Segir sameiningu Mannvirkjastofnunar og Íbúðalánasjóðs ekki hagræðingaraðgerð Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2019 16:00 Sameiningin er fyrirhuguð frá næstu áramótum. Félagsmálaráðuneytið hefur birt á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Með frumvarpinu er lagt til að tvær stofnanir, Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun verði lagðar niður og nýrri stofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun verði falið að annast húsnæðis- og mannvirkjamál. Fjármálaumsýsla vegna eldri starfsemi Íbúðalánasjóðs verður aðskilin frá nýrri stofnun eftir því sem segir í Samráðsgáttinni. Ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, Gissur Pétursson, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir því að starfsemi sem tengist fjármálaumsýslunni muni falla til fjármálaráðuneytisins eftir sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Opnað hefur verið fyrir umsagnir við frumvarpið og gefst frestur til 6. ágúst næstkomandi. Verði frumvarpið að lögum verða stofnanirnar tvær sameinaðar frá og með næstu áramótum.Starfsemi vegna lánasafns færist til fjármálaráðuneytisins Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, segir að markmiðið sé að bæta húsnæðismarkaðinn fyrir almenning. „Eitt af því sem reynsla síðustu ára hefur kennt okkur er að það hefur skort ákveðna yfirsýn yfir húsnæðismarkaðinn og hana öðlumst við með því að færa ábyrgð og eftirlit með húsnæðis- og byggingarmálum á eina hendi,“ segir ráðherrann. 28 hafa starfað hjá Mannvirkjastofnun og 80 hjá Íbúðalánasjóði, í viðtali við Ríkisútvarpið sagði Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, að öllum starfsmönnum yrði boðið starf hjá nýrri stofnun. Ekki verði gripið til uppsagna í tengslum við sameiningu. Í samtali við Vísi segir Gissur, sem sat í starfshópnum sem mælti með sameiningu, að markmiðið með sameiningunni verði að auka skilvirkni í málaflokkunum. Samvinna stofnananna hafi verið þó nokkur undanfarið þrátt fyrir að sum verkefna Mannvirkjastofnunar séu vel fjarri verkahring Íbúðalánasjóðs. En brunavarnir og rafmagnseftirlit eru meðal málefna sem heyra undir Mannvirkjastofnun. Spurður að því hvort þeir flokkar eigi erindi undir félagsmálaráðuneytið segir Gissur að brunavarnir hafi lengi vel heyrt undir það ráðuneyti áður en Mannvirkjastofnun var sett á laggirnar árið 2011.Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisinsTvær forstjórastöður verða að einni Gissur segir að starfsfólk stofnananna taki vel í áætlanir um sameiningu og liður í því sé að engum verði sagt upp. Þó séu eins og í flestum sameiningartilvikum einhverjir neikvæðir innan stofnananna. „Þetta er ekki hagræðingaraðgerð, við erum ekki að sameina tvö flugfélög,“ segir Gissur og bætir við að verið sé að steypa saman tveimur sterkum stofnunum með þó nokkuð ólíka starfsemi, starfsemi sem ætti þó að geta rúmast undir einu nafni. Stofnununum tveimur er í dag stýrt af sitt hvorum forstjóranum, Hermann Jónasson fer fyrir Íbúðalánasjóði en Björn Karlsson stýrir Mannvirkjastofnun. Ljóst er samkvæmt frumvarpinu að forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar yrði aðeins einn. Gissur segir að það eigi eftir að fara í þá vinnu en ítrekar að öllum starfsmönnum verði boðið starf hjá nýrri stofnun Félagsmál Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið hefur birt á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Með frumvarpinu er lagt til að tvær stofnanir, Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun verði lagðar niður og nýrri stofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun verði falið að annast húsnæðis- og mannvirkjamál. Fjármálaumsýsla vegna eldri starfsemi Íbúðalánasjóðs verður aðskilin frá nýrri stofnun eftir því sem segir í Samráðsgáttinni. Ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, Gissur Pétursson, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir því að starfsemi sem tengist fjármálaumsýslunni muni falla til fjármálaráðuneytisins eftir sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Opnað hefur verið fyrir umsagnir við frumvarpið og gefst frestur til 6. ágúst næstkomandi. Verði frumvarpið að lögum verða stofnanirnar tvær sameinaðar frá og með næstu áramótum.Starfsemi vegna lánasafns færist til fjármálaráðuneytisins Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, segir að markmiðið sé að bæta húsnæðismarkaðinn fyrir almenning. „Eitt af því sem reynsla síðustu ára hefur kennt okkur er að það hefur skort ákveðna yfirsýn yfir húsnæðismarkaðinn og hana öðlumst við með því að færa ábyrgð og eftirlit með húsnæðis- og byggingarmálum á eina hendi,“ segir ráðherrann. 28 hafa starfað hjá Mannvirkjastofnun og 80 hjá Íbúðalánasjóði, í viðtali við Ríkisútvarpið sagði Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, að öllum starfsmönnum yrði boðið starf hjá nýrri stofnun. Ekki verði gripið til uppsagna í tengslum við sameiningu. Í samtali við Vísi segir Gissur, sem sat í starfshópnum sem mælti með sameiningu, að markmiðið með sameiningunni verði að auka skilvirkni í málaflokkunum. Samvinna stofnananna hafi verið þó nokkur undanfarið þrátt fyrir að sum verkefna Mannvirkjastofnunar séu vel fjarri verkahring Íbúðalánasjóðs. En brunavarnir og rafmagnseftirlit eru meðal málefna sem heyra undir Mannvirkjastofnun. Spurður að því hvort þeir flokkar eigi erindi undir félagsmálaráðuneytið segir Gissur að brunavarnir hafi lengi vel heyrt undir það ráðuneyti áður en Mannvirkjastofnun var sett á laggirnar árið 2011.Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisinsTvær forstjórastöður verða að einni Gissur segir að starfsfólk stofnananna taki vel í áætlanir um sameiningu og liður í því sé að engum verði sagt upp. Þó séu eins og í flestum sameiningartilvikum einhverjir neikvæðir innan stofnananna. „Þetta er ekki hagræðingaraðgerð, við erum ekki að sameina tvö flugfélög,“ segir Gissur og bætir við að verið sé að steypa saman tveimur sterkum stofnunum með þó nokkuð ólíka starfsemi, starfsemi sem ætti þó að geta rúmast undir einu nafni. Stofnununum tveimur er í dag stýrt af sitt hvorum forstjóranum, Hermann Jónasson fer fyrir Íbúðalánasjóði en Björn Karlsson stýrir Mannvirkjastofnun. Ljóst er samkvæmt frumvarpinu að forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar yrði aðeins einn. Gissur segir að það eigi eftir að fara í þá vinnu en ítrekar að öllum starfsmönnum verði boðið starf hjá nýrri stofnun
Félagsmál Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira