Vigdís Hauksdóttir kærir úrskurð kjörnefndar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júlí 2019 19:01 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, hefur kært úrskurð kjörnefndar sem skipuð var af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þann 7. júní síðastliðinn. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar á framkvæmd borgarstjórnarkosninganna sem fram fóru á síðasta ári hafi komið of seint. Henni var því vísað frá. Áður hafði sýslumaður vísað kærunni frá en fyrr í þessum mánuði felldi dómsmálaráðuneytið ákvörðun sýslumanns úr gildi og lagði fyrir hann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg ákvað snemma árs 2018 að ráðast í aðgerðir til að auka kosningaþátttöku. Send voru bréf á innflytjendur sem nýverið höfðu öðlast kosningarétt í borgarstjórnarkosningum, konur yfir áttrætt og ungt fólk sem var að kjósa í fyrsta skipti. Á síðastnefnda hópnum stóð til að gera rannsókn á hvaða áhrif hvatningin hefði. Persónuvernd tók málið til skoðunar og komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Í kjölfarið ákvað Vigdís að kæra framkvæmd kosninganna á þeim grundvelli að umrætt verkefni borgarinnar væri ólögmæt íhlutun þáverandi meirihluta í kosningarnar.Segir nýjan kærufrest hafa hafist við úrskurð Persónuverndar Í kærunni, sem Vigdís sendi fjölmiðlum í dag, segir að hún telji að 7. febrúar, daginn sem úrskurður Persónuverndar var birtur, hafi nýr kærufrestur vegna kosninganna byrjað. „Kjörnefnd og kærandi eru ekki sammála í þessum efnum og hefur kjörnefnd vísað kærunni frá með þeim rökum að ekki eru ákvæði í lögum um kosningar til sveitastjórna nr. 5/1998 um að framlengja megi þann frest sem kveðið er á um í 1. mgr. 93. gr. Jafnframt taldi nefndin að ekki væri í öðrum lögum eða réttarheimildum að finna heimild til þess að nefndin gæti framlengt þann frest eða ákvarðað að upphaf hans verði fært til síðara takmarks en þess er úrslitum kosninga var lýst.“ Þarna segir Vigdís nefndina hafa beitt lagaeyðuákvæði sem túlka verði kæranda, það er Vigdísi sjálfri, í hag „vegna alvarleika brotsins og fordæmalausra vinnubragða Reykjavíkurborgar sem Persónuvernd úrskurðaði um að afloknum lögbundnum sveitastjórnarkosningum.“ Líti Vigdís á brot Reykjavíkurborgar á persónuverndarlögum sem alvarlega aðför að lýðræði í landinu. Óskar Vigdís eftir því að dómsmálaráðuneytið vísi kæru hennar aftur til kjörnefndarinnar til efnisúrskurðar á grunni alvarleika þeirra brota sem Persónuvernd úrskurðaði um, til ógildingar kosninganna. „Ef dómsmálaráðuneytið telur þá vísun málsins ekki rétta óskar kærandi eftir að ráðuneytið vísi kærunni til rétts stjórnvalds, eða úrskurði sjálft efnislega,“ segir í kærunni. Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55 Dagur setti hnefann í borðið: „Ábyrgðarhluti af kjörnum fulltrúum að dreifa gróusögum um kosningasvindl“ Breytingartillaga meirihlutans var samþykkt í kvöld. 20. febrúar 2019 00:10 Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. 25. júní 2019 13:39 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, hefur kært úrskurð kjörnefndar sem skipuð var af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þann 7. júní síðastliðinn. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar á framkvæmd borgarstjórnarkosninganna sem fram fóru á síðasta ári hafi komið of seint. Henni var því vísað frá. Áður hafði sýslumaður vísað kærunni frá en fyrr í þessum mánuði felldi dómsmálaráðuneytið ákvörðun sýslumanns úr gildi og lagði fyrir hann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg ákvað snemma árs 2018 að ráðast í aðgerðir til að auka kosningaþátttöku. Send voru bréf á innflytjendur sem nýverið höfðu öðlast kosningarétt í borgarstjórnarkosningum, konur yfir áttrætt og ungt fólk sem var að kjósa í fyrsta skipti. Á síðastnefnda hópnum stóð til að gera rannsókn á hvaða áhrif hvatningin hefði. Persónuvernd tók málið til skoðunar og komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Í kjölfarið ákvað Vigdís að kæra framkvæmd kosninganna á þeim grundvelli að umrætt verkefni borgarinnar væri ólögmæt íhlutun þáverandi meirihluta í kosningarnar.Segir nýjan kærufrest hafa hafist við úrskurð Persónuverndar Í kærunni, sem Vigdís sendi fjölmiðlum í dag, segir að hún telji að 7. febrúar, daginn sem úrskurður Persónuverndar var birtur, hafi nýr kærufrestur vegna kosninganna byrjað. „Kjörnefnd og kærandi eru ekki sammála í þessum efnum og hefur kjörnefnd vísað kærunni frá með þeim rökum að ekki eru ákvæði í lögum um kosningar til sveitastjórna nr. 5/1998 um að framlengja megi þann frest sem kveðið er á um í 1. mgr. 93. gr. Jafnframt taldi nefndin að ekki væri í öðrum lögum eða réttarheimildum að finna heimild til þess að nefndin gæti framlengt þann frest eða ákvarðað að upphaf hans verði fært til síðara takmarks en þess er úrslitum kosninga var lýst.“ Þarna segir Vigdís nefndina hafa beitt lagaeyðuákvæði sem túlka verði kæranda, það er Vigdísi sjálfri, í hag „vegna alvarleika brotsins og fordæmalausra vinnubragða Reykjavíkurborgar sem Persónuvernd úrskurðaði um að afloknum lögbundnum sveitastjórnarkosningum.“ Líti Vigdís á brot Reykjavíkurborgar á persónuverndarlögum sem alvarlega aðför að lýðræði í landinu. Óskar Vigdís eftir því að dómsmálaráðuneytið vísi kæru hennar aftur til kjörnefndarinnar til efnisúrskurðar á grunni alvarleika þeirra brota sem Persónuvernd úrskurðaði um, til ógildingar kosninganna. „Ef dómsmálaráðuneytið telur þá vísun málsins ekki rétta óskar kærandi eftir að ráðuneytið vísi kærunni til rétts stjórnvalds, eða úrskurði sjálft efnislega,“ segir í kærunni.
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55 Dagur setti hnefann í borðið: „Ábyrgðarhluti af kjörnum fulltrúum að dreifa gróusögum um kosningasvindl“ Breytingartillaga meirihlutans var samþykkt í kvöld. 20. febrúar 2019 00:10 Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. 25. júní 2019 13:39 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Þriggja manna nefnd tekur afstöðu til kæru Vigdísar Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að vísa frá kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, um gildi borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Lagt hefur verið fyrir sýslumann að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefni. 5. júní 2019 10:55
Dagur setti hnefann í borðið: „Ábyrgðarhluti af kjörnum fulltrúum að dreifa gróusögum um kosningasvindl“ Breytingartillaga meirihlutans var samþykkt í kvöld. 20. febrúar 2019 00:10
Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins. 25. júní 2019 13:39