Meniga opnar skrifstofur á Spáni og Singapúr Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júlí 2019 10:33 Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga. Fréttablaðið/SAJ Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur opnað skrifstofur í Singapúr og Barcelona. Þeim er ætlað að anna aukinni eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækisins í Suðaustur-Asíu og Suður-Evrópu. Meniga er í dag með skrifstofur í Reykjavík, Stokkhólmi, Helsinki, Varsjá og Lundúnum. Í tilkynningu frá Meniga er haft eftir Georgi Lúðvíkssyni, forstjóra og einum stofnenda Meniga, að mikil eftirspurn sé eftir þjónustu fyrirtækisins þar sem bankar um allan heim vilji gera notendaupplifun sína persónulegri. „Bankar og önnur fjármálafyrirtæki eru í síauknum mæli að nýta gögn á skynsamlegan hátt til að bjóða viðskiptavinum sínum mun betri þjónustu í gegnum netbanka og snjallsímaapp. Lausnir Meniga gegna þar mikilvægu hlutverki.”Kanika Mittal.Kanika Mittal, sem mun leiða sölustarf Meniga í Singapore, tekur í sama streng í tilkynningunni. Það sé mikil eftirspurn í Asíu eftir bankaþjónustu sem geti keppt við notendaupplifun leiðandi snjallsímaforrita svo sem Alipay og WeChat. „Viðskiptavinir vilja bankaþjónustu sem skilur þarfir þeirra og einfaldar þeim lífið. Ný skrifstofa Meniga undirstrikar þá trú sem fyrirtækið hefur á Singapore sem miðstöð fjártækni í Asíu. Við hlökkum til að byggja upp sterkt teymi í Asíu sem mun leika lykilhlutverk í starfsemi Meniga,“ segir Mittal. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um 160. Hugbúnaður Meniga hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur yfir 65 milljónum manna í 30 löndum. Meðal viðskiptavina Meniga eru stórir alþjóðlegir bankar, þeirra á meðal Unicredit, Swedbank, BPCE, Santander, Commerzbank, ING Direct og Intesa Sanpaolo. Íslenskir bankar Singapúr Spánn Tækni Tengdar fréttir Meniga kaupir sænskt félag Forstjóri Meniga segir að við kaupin á Wrapp verði fyrirtækið stærst á sviði endurgreiðslutilboða á Norðurlöndunum. Saman geti þau vaxið hraðar en í sitt hvoru lagi. Nordea bætist við í hluthafahóp í Meniga. 10. janúar 2019 07:00 Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Meniga velti 1,8 milljörðum króna Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga velti 12,6 milljónum evra, jafnvirði um 1.770 milljóna króna, á síðasta rekstrarári frá apríl í fyrra til mars síðastliðins. 21. nóvember 2018 09:30 Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur opnað skrifstofur í Singapúr og Barcelona. Þeim er ætlað að anna aukinni eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækisins í Suðaustur-Asíu og Suður-Evrópu. Meniga er í dag með skrifstofur í Reykjavík, Stokkhólmi, Helsinki, Varsjá og Lundúnum. Í tilkynningu frá Meniga er haft eftir Georgi Lúðvíkssyni, forstjóra og einum stofnenda Meniga, að mikil eftirspurn sé eftir þjónustu fyrirtækisins þar sem bankar um allan heim vilji gera notendaupplifun sína persónulegri. „Bankar og önnur fjármálafyrirtæki eru í síauknum mæli að nýta gögn á skynsamlegan hátt til að bjóða viðskiptavinum sínum mun betri þjónustu í gegnum netbanka og snjallsímaapp. Lausnir Meniga gegna þar mikilvægu hlutverki.”Kanika Mittal.Kanika Mittal, sem mun leiða sölustarf Meniga í Singapore, tekur í sama streng í tilkynningunni. Það sé mikil eftirspurn í Asíu eftir bankaþjónustu sem geti keppt við notendaupplifun leiðandi snjallsímaforrita svo sem Alipay og WeChat. „Viðskiptavinir vilja bankaþjónustu sem skilur þarfir þeirra og einfaldar þeim lífið. Ný skrifstofa Meniga undirstrikar þá trú sem fyrirtækið hefur á Singapore sem miðstöð fjártækni í Asíu. Við hlökkum til að byggja upp sterkt teymi í Asíu sem mun leika lykilhlutverk í starfsemi Meniga,“ segir Mittal. Meniga var stofnað árið 2009 og eru starfsmenn í dag um 160. Hugbúnaður Meniga hefur verið innleiddur hjá yfir 70 fjármálastofnunum og er hann aðgengilegur yfir 65 milljónum manna í 30 löndum. Meðal viðskiptavina Meniga eru stórir alþjóðlegir bankar, þeirra á meðal Unicredit, Swedbank, BPCE, Santander, Commerzbank, ING Direct og Intesa Sanpaolo.
Íslenskir bankar Singapúr Spánn Tækni Tengdar fréttir Meniga kaupir sænskt félag Forstjóri Meniga segir að við kaupin á Wrapp verði fyrirtækið stærst á sviði endurgreiðslutilboða á Norðurlöndunum. Saman geti þau vaxið hraðar en í sitt hvoru lagi. Nordea bætist við í hluthafahóp í Meniga. 10. janúar 2019 07:00 Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Meniga velti 1,8 milljörðum króna Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga velti 12,6 milljónum evra, jafnvirði um 1.770 milljóna króna, á síðasta rekstrarári frá apríl í fyrra til mars síðastliðins. 21. nóvember 2018 09:30 Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45 Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Meniga kaupir sænskt félag Forstjóri Meniga segir að við kaupin á Wrapp verði fyrirtækið stærst á sviði endurgreiðslutilboða á Norðurlöndunum. Saman geti þau vaxið hraðar en í sitt hvoru lagi. Nordea bætist við í hluthafahóp í Meniga. 10. janúar 2019 07:00
Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00
Meniga velti 1,8 milljörðum króna Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga velti 12,6 milljónum evra, jafnvirði um 1.770 milljóna króna, á síðasta rekstrarári frá apríl í fyrra til mars síðastliðins. 21. nóvember 2018 09:30
Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45