Mótmælt af krafti á fyrsta degi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. júlí 2019 08:00 Katalónskir sjálfstæðissinnar mótmæltu af krafti í hinni frönsku Strassborg í gær. Nordicphotos/AFP Breskir útgöngusinnar og Evrópusinnar sem og katalónskir sjálfstæðissinnar létu duglega í sér heyra á fyrsta degi nýs Evrópuþings þegar þingmenn komu saman í Strassborg, Frakklandi, í gær í fyrsta sinn frá því þeir náðu kjöri í lok maí. Mótmæli hinna katalónsku snerust um þá þrjá þingmenn sem ekki hafa getað tekið sæti. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og Toni Comin, fyrrverandi heilbrigðisráðherra héraðsins, hafa ekki getað tekið sæti þar sem þeir eru í sjálfskipaðri útlegð í Brussel vegna ásakana um uppreisn á Spáni. Til þess að taka sæti þyrftu Puigdemont og Comin að ferðast til Madrídar og sverja spænsku stjórnarskránni hollustueið en hafa ekki gert það vegna hættu á handtöku. Jafnvel þótt þeir gætu farið beint til Frakklands gætu þeir verið handteknir. Spænska lögreglan hefði heimild til þess á grundvelli samkomulags við Frakka sem gert var árið 2002 samkvæmt katalónska héraðsmiðlinum ACN. Sá þriðji, fyrrverandi varaforsetinn Oriol Junqueras, er aftur á móti í gæsluvarðhaldi á meðan hæstaréttardómarar ráða ráðum sínum og reyna að komast að niðurstöðu um hvort hann og ellefu aðrir Katalónar hafi gerst sekir um sömu glæpi, meðal annars uppreisn og uppreisnaráróður, og þeir Comin og Puigdemont. Katalónskir sjálfstæðissinnar í þingsalnum stilltu upp ljósmyndum af fjarverandi félögum sínum á borð sín í þingsalnum í mótmælaskyni, en þeir álíta ásakanirnar pólitískar og Junqueras þar með pólitískan fanga. Fyrir utan mótmæltu hundruð Katalóna sem höfðu lagt leið sína yfir Pýreneafjöllin. Matt Carthy, írskur Evrópuþingmaður fyrir hönd Sinn Féin, studdi við bakið á Katalónunum og hafði BBC eftir honum að grafið væri undantrúverðugleika þingsins með því að ekki væri staðinn vörður um réttindi katalónskra kjósenda. Bresku útgöngusinnarnir í Brexitflokknum vöktu svo reiði Antonios Tajani, fráfarandi forseta þingsins, með mótmælum í þingsal. Er Óður Beethovens til gleðinnar, einkennislag Evrópusambandsins, var spilað í þingsal stóðu Brexitflokksmenn upp en sneru baki í salinn. Nigel Farage, leiðtogi flokksins, hafði fyrr lofað „skemmtilegri ögrun“. „Að rísa á fætur er spurning um virðingu. Það þýðir ekki að þú sért endilega sammála sjónarmiðum Evrópusambandsins. Jafnvel þegar þú hlýðir á þjóðsöng annars ríkis áttu að rísa á fætur,“ sagði Tajani. Og svo voru það Frjálslyndir demókratar, breski flokkurinn sem hefur talað einna hæst gegn útgöngunni. Flokksmenn klæddust skærgulum bolum sem ýmist stóð á „Stop Brexit“ eða „Bollocks to Brexit“. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Breskir útgöngusinnar og Evrópusinnar sem og katalónskir sjálfstæðissinnar létu duglega í sér heyra á fyrsta degi nýs Evrópuþings þegar þingmenn komu saman í Strassborg, Frakklandi, í gær í fyrsta sinn frá því þeir náðu kjöri í lok maí. Mótmæli hinna katalónsku snerust um þá þrjá þingmenn sem ekki hafa getað tekið sæti. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnarinnar, og Toni Comin, fyrrverandi heilbrigðisráðherra héraðsins, hafa ekki getað tekið sæti þar sem þeir eru í sjálfskipaðri útlegð í Brussel vegna ásakana um uppreisn á Spáni. Til þess að taka sæti þyrftu Puigdemont og Comin að ferðast til Madrídar og sverja spænsku stjórnarskránni hollustueið en hafa ekki gert það vegna hættu á handtöku. Jafnvel þótt þeir gætu farið beint til Frakklands gætu þeir verið handteknir. Spænska lögreglan hefði heimild til þess á grundvelli samkomulags við Frakka sem gert var árið 2002 samkvæmt katalónska héraðsmiðlinum ACN. Sá þriðji, fyrrverandi varaforsetinn Oriol Junqueras, er aftur á móti í gæsluvarðhaldi á meðan hæstaréttardómarar ráða ráðum sínum og reyna að komast að niðurstöðu um hvort hann og ellefu aðrir Katalónar hafi gerst sekir um sömu glæpi, meðal annars uppreisn og uppreisnaráróður, og þeir Comin og Puigdemont. Katalónskir sjálfstæðissinnar í þingsalnum stilltu upp ljósmyndum af fjarverandi félögum sínum á borð sín í þingsalnum í mótmælaskyni, en þeir álíta ásakanirnar pólitískar og Junqueras þar með pólitískan fanga. Fyrir utan mótmæltu hundruð Katalóna sem höfðu lagt leið sína yfir Pýreneafjöllin. Matt Carthy, írskur Evrópuþingmaður fyrir hönd Sinn Féin, studdi við bakið á Katalónunum og hafði BBC eftir honum að grafið væri undantrúverðugleika þingsins með því að ekki væri staðinn vörður um réttindi katalónskra kjósenda. Bresku útgöngusinnarnir í Brexitflokknum vöktu svo reiði Antonios Tajani, fráfarandi forseta þingsins, með mótmælum í þingsal. Er Óður Beethovens til gleðinnar, einkennislag Evrópusambandsins, var spilað í þingsal stóðu Brexitflokksmenn upp en sneru baki í salinn. Nigel Farage, leiðtogi flokksins, hafði fyrr lofað „skemmtilegri ögrun“. „Að rísa á fætur er spurning um virðingu. Það þýðir ekki að þú sért endilega sammála sjónarmiðum Evrópusambandsins. Jafnvel þegar þú hlýðir á þjóðsöng annars ríkis áttu að rísa á fætur,“ sagði Tajani. Og svo voru það Frjálslyndir demókratar, breski flokkurinn sem hefur talað einna hæst gegn útgöngunni. Flokksmenn klæddust skærgulum bolum sem ýmist stóð á „Stop Brexit“ eða „Bollocks to Brexit“.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira