Foreldrum í Frakklandi bannað að rassskella börn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júlí 2019 16:53 Marlene Schiappa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, mælti fyrir frumvarpinu og sagði í samtali við dagblaðið Le Parisien að foreldrum skjátlaðist hrapallega ef þeir héldu að það væri viðeigandi að öskra, rassskella, slá utan undir, eða snúa upp á eyru barna sinna til að láta í ljós vald sitt. Vísir/getty Franska þingið samþykkti í gær lög sem banna foreldrum að rassskella börnin sín eða eins og Frakkar kalla það „la fessée“. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi með öllu fordæmt slíkt athæfi hefur það upp að vissu marki tíðkast og verið menningarlega viðurkennt í Frakklandi. Marlene Schiappa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, mælti fyrir frumvarpinu og sagði í samtali við dagblaðið Le Parisien að foreldrum skjátlaðist hrapallega ef þeir héldu að það væri viðeigandi að öskra, rassskella, slá utan undir, eða snúa upp á eyru barna sinna til að láta í ljós vald sitt. Ofbeldi og uppeldi færu einfaldlega ekki saman. Annað væri í andstöðu við hitt. Ofbeldi gegn börnum er refsivert samkvæmt hegningarlögum landsins. Þessi háttsemi, að rassskella börn, hefur að einhverju leyti verið viðurkennd menningarlega en líka að einhverju leyti lagalega vegna viðauka frá 19. öld sem gaf foreldrum ákveðið svigrúm til að „beita aga“. Samkvæmt könnun sem samtök sem berjast fyrir mannréttinum barna létu gera viðurkenndu 85% franskra foreldra að rassskella börnin sín áður en börnin ná fimm ára aldri. Frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta franska þingsins. Þó voru nokkrir þingmenn yst á hægri væng stjórnmálanna afar ósáttir með nýju lögin og sögðu að með þeim væru þingmenn að seilast of langt og nú farnir af skipta sér um of af einkalífi fjölskyldna í Frakklandi. Nýju lögin gera ekki ráð fyrir neinum viðurlögum. Aðalmarkmiðið með er að hvetja til framþróunar samfélagsins og gæta að mannréttindum barna en meðfram banninu hafa stjórnvöld einnig sagst ætla útbúa skýrslu um ofbeldi foreldra gegn börnum og gera grein fyrir tillögum að úrbótum. Frakkland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Franska þingið samþykkti í gær lög sem banna foreldrum að rassskella börnin sín eða eins og Frakkar kalla það „la fessée“. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi með öllu fordæmt slíkt athæfi hefur það upp að vissu marki tíðkast og verið menningarlega viðurkennt í Frakklandi. Marlene Schiappa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, mælti fyrir frumvarpinu og sagði í samtali við dagblaðið Le Parisien að foreldrum skjátlaðist hrapallega ef þeir héldu að það væri viðeigandi að öskra, rassskella, slá utan undir, eða snúa upp á eyru barna sinna til að láta í ljós vald sitt. Ofbeldi og uppeldi færu einfaldlega ekki saman. Annað væri í andstöðu við hitt. Ofbeldi gegn börnum er refsivert samkvæmt hegningarlögum landsins. Þessi háttsemi, að rassskella börn, hefur að einhverju leyti verið viðurkennd menningarlega en líka að einhverju leyti lagalega vegna viðauka frá 19. öld sem gaf foreldrum ákveðið svigrúm til að „beita aga“. Samkvæmt könnun sem samtök sem berjast fyrir mannréttinum barna létu gera viðurkenndu 85% franskra foreldra að rassskella börnin sín áður en börnin ná fimm ára aldri. Frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta franska þingsins. Þó voru nokkrir þingmenn yst á hægri væng stjórnmálanna afar ósáttir með nýju lögin og sögðu að með þeim væru þingmenn að seilast of langt og nú farnir af skipta sér um of af einkalífi fjölskyldna í Frakklandi. Nýju lögin gera ekki ráð fyrir neinum viðurlögum. Aðalmarkmiðið með er að hvetja til framþróunar samfélagsins og gæta að mannréttindum barna en meðfram banninu hafa stjórnvöld einnig sagst ætla útbúa skýrslu um ofbeldi foreldra gegn börnum og gera grein fyrir tillögum að úrbótum.
Frakkland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira