Berjaya greiðir um sjö milljarða fyrir hlutinn Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júlí 2019 06:00 Icelandair Hotels rekur meðal annars hótelið Reykjavík Natura við Nauthólsveg. Tekjur hótelkeðjunnar námu 97 milljónum dala í fyrra og þá var samanlögð EBITDA félagsins um tólf milljónir dala. Fréttablaðið/Ernir Malasíska fyrirtækjasamsteypan Berjaya Land Berhad, sem var stofnuð af milljarðamæringnum Vincent Tan, eiganda breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, mun greiða 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum miðað við núverandi stöðu veltufjármuna og vaxtaberandi skulda hótelkeðjunnar. Kaup malasíska risans eru jafnframt háð því að skuldir Icelandair Hotels verði endurfjármagnaðar með nýjum lánum upp á 64 til 72 milljónir dala sem jafngildir átta til níu milljörðum króna. Frá þessu er greint í tilkynningu sem Berjaya sendi malasísku kauphöllinni í fyrrakvöld. Í tilkynningu malasíska félagsins er jafnframt tekið fram að kaupin í Icelandair Hotels geri félaginu kleift að hefja innreið á íslenskan markað fyrir lúxushótel sem gert sé ráð fyrir að vaxi enn frekar þegar til framtíðar sé litið. Haft er eftir Vincent Tan, sem gegnir stjórnarformennsku í Berjaya-samsteypunni, í malasískum fjölmiðlum að hann sé afar ánægður með fjárfestinguna sem feli í sér „lágan aðgangskostnað“. Bendir hann á að kaupverðið sé um 75,1 þúsund dalir, jafnvirði um 9,4 milljóna króna, fyrir hvert hótelherbergi. Fram kom í tilkynningu sem Icelandair Group sendi kauphöllinni hér á landi á laugardag að heildarvirði hótelkeðjunnar og tengdra fasteigna – hlutafé og vaxtaberandi skuldir – væri 136 milljónir dala, um 17,1 milljarður króna, í viðskiptunum.Vincent Tan á leik Cardiff í maí í fyrra.Getty/Nathan MunkleyÍ tilkynningu Berjaya er hins vegar upplýst um að hlutafé Icelandair Hotels og fasteignanna sé metið á 71,5 milljónir dala í viðskiptunum miðað við stöðu vaxtaberandi skulda keðjunnar, sem séu 64 milljónir dala, og veltufjármuna hennar. Áætlað kaupverð á 75 prósentum hlutafjárins sé þannig liðlega 53,6 milljónir dala en endanlegt verð mun ráðast af fjárhagsstöðu hótelkeðjunnar þegar kaupin ganga í gegn í lok ársins. Kaupverðið á hótelkeðjunni, sé miðað við heildarvirði hennar, 136 milljónir dala, er nálægt neðri mörkum þeirra óskuldbindandi tilboða sem fjárfestar sem fóru áfram í aðra umferð söluferlisins gerðu í keðjuna. Þannig upplýsti Markaðurinn um það snemma á þessu ári að tilboð umræddra fjárfesta, sem voru meðal annars Keahótel og Reginn, sem skiluðu inn sameiginlegu tilboði, og sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, hafi numið á bilinu 140 til 165 milljónum dala. Auk skilyrða um endurfjármögnun á skuldum Icelandair Hotels, eins og áður var lýst, eru kaup Berjaya meðal annars háð samþykki dómsmálaráðuneytisins á grundvelli laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, eftir því sem fram kemur í tilkynningu malasíska félagsins. Ráðgjafafyrirtækið PwC á Íslandi hefur þegar gert áreiðanleikakönnun á hótelkeðjunni fyrir Berjaya en Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ráðgjafi malasísku samsteypunnar í viðskiptunum. Tekjur Icelandair Hotels, sem rekur alls þrettán hótel auk sumarhótelkeðjunnar Hótel Eddu, námu 97 milljónum dala, jafnvirði 12,2 milljarða króna, í fyrra og var EBITDA hótelrekstrarins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – á sama tíma jákvæð um sjö milljónir dala. Samanlögð EBITDA hins selda – hótelkeðjunnar og fasteignanna – var um tólf milljónir dala á árinu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Icelandair Tengdar fréttir Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Malasíska fyrirtækjasamsteypan Berjaya Land Berhad, sem var stofnuð af milljarðamæringnum Vincent Tan, eiganda breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, mun greiða 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum miðað við núverandi stöðu veltufjármuna og vaxtaberandi skulda hótelkeðjunnar. Kaup malasíska risans eru jafnframt háð því að skuldir Icelandair Hotels verði endurfjármagnaðar með nýjum lánum upp á 64 til 72 milljónir dala sem jafngildir átta til níu milljörðum króna. Frá þessu er greint í tilkynningu sem Berjaya sendi malasísku kauphöllinni í fyrrakvöld. Í tilkynningu malasíska félagsins er jafnframt tekið fram að kaupin í Icelandair Hotels geri félaginu kleift að hefja innreið á íslenskan markað fyrir lúxushótel sem gert sé ráð fyrir að vaxi enn frekar þegar til framtíðar sé litið. Haft er eftir Vincent Tan, sem gegnir stjórnarformennsku í Berjaya-samsteypunni, í malasískum fjölmiðlum að hann sé afar ánægður með fjárfestinguna sem feli í sér „lágan aðgangskostnað“. Bendir hann á að kaupverðið sé um 75,1 þúsund dalir, jafnvirði um 9,4 milljóna króna, fyrir hvert hótelherbergi. Fram kom í tilkynningu sem Icelandair Group sendi kauphöllinni hér á landi á laugardag að heildarvirði hótelkeðjunnar og tengdra fasteigna – hlutafé og vaxtaberandi skuldir – væri 136 milljónir dala, um 17,1 milljarður króna, í viðskiptunum.Vincent Tan á leik Cardiff í maí í fyrra.Getty/Nathan MunkleyÍ tilkynningu Berjaya er hins vegar upplýst um að hlutafé Icelandair Hotels og fasteignanna sé metið á 71,5 milljónir dala í viðskiptunum miðað við stöðu vaxtaberandi skulda keðjunnar, sem séu 64 milljónir dala, og veltufjármuna hennar. Áætlað kaupverð á 75 prósentum hlutafjárins sé þannig liðlega 53,6 milljónir dala en endanlegt verð mun ráðast af fjárhagsstöðu hótelkeðjunnar þegar kaupin ganga í gegn í lok ársins. Kaupverðið á hótelkeðjunni, sé miðað við heildarvirði hennar, 136 milljónir dala, er nálægt neðri mörkum þeirra óskuldbindandi tilboða sem fjárfestar sem fóru áfram í aðra umferð söluferlisins gerðu í keðjuna. Þannig upplýsti Markaðurinn um það snemma á þessu ári að tilboð umræddra fjárfesta, sem voru meðal annars Keahótel og Reginn, sem skiluðu inn sameiginlegu tilboði, og sjóður í stýringu Blackstone, eins stærsta fjárfestingarsjóðs heims, hafi numið á bilinu 140 til 165 milljónum dala. Auk skilyrða um endurfjármögnun á skuldum Icelandair Hotels, eins og áður var lýst, eru kaup Berjaya meðal annars háð samþykki dómsmálaráðuneytisins á grundvelli laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, eftir því sem fram kemur í tilkynningu malasíska félagsins. Ráðgjafafyrirtækið PwC á Íslandi hefur þegar gert áreiðanleikakönnun á hótelkeðjunni fyrir Berjaya en Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ráðgjafi malasísku samsteypunnar í viðskiptunum. Tekjur Icelandair Hotels, sem rekur alls þrettán hótel auk sumarhótelkeðjunnar Hótel Eddu, námu 97 milljónum dala, jafnvirði 12,2 milljarða króna, í fyrra og var EBITDA hótelrekstrarins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – á sama tíma jákvæð um sjö milljónir dala. Samanlögð EBITDA hins selda – hótelkeðjunnar og fasteignanna – var um tólf milljónir dala á árinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Icelandair Tengdar fréttir Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06