Skaðabótagreiðslan kemur sér vel í framsalsmáli Julian Assange Gígja Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 13:30 Kristinn segist feginn að þessu máli sé lokið eftir níu ára slag. Vísir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir skaðabótagreiðslu sem Sunshine Press Productions (SPP) fá greidda verða notaða til uppbyggingu á starfseminni. Hann segir greiðsluna koma sér vel til þess að standa strauma af lögmannskostnaði sem kann að fylgja framsalsmáli Julian Assange en það verður tekið til meðferðar í Bretlandi í lok febrúar á næsta ári. Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, dótturfélag Arion banka, hefur fallist á að greiða Datacell og SPP samtals 1.200 milljónir króna í skaðabætur fyrir að slíta samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks sumarið 2011. Í samtali við fréttastofu í gær kvaðst Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður SSP, gera ráð fyrir því að Wikileaks kæmi til með að njóta góðs af skaðabótagreiðslunni. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks segir í samtali við Vísi að skaðabótagreiðslan komi sér vel fyrir samtökin. „Þetta eru náttúrulega endurbætur til Wikileaks vegna tapaðra framlaga frá einstaklingum sem voru sannarlega hindraðar með ólögmætum hætti,“ segir Kristinn. Hann segir að fjármagnið verði notað til uppbyggingar á starfseminni og komi til með að nýtast til þess að vekja athygli á því hve frjáls framlög eru gríðarlega mikilvæg fyrir frjálsa pressu í heiminum. Þá segir hann fjármagnið geta nýst í framsalsmáli Julian Assange. „Það má alveg búast við að ofstækið sem við stöndum frammi fyrir teygist yfir til fleiri einstaklinga. Á slíkum stundum er auðvitað gott að geta sótt í sjóði til að standa strauma af lögmannskostnaði sem er gríðarlega hár í bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Kristinn. Greiðslan ekki sanngjörn „Dómhvatir matsmenn, einir fimm talsmenn komust að niðurstöðu um miklu hærra tjón heldur var kveðið upp í dómi og samningar eru ekki í neinu samræmi við niðurstöður matsmanna heldur,“ segir Kristinn. Það stóð hins vegar ekki til að áfrýja niðurstöðu dómsins. „Það er nú ekki á vísan að róa með réttlæti í þessu dómskerfi en það er gott að geta tekið athyglina frá þessu og snúið sér að hinu raunverulega vanda sem snýst um líf eins manns og grundvallaratriði í blaðamennsku í heiminum,“ segir Kristinn. Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Mál Assange tekið fyrir í febrúar á næsta ári Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sagði að líf sitt væri í húfi. 14. júní 2019 14:36 Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03 Gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum Valitor hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.2 milljarða króna í skaðabætur. 4. júlí 2019 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir skaðabótagreiðslu sem Sunshine Press Productions (SPP) fá greidda verða notaða til uppbyggingu á starfseminni. Hann segir greiðsluna koma sér vel til þess að standa strauma af lögmannskostnaði sem kann að fylgja framsalsmáli Julian Assange en það verður tekið til meðferðar í Bretlandi í lok febrúar á næsta ári. Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, dótturfélag Arion banka, hefur fallist á að greiða Datacell og SPP samtals 1.200 milljónir króna í skaðabætur fyrir að slíta samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks sumarið 2011. Í samtali við fréttastofu í gær kvaðst Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður SSP, gera ráð fyrir því að Wikileaks kæmi til með að njóta góðs af skaðabótagreiðslunni. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks segir í samtali við Vísi að skaðabótagreiðslan komi sér vel fyrir samtökin. „Þetta eru náttúrulega endurbætur til Wikileaks vegna tapaðra framlaga frá einstaklingum sem voru sannarlega hindraðar með ólögmætum hætti,“ segir Kristinn. Hann segir að fjármagnið verði notað til uppbyggingar á starfseminni og komi til með að nýtast til þess að vekja athygli á því hve frjáls framlög eru gríðarlega mikilvæg fyrir frjálsa pressu í heiminum. Þá segir hann fjármagnið geta nýst í framsalsmáli Julian Assange. „Það má alveg búast við að ofstækið sem við stöndum frammi fyrir teygist yfir til fleiri einstaklinga. Á slíkum stundum er auðvitað gott að geta sótt í sjóði til að standa strauma af lögmannskostnaði sem er gríðarlega hár í bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Kristinn. Greiðslan ekki sanngjörn „Dómhvatir matsmenn, einir fimm talsmenn komust að niðurstöðu um miklu hærra tjón heldur var kveðið upp í dómi og samningar eru ekki í neinu samræmi við niðurstöður matsmanna heldur,“ segir Kristinn. Það stóð hins vegar ekki til að áfrýja niðurstöðu dómsins. „Það er nú ekki á vísan að róa með réttlæti í þessu dómskerfi en það er gott að geta tekið athyglina frá þessu og snúið sér að hinu raunverulega vanda sem snýst um líf eins manns og grundvallaratriði í blaðamennsku í heiminum,“ segir Kristinn.
Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Mál Assange tekið fyrir í febrúar á næsta ári Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sagði að líf sitt væri í húfi. 14. júní 2019 14:36 Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03 Gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum Valitor hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.2 milljarða króna í skaðabætur. 4. júlí 2019 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Mál Assange tekið fyrir í febrúar á næsta ári Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, sagði að líf sitt væri í húfi. 14. júní 2019 14:36
Innanríkisráðherra Breta skrifar undir framsalsbeiðni Assange Verður dómstóla að meta hvort Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. 13. júní 2019 09:03
Gerir ráð fyrir að WikiLeaks njóti góðs af skaðabótunum Valitor hefur fallist á að greiða Datacell og Sunshine Press Productions samtals 1.2 milljarða króna í skaðabætur. 4. júlí 2019 12:30