Úti að aka Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. júlí 2019 07:00 Leigubílamarkaður á Íslandi er einokunarbransi. Forsenda þess að fá að keyra leigubíl er að hafa útgefið leyfi frá Samgöngustofu og vera tengdur leigubílastöð sem má aka leigubíl. Gjaldskrár eru samræmdar og ákveðnar af nefnd, gjaldmælar þurfa að vera löggiltir og bílstjórar þurfa að uppfylla ýmis skilyrði, eins og að vera eigendur eða fyrstu umráðamenn bílsins sem er ekið. Þeir mega ekki hafa verið dæmdir í fangelsi. Þá er að finna í íslenskum lögum hámarksfjölda útgefinna leyfa til aksturs leigubíla. Fyrir tilstilli EES-samningsins stendur til að breyta þessu í átt til frelsis og afnema fjöldatakmarkanir á slíkum leyfum, sem er ein forsenda þess að farveitur sem við þekkjum úr erlendum borgum á borð við Uber og Lyft geti hafið hér starfsemi. En það þarf meira til. Þeir sem ferðast hafa með farveitunum þekkja að verðið sem gefið er upp í snjallsímaforritinu er áætlað verð, sem getur tekið smávægilegum breytingum eftir stöðu framboðs og eftirspurnar, vegalengd, tíma og umferð á götum. Þetta er allt mælt með staðsetningarbúnaði forritsins og fellur þar af leiðandi ekki undir þrönga, íslenska skilgreiningu löggilts gjaldmælis né undanþágu ef samið er um fyrir fram ákveðið heildarverð. Með öðrum orðum nota farveiturnar nútímatækni til að ákvarða verð, neytendum og bílstjórum til hægðarauka. Af óskiljanlegum ástæðum er slíkt bannað á Íslandi og ekki að sjá á nýju frumvarpi samgönguráðherra að standi til að gera breytingu á. Önnur skilyrði sem atvinnubílstjórum eru sett eru undarleg. Af hverju má maður sem hefur á lífsleiðinni farið út af sporinu og tekið út sína refsingu ekki starfa sem leigubílstjóri? Af hverju þarf bílstjóri að eiga bifreið sína ef hann vill bara keyra á mánudögum? Af hverju má eingöngu nota leigubifreið til leigubílaaksturs? Að minnsta kosti er ekki verið að hugsa um neytandann. Með farveitum má velja sér fararskjóta; rafmagnsbíl eða -hjól, stærri bíl fyrir farangur eða glæsibifreið ef á að gera sér dagamun. Kostnaður er nokkurn veginn ljós fyrir fram og greiðsla innheimt í samræmi við gæði bíls, lengd ferðar og tíma dags. Ókunnugir geta deilt leigubíl kjósi þeir svo og skipt kostnaði í gegnum símann. Farþegar og bílstjórar gefa svo hvrr öðrum einkunn, svo samskipti bílstjórans og kúnnans eru í flestum tilfellum til fyrirmyndar. Í borg eins og Reykjavík er kominn tími á frjálsa leigubíla. Fjölbreyttari samgöngur hljóta að vera takmarkið í borg þar sem samgönguvandinn er öllum ljós. Meira að segja væri hægt að innleiða græna hvata í starfsemina; rafmagnsvæða leigubílaflotann. Hvað sem öllum bollaleggingum líður hljóta allir að sjá að leigubílaþjónusta verður að endingu frjáls á Íslandi. Þetta er ekki spurning um hvort heldur hvenær menn sjá ljósið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Leigubílar Ólöf Skaftadóttir Samgöngur Samkeppnismál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Leigubílamarkaður á Íslandi er einokunarbransi. Forsenda þess að fá að keyra leigubíl er að hafa útgefið leyfi frá Samgöngustofu og vera tengdur leigubílastöð sem má aka leigubíl. Gjaldskrár eru samræmdar og ákveðnar af nefnd, gjaldmælar þurfa að vera löggiltir og bílstjórar þurfa að uppfylla ýmis skilyrði, eins og að vera eigendur eða fyrstu umráðamenn bílsins sem er ekið. Þeir mega ekki hafa verið dæmdir í fangelsi. Þá er að finna í íslenskum lögum hámarksfjölda útgefinna leyfa til aksturs leigubíla. Fyrir tilstilli EES-samningsins stendur til að breyta þessu í átt til frelsis og afnema fjöldatakmarkanir á slíkum leyfum, sem er ein forsenda þess að farveitur sem við þekkjum úr erlendum borgum á borð við Uber og Lyft geti hafið hér starfsemi. En það þarf meira til. Þeir sem ferðast hafa með farveitunum þekkja að verðið sem gefið er upp í snjallsímaforritinu er áætlað verð, sem getur tekið smávægilegum breytingum eftir stöðu framboðs og eftirspurnar, vegalengd, tíma og umferð á götum. Þetta er allt mælt með staðsetningarbúnaði forritsins og fellur þar af leiðandi ekki undir þrönga, íslenska skilgreiningu löggilts gjaldmælis né undanþágu ef samið er um fyrir fram ákveðið heildarverð. Með öðrum orðum nota farveiturnar nútímatækni til að ákvarða verð, neytendum og bílstjórum til hægðarauka. Af óskiljanlegum ástæðum er slíkt bannað á Íslandi og ekki að sjá á nýju frumvarpi samgönguráðherra að standi til að gera breytingu á. Önnur skilyrði sem atvinnubílstjórum eru sett eru undarleg. Af hverju má maður sem hefur á lífsleiðinni farið út af sporinu og tekið út sína refsingu ekki starfa sem leigubílstjóri? Af hverju þarf bílstjóri að eiga bifreið sína ef hann vill bara keyra á mánudögum? Af hverju má eingöngu nota leigubifreið til leigubílaaksturs? Að minnsta kosti er ekki verið að hugsa um neytandann. Með farveitum má velja sér fararskjóta; rafmagnsbíl eða -hjól, stærri bíl fyrir farangur eða glæsibifreið ef á að gera sér dagamun. Kostnaður er nokkurn veginn ljós fyrir fram og greiðsla innheimt í samræmi við gæði bíls, lengd ferðar og tíma dags. Ókunnugir geta deilt leigubíl kjósi þeir svo og skipt kostnaði í gegnum símann. Farþegar og bílstjórar gefa svo hvrr öðrum einkunn, svo samskipti bílstjórans og kúnnans eru í flestum tilfellum til fyrirmyndar. Í borg eins og Reykjavík er kominn tími á frjálsa leigubíla. Fjölbreyttari samgöngur hljóta að vera takmarkið í borg þar sem samgönguvandinn er öllum ljós. Meira að segja væri hægt að innleiða græna hvata í starfsemina; rafmagnsvæða leigubílaflotann. Hvað sem öllum bollaleggingum líður hljóta allir að sjá að leigubílaþjónusta verður að endingu frjáls á Íslandi. Þetta er ekki spurning um hvort heldur hvenær menn sjá ljósið.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar