Telur pylsuvagnsmálið vera á misskilningi byggt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júlí 2019 21:33 Enginn pylsuvagn mun rísa fyrir utan Sundhöllina, í það minnsta ekki í bili. Fréttablaðið/Anton Brink Magnús Már Kristinsson, annar þeirra sem hugðist koma upp pylsuvagni fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur, furðar sig á ákvörðun menningar- íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur um að leggjast gegn því að pylsuvagninn fái að rísa. Segist hann telja málið vera byggt á misskilningi. Eins og greint var frá í morgun lagðist ráðið gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. Á fundi ráðsins í síðustu viku var lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs frá 16. maí vegna umsóknar um aðstöðu fyrir pylsuvagn fyrir framan Sundhöllina. Benti ráðið á að í nágrenni sundlaugarinnar væru „allmörg kaffihús, veitingastaðir og skyndibitastaðir.“ Magnús Már segir ákvörðunina koma sér á óvart. „Ég verð bara að segja að ég er frekar hissa að þetta skuli hafa verið ákveðið vegna þess að það eru nú matarvagnar fyrir utan margar af vinsælustu sundlaugum Reykjavíkur,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu og bætir við að ástæðan sem ráðið gefur upp sé fjöldi matsölustaða í nágrenni við Sundhöllina.Magnús Már Kristinsson.Aðsend„Það er kannski ekki alveg það sem fólk er að leita að þegar það er búið í sundi,“ segir Magnús og vísar til þeirra matsölustaða í grennd við Sundhöllina sem ráðið bendir á. Hann segir fljótlegan og vinsælan skyndibita hafa verið hugsunina sem lá að baki fyrirhugaðrar komu vagnsins fyrir utan þessa vinsælu sundlaug. Magnús segist viss um að málið sé byggt á misskilningi sem unnt sé að greiða úr. Hann hafi verið í sambandi við ÍTR í dag og telur sjálfur að hægt verði að finna farsæla lausn á málinu. Ef ekki, þá muni vagninn rísa annars staðar en fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur. Þó er óljóst hvar það yrði að svo stöddu. „Okkur finnst þetta vera hentugasti staðurinn í Reykjavík núna. Ég fer þarna oft sjálfur í sund og var meira að segja að vinna þarna fyrir svolitlu síðan. Þá var aðallega spurt hvort það væri einhver snöggur skyndibiti í boði,“ segir Magnús, enda ljóst að margir kjósa að næla sér í pylsu eða tvær að góðri sundferð lokinni. Sundgestir Hallarinnar verða þó að gera sér að góðu þá ofgnótt veitingastaða í grennd við laugina sem ekki eru pylsuvagnar, í það minnsta um sinn. Matur Reykjavík Sundlaugar Veitingastaðir Tengdar fréttir Vilja ekki pylsur við Sundhöllina Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur leggst gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. 2. júlí 2019 06:15 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Er sama hvort Pútín fái rauðan dregil ef það tryggir frið í Evrópu Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Magnús Már Kristinsson, annar þeirra sem hugðist koma upp pylsuvagni fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur, furðar sig á ákvörðun menningar- íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur um að leggjast gegn því að pylsuvagninn fái að rísa. Segist hann telja málið vera byggt á misskilningi. Eins og greint var frá í morgun lagðist ráðið gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. Á fundi ráðsins í síðustu viku var lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs frá 16. maí vegna umsóknar um aðstöðu fyrir pylsuvagn fyrir framan Sundhöllina. Benti ráðið á að í nágrenni sundlaugarinnar væru „allmörg kaffihús, veitingastaðir og skyndibitastaðir.“ Magnús Már segir ákvörðunina koma sér á óvart. „Ég verð bara að segja að ég er frekar hissa að þetta skuli hafa verið ákveðið vegna þess að það eru nú matarvagnar fyrir utan margar af vinsælustu sundlaugum Reykjavíkur,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu og bætir við að ástæðan sem ráðið gefur upp sé fjöldi matsölustaða í nágrenni við Sundhöllina.Magnús Már Kristinsson.Aðsend„Það er kannski ekki alveg það sem fólk er að leita að þegar það er búið í sundi,“ segir Magnús og vísar til þeirra matsölustaða í grennd við Sundhöllina sem ráðið bendir á. Hann segir fljótlegan og vinsælan skyndibita hafa verið hugsunina sem lá að baki fyrirhugaðrar komu vagnsins fyrir utan þessa vinsælu sundlaug. Magnús segist viss um að málið sé byggt á misskilningi sem unnt sé að greiða úr. Hann hafi verið í sambandi við ÍTR í dag og telur sjálfur að hægt verði að finna farsæla lausn á málinu. Ef ekki, þá muni vagninn rísa annars staðar en fyrir utan Sundhöll Reykjavíkur. Þó er óljóst hvar það yrði að svo stöddu. „Okkur finnst þetta vera hentugasti staðurinn í Reykjavík núna. Ég fer þarna oft sjálfur í sund og var meira að segja að vinna þarna fyrir svolitlu síðan. Þá var aðallega spurt hvort það væri einhver snöggur skyndibiti í boði,“ segir Magnús, enda ljóst að margir kjósa að næla sér í pylsu eða tvær að góðri sundferð lokinni. Sundgestir Hallarinnar verða þó að gera sér að góðu þá ofgnótt veitingastaða í grennd við laugina sem ekki eru pylsuvagnar, í það minnsta um sinn.
Matur Reykjavík Sundlaugar Veitingastaðir Tengdar fréttir Vilja ekki pylsur við Sundhöllina Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur leggst gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. 2. júlí 2019 06:15 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Er sama hvort Pútín fái rauðan dregil ef það tryggir frið í Evrópu Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Vilja ekki pylsur við Sundhöllina Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur leggst gegn því að komið verði upp pylsuvagni við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg. 2. júlí 2019 06:15