RÚV og Google Ólöf Skaftadóttir skrifar 3. júlí 2019 07:00 Úrræðaleysi stjórnmálamanna í málefnum einkarekinn fjölmiðla er algjört. Á meðan vex Ríkisútvarpið og dafnar með margra milljarða meðgjöf frá almenningi auk þess sem stofnunin er í bullandi samkeppni við einkamiðla um auglýsingatekjur í ójöfnum leik. Nýjasta dæmið um skilningsleysi stjórnmálamannanna er svar ráðuneyta við fyrirspurn frá Píratanum Birni Leví Gunnarssyni sem spurði um kaup stofnana ríkisins á auglýsingum á erlendum samfélagsmiðlum. Fréttablaðið tók tölurnar saman og í ljós kom að dæmi eru um að útgjöld til slíks hafi ríflega tífaldast á árunum 2015-2018. „Stefnan var að efla íslenska fjölmiðla og þarna er sérstaklega verið að taka ákvörðun um að auglýsa annars staðar. Tekjur flestra fjölmiðla eru í auglýsingasölu og þarna er verið að beina auglýsingatekjum annað,“ sagði Björn Leví. Í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra þar sem gert er ráð fyrir að skipta 350 milljóna framlagi frá ríkinu milli einkamiðla er tækniþróun fjölmiðlamarkaðarins tekin fyrir. Þar segir að Ísland hafi ekki farið varhluta af þeim breytingum á rekstrarumhverfi sem átt hafa sér stað síðustu ár með aukinni tækniþróun og alþjóðavæðingu. Þar er einnig tekið fram að æ stærri hluti auglýsingatekna renni til erlendra samfélagsmiðla og leitarvéla sem sé sjálfstætt vandamál. Það skýtur því skökku við að á meðan ráðherrann þykist skilja þann bráðavanda sem að íslenskum fjölmiðlum steðjar snýr hún sér við og kaupir auglýsingar af þeim sömu og hún segir vera við það að ganga af íslenskum fjölmiðlamarkaði dauðum. Samkeppni íslenskra einkamiðla við erlend fyrirtæki á borð við Google og Facebook er staðreynd. Henni væri hægt að taka fagnandi ef stjórnmálamenn löguðu lagaumhverfið að nútímanum, í stað þess að bjóða upp á miðjumoð á borð við það frumvarp sem nú liggur á borðinu. Af mörgu er að taka. Ein hugmynd er að leyfa auglýsingar á áfengi í íslenskum miðlum. Rökin fyrir banninu eru löngu fallin um sjálf sig. Áfengisauglýsingar er að finna úti um allt. Netið hefur orðið til þess að áfengisauglýsingar sjá allir, þótt þær séu bannaðar í dagblöðum. Þær eru í erlendum tímaritum sem flutt eru til landsins og seld í íslenskum bókabúðum. Þær eru á samfélagsmiðlum sem heyra ekki undir íslenska lögsögu en allir hafa aðgang að og svo í beinum sjónvarpsútsendingum, aðallega frá íþróttaleikjum. Á meðan stjórnmálamenn tala um mikilvægi fjölmiðla á tyllidögum er beint framlag ríkisins til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljarðar á ári. RÚV sækir svo um 2,3 milljarða til viðbótar með auglýsingasölu í samkeppni við einkareknu miðlana. Draumsýn menntamálaráðherra með fjölmiðlafrumvarpi sínu er sú að eitthvað lagist á rammskökkum fjölmiðlamarkaði með því að ríkið leggi fram til einkamiðlanna það sem nemur um 5 prósentum af árlegri forgjöf Ríkisútvarpsins. Og svo auglýsir hún draumsýnina á Facebook. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Úrræðaleysi stjórnmálamanna í málefnum einkarekinn fjölmiðla er algjört. Á meðan vex Ríkisútvarpið og dafnar með margra milljarða meðgjöf frá almenningi auk þess sem stofnunin er í bullandi samkeppni við einkamiðla um auglýsingatekjur í ójöfnum leik. Nýjasta dæmið um skilningsleysi stjórnmálamannanna er svar ráðuneyta við fyrirspurn frá Píratanum Birni Leví Gunnarssyni sem spurði um kaup stofnana ríkisins á auglýsingum á erlendum samfélagsmiðlum. Fréttablaðið tók tölurnar saman og í ljós kom að dæmi eru um að útgjöld til slíks hafi ríflega tífaldast á árunum 2015-2018. „Stefnan var að efla íslenska fjölmiðla og þarna er sérstaklega verið að taka ákvörðun um að auglýsa annars staðar. Tekjur flestra fjölmiðla eru í auglýsingasölu og þarna er verið að beina auglýsingatekjum annað,“ sagði Björn Leví. Í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra þar sem gert er ráð fyrir að skipta 350 milljóna framlagi frá ríkinu milli einkamiðla er tækniþróun fjölmiðlamarkaðarins tekin fyrir. Þar segir að Ísland hafi ekki farið varhluta af þeim breytingum á rekstrarumhverfi sem átt hafa sér stað síðustu ár með aukinni tækniþróun og alþjóðavæðingu. Þar er einnig tekið fram að æ stærri hluti auglýsingatekna renni til erlendra samfélagsmiðla og leitarvéla sem sé sjálfstætt vandamál. Það skýtur því skökku við að á meðan ráðherrann þykist skilja þann bráðavanda sem að íslenskum fjölmiðlum steðjar snýr hún sér við og kaupir auglýsingar af þeim sömu og hún segir vera við það að ganga af íslenskum fjölmiðlamarkaði dauðum. Samkeppni íslenskra einkamiðla við erlend fyrirtæki á borð við Google og Facebook er staðreynd. Henni væri hægt að taka fagnandi ef stjórnmálamenn löguðu lagaumhverfið að nútímanum, í stað þess að bjóða upp á miðjumoð á borð við það frumvarp sem nú liggur á borðinu. Af mörgu er að taka. Ein hugmynd er að leyfa auglýsingar á áfengi í íslenskum miðlum. Rökin fyrir banninu eru löngu fallin um sjálf sig. Áfengisauglýsingar er að finna úti um allt. Netið hefur orðið til þess að áfengisauglýsingar sjá allir, þótt þær séu bannaðar í dagblöðum. Þær eru í erlendum tímaritum sem flutt eru til landsins og seld í íslenskum bókabúðum. Þær eru á samfélagsmiðlum sem heyra ekki undir íslenska lögsögu en allir hafa aðgang að og svo í beinum sjónvarpsútsendingum, aðallega frá íþróttaleikjum. Á meðan stjórnmálamenn tala um mikilvægi fjölmiðla á tyllidögum er beint framlag ríkisins til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljarðar á ári. RÚV sækir svo um 2,3 milljarða til viðbótar með auglýsingasölu í samkeppni við einkareknu miðlana. Draumsýn menntamálaráðherra með fjölmiðlafrumvarpi sínu er sú að eitthvað lagist á rammskökkum fjölmiðlamarkaði með því að ríkið leggi fram til einkamiðlanna það sem nemur um 5 prósentum af árlegri forgjöf Ríkisútvarpsins. Og svo auglýsir hún draumsýnina á Facebook.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun