Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2019 20:12 Hvalirnir hafa að öllum líkindum legið dauðir í fjörunni í nokkurn tíma. Mynd/David Scwarzhan Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. Hvalirnir hafi ekki strandað viljandi í fjörunni heldur eigi skýringin líklega rætur í umhverfinu eða jafnvel fjölskyldumynstri hvalanna.Aldrei einn hvalur heldur hópurinn Þyrluflugmaður ásamt bandarískum ferðamönnum kom að hvölunum í Löngufjörum í dag en um er að ræða tugi dýra. Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur segir í samtali við Vísi að grindhvalir haldi sig í stórum og þéttum hópum. „Þeir yfirgefa ekki hópmeðlimi svo glatt og því síður ef þetta eru dýr sem stýra hópnum. Svo ef þau dýr veikjast eða villast þá eru líkur á því að hópurinn fylgir með. Ef grindhval rekur á land þá er það aldrei einn hvalur heldur hópurinn.“Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávarlíffræðingur.Mynd/Stöð 2Botngerðin afar óhentug Þá segir Edda að ákveðnar umhverfisaðstæður auki líkur á því að hvalirnir lendi í ógöngum. Slíkar aðstæður virðist fyrir hendi í Löngufjörum, þ.e. svæðið sé einkar óhentugt fyrir grindhvali og aðra djúpköfunarhvali sem fara nálægt landi. „Þetta er enn stór ráðgáta, af hverju þetta gerist svona oft hjá þessari tegund. Þetta eru útsjávarhvalir en þeir eru á flakki og miklum ferðum og fara stundum nær ströndinni þar sem sjávarfallastraumur er sterkur. Þá er kannski sterkur vindur sem stendur af sjó og þá eru meiri líkur á að þeir álpist nær ströndinni, ef botngerð er þannig að það er aflíðandi sandbotn, og strandi frekar,“ segir Edda. „Það er ólíklegt að þeir séu að stranda viljandi eins og stundum er fjallað um, að þeir finni sér stað til að deyja.“ Nýtt kvendýr kannski nýtekið við Þá hafi fjölskyldumynstur hvalanna mögulega eitthvað að segja um örlög þeirra. „Þetta er mikil goggunarröð í hópunum sem er yfirleitt stýrt af elstu kvendýrunum. Kannski hefur elsta kvendýrið nýlega fallið frá og einhver nýr tekið við hópnum. Þannig að það er ýmislegt sem getur gert það að verkum að þeir taki jafnvel ranga ákvörðun,“ segir Edda.Talið er að hvalirnir séu um fimmtíu talsins.Mynd/David ScwarzhanHún bendir enn fremur á að stærð hópsins sem rak á land, um fimmtíu hvalir, sé ekki óeðlileg. „Þar gætu verið margar smærri fjölskyldueiningar saman, og oft eru þær skyldar sín á milli. Ef um er að ræða grindhvali þá er ekkert óeðlilegt að þeir séu svona margir.“Tengist mögulega loftslagsbreytingum Þetta er jafnframt ekki í fyrsta sinn sem grindhvalir stranda við fjörur Íslands. Edda minnist þess að þetta sé a.m.k. þriðja árið í röð sem hún hefur verið fengin í viðtal vegna grindhvala en þeir eiga náttúruleg heimkynni vestur af Snæfellsnesi. „Mögulega er þéttleiki þeirra eitthvað að aukast á þessu svæði. Það eru miklar breytingar á útbreiðslu hvala í sjónum í dag, sem við tengjum að miklu leyti við loftslagsbreytingar.“ Mjög ólíklegt að þeir hafi lifað af David Scwarzhan þyrluflugmaður hjá Reykjavík Helicopters, sem tók myndir af hvölunum í dag, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hvalirnir væru líklega allir dauðir. Edda segir að verkferlar séu ekki mjög skýrir þegar kemur að því að farga hvalshræjum. „Oft eru þau tekin upp og færð eitthvert annað og grafin. Stundum er farið með þau út á sjó og þeim er sökkt,“ segir Edda. Afar ólíklegt sé að nokkur hvalanna í Löngufjörum sé á lífi. „Þegar dýr eru búin að vera lengi á þurru landi og langt í að það falli aftur að þá er oft ólíklegt að þau lifi það af, sérstaklega ef þau liggja í sólinni og bakast. Aðstæður þarna voru mjög slæmar þannig að það er mjög ólíklegt að nokkur lifi það af og ef svo væri hefði þurft að aflífa.“ Dýr Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. Hvalirnir hafi ekki strandað viljandi í fjörunni heldur eigi skýringin líklega rætur í umhverfinu eða jafnvel fjölskyldumynstri hvalanna.Aldrei einn hvalur heldur hópurinn Þyrluflugmaður ásamt bandarískum ferðamönnum kom að hvölunum í Löngufjörum í dag en um er að ræða tugi dýra. Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur segir í samtali við Vísi að grindhvalir haldi sig í stórum og þéttum hópum. „Þeir yfirgefa ekki hópmeðlimi svo glatt og því síður ef þetta eru dýr sem stýra hópnum. Svo ef þau dýr veikjast eða villast þá eru líkur á því að hópurinn fylgir með. Ef grindhval rekur á land þá er það aldrei einn hvalur heldur hópurinn.“Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávarlíffræðingur.Mynd/Stöð 2Botngerðin afar óhentug Þá segir Edda að ákveðnar umhverfisaðstæður auki líkur á því að hvalirnir lendi í ógöngum. Slíkar aðstæður virðist fyrir hendi í Löngufjörum, þ.e. svæðið sé einkar óhentugt fyrir grindhvali og aðra djúpköfunarhvali sem fara nálægt landi. „Þetta er enn stór ráðgáta, af hverju þetta gerist svona oft hjá þessari tegund. Þetta eru útsjávarhvalir en þeir eru á flakki og miklum ferðum og fara stundum nær ströndinni þar sem sjávarfallastraumur er sterkur. Þá er kannski sterkur vindur sem stendur af sjó og þá eru meiri líkur á að þeir álpist nær ströndinni, ef botngerð er þannig að það er aflíðandi sandbotn, og strandi frekar,“ segir Edda. „Það er ólíklegt að þeir séu að stranda viljandi eins og stundum er fjallað um, að þeir finni sér stað til að deyja.“ Nýtt kvendýr kannski nýtekið við Þá hafi fjölskyldumynstur hvalanna mögulega eitthvað að segja um örlög þeirra. „Þetta er mikil goggunarröð í hópunum sem er yfirleitt stýrt af elstu kvendýrunum. Kannski hefur elsta kvendýrið nýlega fallið frá og einhver nýr tekið við hópnum. Þannig að það er ýmislegt sem getur gert það að verkum að þeir taki jafnvel ranga ákvörðun,“ segir Edda.Talið er að hvalirnir séu um fimmtíu talsins.Mynd/David ScwarzhanHún bendir enn fremur á að stærð hópsins sem rak á land, um fimmtíu hvalir, sé ekki óeðlileg. „Þar gætu verið margar smærri fjölskyldueiningar saman, og oft eru þær skyldar sín á milli. Ef um er að ræða grindhvali þá er ekkert óeðlilegt að þeir séu svona margir.“Tengist mögulega loftslagsbreytingum Þetta er jafnframt ekki í fyrsta sinn sem grindhvalir stranda við fjörur Íslands. Edda minnist þess að þetta sé a.m.k. þriðja árið í röð sem hún hefur verið fengin í viðtal vegna grindhvala en þeir eiga náttúruleg heimkynni vestur af Snæfellsnesi. „Mögulega er þéttleiki þeirra eitthvað að aukast á þessu svæði. Það eru miklar breytingar á útbreiðslu hvala í sjónum í dag, sem við tengjum að miklu leyti við loftslagsbreytingar.“ Mjög ólíklegt að þeir hafi lifað af David Scwarzhan þyrluflugmaður hjá Reykjavík Helicopters, sem tók myndir af hvölunum í dag, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hvalirnir væru líklega allir dauðir. Edda segir að verkferlar séu ekki mjög skýrir þegar kemur að því að farga hvalshræjum. „Oft eru þau tekin upp og færð eitthvert annað og grafin. Stundum er farið með þau út á sjó og þeim er sökkt,“ segir Edda. Afar ólíklegt sé að nokkur hvalanna í Löngufjörum sé á lífi. „Þegar dýr eru búin að vera lengi á þurru landi og langt í að það falli aftur að þá er oft ólíklegt að þau lifi það af, sérstaklega ef þau liggja í sólinni og bakast. Aðstæður þarna voru mjög slæmar þannig að það er mjög ólíklegt að nokkur lifi það af og ef svo væri hefði þurft að aflífa.“
Dýr Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20