„Stærra en þegar Liverpool vann Barcelona“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 10:30 Hinn 35 ára gamli Michael Wilde fagnar marki sínu fyrir Connah's Quay Nomads. Getty/Matthew Ashton KR og Breiðablik eru úr leik í Evrópudeildinni en velska liðið Connah's Quay Nomads er aftur á mótið komið áfram í aðra umferð keppninnar. Connah's Quay Nomads sló í gær út skoska liðið Kilmarnock og fá að launum leiki á móti serbneska félaginu Partizan Belgrad í næstu umferð. Connah's Quay Nomads tapaði fyrri leiknum 2-1 á heimavelli og það voru ekki margir sem sáu Kilmarnock klúðra þeirri forystu í Skotlandi. Connah's Quay Nomads vann hins vegar 2-0 sigur á heimavelli Kilmarnock í gær og tryggði sér sæti í næstu umferð og um leið dágóða peningaupphæð.A "bigger result than Liverpool beating Barcelona". There's already been a huge shock in Europa League qualifying .https://t.co/sQeeij6LrJpic.twitter.com/LIBUpZKw8F — BBC Sport (@BBCSport) July 19, 2019Knattspyrnustjóri Connah's Quay Nomads var líka kátur og yfirlýsingaglaður eftir leikinn í gær. „Þetta eru ein óvæntustu úrslitin í sögu Evrópudeildarinnar,“ lét Andy Morrison hafa eftir sér og hann var ekki hættur því Morrison bætti við: „Þetta er stærra en þegar Liverpool vann Barcelona,“ sagði Morrison í sigurvímu við BBC í Skotlandi. Connah's Quay Nomads er ekki skipað atvinnumönnum og sex af leikmönnum liðsins þurfti að mæta í vinnu í morgun. Liðið skilaði sér heim til Wales um miðja nótt. Andy Morrison var þarna að rifja upp 4-0 sigur Liverpool á Barcelona á Anfield í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og var að mati flestra nánast komið áfram eftir þau úrslit. „Ég heyrði ýmislegt fyrir leikinn. Ég held að það hafi verið knattspyrnustjóri Queens' Park sem sagði að hann héldi að þeir myndu skora sex mörk á okkur og að það kæmi honum ekki á óvart að mörkin yrðu tíu,“ sagði Morrison við breska ríkisútvarpið í Skotland. „Við vorum að senda mönnum eins og honum skilaboð. Þú afskrifar ekki lið með fullvöxnum karlmönnum. Fyrirliðinn minn er 37 ára og Michael Wilde er 35 ára en þeir eru mjög ljónshjörtu og hætta aldrei,“ sagði Morrison „Þetta er stórkostlegt afrek hjá öllum mínum leikmönnum. Þeir komast ekki heim til sín fyrr en fimm um morguninn og sex af þeim þurfa að mæta í vinnu á morgun. Svo þurfum við að fara undirbúa okkur fyrir Serbíu í næstu viku,“ sagði Morrison. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Sjá meira
KR og Breiðablik eru úr leik í Evrópudeildinni en velska liðið Connah's Quay Nomads er aftur á mótið komið áfram í aðra umferð keppninnar. Connah's Quay Nomads sló í gær út skoska liðið Kilmarnock og fá að launum leiki á móti serbneska félaginu Partizan Belgrad í næstu umferð. Connah's Quay Nomads tapaði fyrri leiknum 2-1 á heimavelli og það voru ekki margir sem sáu Kilmarnock klúðra þeirri forystu í Skotlandi. Connah's Quay Nomads vann hins vegar 2-0 sigur á heimavelli Kilmarnock í gær og tryggði sér sæti í næstu umferð og um leið dágóða peningaupphæð.A "bigger result than Liverpool beating Barcelona". There's already been a huge shock in Europa League qualifying .https://t.co/sQeeij6LrJpic.twitter.com/LIBUpZKw8F — BBC Sport (@BBCSport) July 19, 2019Knattspyrnustjóri Connah's Quay Nomads var líka kátur og yfirlýsingaglaður eftir leikinn í gær. „Þetta eru ein óvæntustu úrslitin í sögu Evrópudeildarinnar,“ lét Andy Morrison hafa eftir sér og hann var ekki hættur því Morrison bætti við: „Þetta er stærra en þegar Liverpool vann Barcelona,“ sagði Morrison í sigurvímu við BBC í Skotlandi. Connah's Quay Nomads er ekki skipað atvinnumönnum og sex af leikmönnum liðsins þurfti að mæta í vinnu í morgun. Liðið skilaði sér heim til Wales um miðja nótt. Andy Morrison var þarna að rifja upp 4-0 sigur Liverpool á Barcelona á Anfield í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 og var að mati flestra nánast komið áfram eftir þau úrslit. „Ég heyrði ýmislegt fyrir leikinn. Ég held að það hafi verið knattspyrnustjóri Queens' Park sem sagði að hann héldi að þeir myndu skora sex mörk á okkur og að það kæmi honum ekki á óvart að mörkin yrðu tíu,“ sagði Morrison við breska ríkisútvarpið í Skotland. „Við vorum að senda mönnum eins og honum skilaboð. Þú afskrifar ekki lið með fullvöxnum karlmönnum. Fyrirliðinn minn er 37 ára og Michael Wilde er 35 ára en þeir eru mjög ljónshjörtu og hætta aldrei,“ sagði Morrison „Þetta er stórkostlegt afrek hjá öllum mínum leikmönnum. Þeir komast ekki heim til sín fyrr en fimm um morguninn og sex af þeim þurfa að mæta í vinnu á morgun. Svo þurfum við að fara undirbúa okkur fyrir Serbíu í næstu viku,“ sagði Morrison.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Sjá meira