Skjálftamiðjan var á 900 metra dýpi í borginni Ridgecrest um 240km norðaustur af Los Angeles, stærstu borgar Kalíforníu.
Áhrifa jarðskjálftans gætti víðar en í suðurhluta Kalíforníu en skjálftinn fannst til að mynda einnig í Las Vegas í Nevada og á landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó.
Samkvæmt BBC hafa engar fregnir borist af dauðsföllum af völdum skjálftans en í Ridgecrest glíma íbúar við eldsvoða, gasleka og rafmagnsleysi.
Skjálftinn hafði einhver áhrif á íþróttir í suðvesturhluta Bandaríkjanna en hætta þurfti leik New Orleans Pelicans og New York Knicks í sumardeild NBA-deildarinnar í körfubolta þegar fjórði leikhluti var nýhafinn.
Þá sést skjálftinn vel á myndbandi sem hafnaboltaliðið Los Angeles Dodgers deildi á Twitter síðu sinni.
#EarthquakeLA pic.twitter.com/yDOOEYSk4j
— Los Angeles Dodgers (@Dodgers) July 6, 2019