Skaðabótagreiðslan kemur sér vel í framsalsmáli Julian Assange Gígja Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 13:30 Kristinn segist feginn að þessu máli sé lokið eftir níu ára slag. Vísir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir skaðabótagreiðslu sem Sunshine Press Productions (SPP) fá greidda verða notaða til uppbyggingu á starfseminni. Hann segir greiðsluna koma sér vel til þess að standa strauma af lögmannskostnaði sem kann að fylgja framsalsmáli Julian Assange en það verður tekið til meðferðar í Bretlandi í lok febrúar á næsta ári. Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, dótturfélag Arion banka, hefur fallist á að greiða Datacell og SPP samtals 1.200 milljónir króna í skaðabætur fyrir að slíta samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks sumarið 2011. Í samtali við fréttastofu í gær kvaðst Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður SSP, gera ráð fyrir því að Wikileaks kæmi til með að njóta góðs af skaðabótagreiðslunni. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks segir í samtali við Vísi að skaðabótagreiðslan komi sér vel fyrir samtökin. „Þetta eru náttúrulega endurbætur til Wikileaks vegna tapaðra framlaga frá einstaklingum sem voru sannarlega hindraðar með ólögmætum hætti,“ segir Kristinn. Hann segir að fjármagnið verði notað til uppbyggingar á starfseminni og komi til með að nýtast til þess að vekja athygli á því hve frjáls framlög eru gríðarlega mikilvæg fyrir frjálsa pressu í heiminum. Þá segir hann fjármagnið geta nýst í framsalsmáli Julian Assange. „Það má alveg búast við að ofstækið sem við stöndum frammi fyrir teygist yfir til fleiri einstaklinga. Á slíkum stundum er auðvitað gott að geta sótt í sjóði til að standa strauma af lögmannskostnaði sem er gríðarlega hár í bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Kristinn. Greiðslan ekki sanngjörn „Dómhvatir matsmenn, einir fimm talsmenn komust að niðurstöðu um miklu hærra tjón heldur var kveðið upp í dómi og samningar eru ekki í neinu samræmi við niðurstöður matsmanna heldur,“ segir Kristinn. Það stóð hins vegar ekki til að áfrýja niðurstöðu dómsins. „Það er nú ekki á vísan að róa með réttlæti í þessu dómskerfi en það er gott að geta tekið athyglina frá þessu og snúið sér að hinu raunverulega vanda sem snýst um líf eins manns og grundvallaratriði í blaðamennsku í heiminum,“ segir Kristinn. Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Mál Assange tekið fyrir í febrúar á næsta ári Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sagði að líf sitt væri í húfi. 14. júní 2019 14:36 Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03 Gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum Valitor hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.2 milljarða króna í skaðabætur. 4. júlí 2019 12:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir skaðabótagreiðslu sem Sunshine Press Productions (SPP) fá greidda verða notaða til uppbyggingu á starfseminni. Hann segir greiðsluna koma sér vel til þess að standa strauma af lögmannskostnaði sem kann að fylgja framsalsmáli Julian Assange en það verður tekið til meðferðar í Bretlandi í lok febrúar á næsta ári. Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, dótturfélag Arion banka, hefur fallist á að greiða Datacell og SPP samtals 1.200 milljónir króna í skaðabætur fyrir að slíta samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks sumarið 2011. Í samtali við fréttastofu í gær kvaðst Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður SSP, gera ráð fyrir því að Wikileaks kæmi til með að njóta góðs af skaðabótagreiðslunni. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks segir í samtali við Vísi að skaðabótagreiðslan komi sér vel fyrir samtökin. „Þetta eru náttúrulega endurbætur til Wikileaks vegna tapaðra framlaga frá einstaklingum sem voru sannarlega hindraðar með ólögmætum hætti,“ segir Kristinn. Hann segir að fjármagnið verði notað til uppbyggingar á starfseminni og komi til með að nýtast til þess að vekja athygli á því hve frjáls framlög eru gríðarlega mikilvæg fyrir frjálsa pressu í heiminum. Þá segir hann fjármagnið geta nýst í framsalsmáli Julian Assange. „Það má alveg búast við að ofstækið sem við stöndum frammi fyrir teygist yfir til fleiri einstaklinga. Á slíkum stundum er auðvitað gott að geta sótt í sjóði til að standa strauma af lögmannskostnaði sem er gríðarlega hár í bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Kristinn. Greiðslan ekki sanngjörn „Dómhvatir matsmenn, einir fimm talsmenn komust að niðurstöðu um miklu hærra tjón heldur var kveðið upp í dómi og samningar eru ekki í neinu samræmi við niðurstöður matsmanna heldur,“ segir Kristinn. Það stóð hins vegar ekki til að áfrýja niðurstöðu dómsins. „Það er nú ekki á vísan að róa með réttlæti í þessu dómskerfi en það er gott að geta tekið athyglina frá þessu og snúið sér að hinu raunverulega vanda sem snýst um líf eins manns og grundvallaratriði í blaðamennsku í heiminum,“ segir Kristinn.
Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Mál Assange tekið fyrir í febrúar á næsta ári Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sagði að líf sitt væri í húfi. 14. júní 2019 14:36 Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03 Gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum Valitor hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.2 milljarða króna í skaðabætur. 4. júlí 2019 12:30 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Mál Assange tekið fyrir í febrúar á næsta ári Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sagði að líf sitt væri í húfi. 14. júní 2019 14:36
Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03
Gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum Valitor hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.2 milljarða króna í skaðabætur. 4. júlí 2019 12:30