Vélræn þekkingarsköpun Brynjólfur Borgar Jónsson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Tæknin sem gerir tölvum kleift að læra án þess að hönd forritarans komi nærri er kölluð vélrænt nám eða vélnám (e. machine learning). Hugmyndin hefur verið með okkur í meira en hálfa öld en er nú fyrst að koma fram sem hagnýt tækni. Afurð vélræns náms má kalla vélræna þekkingu sem fræðimenn, frumkvöðlar og fyrirtæki keppast nú við að skilja, beisla og hagnýta. Orðið gervigreind virðist nú vera að festa sig í sessi sem almennt heiti á þessari tækni. Pælum aðeins í hugtakinu vélræn þekking. Okkur mönnum er tamt að reyna að átta okkur á hlutunum með því að skoða heiminn, viða að okkur upplýsingum og leggja mat á þær. Svo komumst við að niðurstöðu, tökum jafnvel ákvörðun. Eftir að tölvur komu fram gátum við matað þær með uppsafnaðri þekkingu okkar í formi reglna. Forritarar sögðu tölvunum að ef A þá B, ef C þá D o.s.frv. Sumt áttum við alltaf erfitt með að kenna tölvum því við vorum ekki búin að átta okkur nógu vel á reglunum og gátum því ekki matað tölvurnar með þeim. Tölvurnar voru til dæmis góðar í að reikna því þar eru reglurnar skýrar en þær höfðu ekki roð við okkur mönnum þegar kom að snúnari verkefnum eins og að „skilja“ talað mál eða „þekkja“ andlit á mynd. Þar voru reglurnar ekki nægilega vel þekktar. Nú geta tölvur sem sagt lært slíkar reglur á grundvelli þeirra gagna sem þær eru mataðar með. Kosturinn við þá aðferð er að tölva getur lært mun fleiri og fjölbreyttari reglur en forritari getur komist yfir eða hugkvæmst að forrita. Það þýðir að vélnám er margfalt öflugri aðferð til að kenna tölvum en eldri aðferðin. Nýja aðferðin fer á hraða tölvunnar og er ekki takmörkuð við reglur sem við menn höfum fundið upp. Þess vegna og einnig vegna stóraukinnar gagnasöfnunar og almennrar tækniþróunar ?geta tölvur sem hagnýta vélnám gert miklu meira en áður, jafnvel svo mikið að okkur er farið að þykja nóg um. Vélræn þekking hleðst upp í gagnaverum heimsins og tölvur eru farnar að taka yfir verkefni sem við menn gátum einir leyst og kröfðust jafnvel sérfræðiþekkingar. Því má segja að vélnám hafi nú gert hlutverk mannsins í framleiðslukeðju þekkingar aðeins veigaminna. Og rétt eins og vöðvaaflið keppir ekki við vélarafl þá er erfitt fyrir mannshugann að keppa við þessa námsaðferð við kjöraðstæður hennar – skýr markmið og nóg af gögnum. Það mætti fara að tala um hefðbundna þekkingarsköpun? ?og vélræna þekkingarsköpun. Mjög ólíkar aðferðir en afurðin getur verið mjög svipuð, þ.e. ákvörðun sem virðist krefjast einhvers konar þekkingar, jafnvel vitsmuna. Fyrirtæki í fremstu röð munu smám saman verða drifin áfram af ótal ákvörðunum sem byggja á vélrænni þekkingu. Þessi nýja kynslóð fyrirtækja hefur þegar rutt sér til rúms í hverjum bransanum á fætur öðrum og valtað yfir fyrirtæki sem eru með annan eða jafnvel báða fætur á 20. öldinni. Þau beita nýrri tækni, hagnýta meðal annars vélræna þekkingu, og viðskiptamódel þeirra og skipulag virðist henta samtímanum afar vel. Þau eru fulltrúar þess sem koma skal. Fleiri munu fylgja í kjölfarið.Höfundur er stofnandi Data Lab Ísland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Tæknin sem gerir tölvum kleift að læra án þess að hönd forritarans komi nærri er kölluð vélrænt nám eða vélnám (e. machine learning). Hugmyndin hefur verið með okkur í meira en hálfa öld en er nú fyrst að koma fram sem hagnýt tækni. Afurð vélræns náms má kalla vélræna þekkingu sem fræðimenn, frumkvöðlar og fyrirtæki keppast nú við að skilja, beisla og hagnýta. Orðið gervigreind virðist nú vera að festa sig í sessi sem almennt heiti á þessari tækni. Pælum aðeins í hugtakinu vélræn þekking. Okkur mönnum er tamt að reyna að átta okkur á hlutunum með því að skoða heiminn, viða að okkur upplýsingum og leggja mat á þær. Svo komumst við að niðurstöðu, tökum jafnvel ákvörðun. Eftir að tölvur komu fram gátum við matað þær með uppsafnaðri þekkingu okkar í formi reglna. Forritarar sögðu tölvunum að ef A þá B, ef C þá D o.s.frv. Sumt áttum við alltaf erfitt með að kenna tölvum því við vorum ekki búin að átta okkur nógu vel á reglunum og gátum því ekki matað tölvurnar með þeim. Tölvurnar voru til dæmis góðar í að reikna því þar eru reglurnar skýrar en þær höfðu ekki roð við okkur mönnum þegar kom að snúnari verkefnum eins og að „skilja“ talað mál eða „þekkja“ andlit á mynd. Þar voru reglurnar ekki nægilega vel þekktar. Nú geta tölvur sem sagt lært slíkar reglur á grundvelli þeirra gagna sem þær eru mataðar með. Kosturinn við þá aðferð er að tölva getur lært mun fleiri og fjölbreyttari reglur en forritari getur komist yfir eða hugkvæmst að forrita. Það þýðir að vélnám er margfalt öflugri aðferð til að kenna tölvum en eldri aðferðin. Nýja aðferðin fer á hraða tölvunnar og er ekki takmörkuð við reglur sem við menn höfum fundið upp. Þess vegna og einnig vegna stóraukinnar gagnasöfnunar og almennrar tækniþróunar ?geta tölvur sem hagnýta vélnám gert miklu meira en áður, jafnvel svo mikið að okkur er farið að þykja nóg um. Vélræn þekking hleðst upp í gagnaverum heimsins og tölvur eru farnar að taka yfir verkefni sem við menn gátum einir leyst og kröfðust jafnvel sérfræðiþekkingar. Því má segja að vélnám hafi nú gert hlutverk mannsins í framleiðslukeðju þekkingar aðeins veigaminna. Og rétt eins og vöðvaaflið keppir ekki við vélarafl þá er erfitt fyrir mannshugann að keppa við þessa námsaðferð við kjöraðstæður hennar – skýr markmið og nóg af gögnum. Það mætti fara að tala um hefðbundna þekkingarsköpun? ?og vélræna þekkingarsköpun. Mjög ólíkar aðferðir en afurðin getur verið mjög svipuð, þ.e. ákvörðun sem virðist krefjast einhvers konar þekkingar, jafnvel vitsmuna. Fyrirtæki í fremstu röð munu smám saman verða drifin áfram af ótal ákvörðunum sem byggja á vélrænni þekkingu. Þessi nýja kynslóð fyrirtækja hefur þegar rutt sér til rúms í hverjum bransanum á fætur öðrum og valtað yfir fyrirtæki sem eru með annan eða jafnvel báða fætur á 20. öldinni. Þau beita nýrri tækni, hagnýta meðal annars vélræna þekkingu, og viðskiptamódel þeirra og skipulag virðist henta samtímanum afar vel. Þau eru fulltrúar þess sem koma skal. Fleiri munu fylgja í kjölfarið.Höfundur er stofnandi Data Lab Ísland
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun