn lögmanns þeirra, Magnúsar D. Norðdahl. 6. júlí 2019 07:00