Pétur í Ófeigsfirði, tvennir tímar og lifandi vatn Viðar Hreinsson skrifar 17. júlí 2019 10:00 15. febrúar 1975 birtist í Íslendingaþáttum Tímans minningargrein eftir Guðmund P. Valgeirsson í Bæ í Árneshreppi um Pétur Guðmundsson, bónda í Ófeigsfirði, sem lést 21. september árið áður, 84 ára að aldri. Honum er lýst sem sómamanni og þekktum sveitarhöfðingja sem hafi áunnið sér „vináttu, virðingu og traust allra sveitunga sinna“. Hann „var enginn metnaðarmaður, heldur í raun og veru yfirlætislaus manndómsmaður“, hæglætismaður hversdags, „fámæltur og gagnorður“ en gat hvesst sig „ef til skarpra skoðanaskipta kom og þá þungur í skauti, þó tillitssamur“. Glaðvær „og hverjum manni hugljúfur“ og tal hans einkenndist „af góðum og fjölþættum gáfum, þekkingu og hófsemi“. Heiðarlegur var hann og örlátur, las norrænar öndvegisbókmenntir á yngri árum en „vínhneigð hans jókst“ með aldrinum. Pétur lét af búskap og flutti suður 1965. Ættingjar hans og afkomendur treystu sér ekki til að halda áfram. Ófeigsfjörður hafði vegna hlunninda verið ein mesta kostajörð landsins en lagðist í eyði. Það var Guðmundi í Bæ ekki tregalaust: Ófeigsfjörður hefur verið í eyði síðan. Á vorin koma eigendurnir heim til að sinna varplandi, selveiði og reka eftir því sem tími vinnst til. Aðra tíma ársins grúfir þögnin yfir mannlausri byggð. – Fossarnir í heimalandi jarðarinnar syngja þó sína margrödduðu og seiðmögnuðu hljómkviðu eins og ekkert hafi í skorizt. Í sambandi við þá eru nú að vakna vonir um, að þeir verði ljós- og aflgjafar vestfirzkrar byggðar. Færi svo að af því yrði, rættist framtíðardraumur og hugsjón Péturs, er hann bar í brjósti, sjálfur lagði hann mikið fé og fyrirhöfn í að virkja nærtækustu ána til heimilisþarfa. Sú virkjun reyndist ekki vel og lagðist niður eftir nokkur ár. — Með virkjun fallvatna jarðarinnar mundi Ófeigsfjörður byggjast á ný og þá gegna enn mikilvægara hlutskipti fyrir sveit sína og aðrar byggðir en áður. Þetta er falleg framtíðarsýn. Guðmundur í Bæ var af þeirri kynslóð bænda sem vann að stórstígum framförum í búskap með byggingum, ræktun búfjár og framræslu mýra. Nú eru þær framfarir litnar öðrum augum. Byrjað er að endurheimta votlendi með því að moka ofan í skurði og landbúnaður á undir högg að sækja. Ófeigsfjörður er lengra úr alfaraleið en svo að draumsýn Guðmundar gæti ræst. Vonlegt var að menn sæju fossana í Ófeigsfjarðarlandi í hillingum til að standa undir blómlegum búskap. En einmitt um þær mundir sem greinin var skrifuð var raforkuframleiðsla að breytast. Virkjað var til að framleiða ódýrt rafmagn til álframleiðslu og svo hefur verið síðan en stórnotendur breytilegir. Fyrst álver og kísilver en nú síðast gagnaver fyrir bitcoin sem gagnast glæpastarfsemi á borð við mansal og er greiðslumiðill sem nethakkarar vilja fá greitt í þegar þeir hóta fólki að afhjúpa syndir þess. Guðmundur í Bæ áttaði sig ekki á ásókn auðmagnsins í orkuna en það gerði Stephan G. Stephansson löngu fyrr. Í kvæðinu Fossaföll sem ort var árið 1910 sá hann ekki meinbugi á því að fossum yrði settur umbúnaður af listfengi „því listin kann að draga upp dvergasmíði/sem dyratré að minni frjálsu tign“ segir fossinn í kvæðinu. Hann gæti leitt „heilsu í hvamma dalsins/og hitagróður um þess kalda brjóst“. Þetta er sama draumsýn um blómlega byggð og hjá Guðmundi í Bæ og við hana prjónar Stephan löngun fossins til að létta undir með stritandi verkafólki, „að lyfta byrði, er þúsund gætu ei reist/og hvíla allar oftaks lúnar hendur/á örmum mér, er fá ei særst né þreyst“. Stephan vissi þó að gróðabrall auðmagnsins sneri að öðru. Í heimsókn til Íslands árið 1917 litaðist hann um glöggum augum, vonaðist eftir samstöðu verkalýðs og bænda en sá víða bújarðabrallara og fossaflagara í gróðaleit. Honum fannst „eitthvað æfintýra-kynjað við þessa íslenzku fossa-spádóma, einhver stór-þjóða-stóriðnaðar-gróðadraumur einstaklings-brallsins lita þá, fremur en „landsins gagn og nauðsynjar“, og ég hefi ekki neina vissu um, að það sé annað en loftkastala-litur.“ (Bréf og ritgerðir II: 156, 172) Kannski var það eftir heimsóknina til Íslands að hann jók þessu erindi í kvæðið:En magnið mitt, en iðjuleysið ekki,til illra heilla gæti sljóva leitt.Ég kann að smíða harða þrælahlekkiá heilan lýð, ef mér er til þess beittÉg orðið gæti löstur mesti í landiog lækkun þjóðar – öðrum þannig fer –sé gamla Þóris gulli trylltur andi,sem gekk í fossinn, vakinn upp í mér. Gamli Þórir er Gull-Þórir úr samnefndri sögu sem einnig er kölluð Þorskfirðinga saga, ágjarn höfðingi og ófyrirleitinn sem náði gullkistum tveim frá tröllum í Noregi. Á efri árum varð hann „mjög illur viðfangs“ og sagt að hann hefði orðið að dreka og lagst á gullkistur sínar. Ágirndarandi Gull-Þóris er lífseigur með mörgum, löstur í landi og þjóðarlækkun. Aðrir trúa í einlægni á hugsjón Guðmundar í Bæ, að virkjun fallvatna geti endurreist blómlega byggð í Árneshreppi. Hún stenst því miður ekki. Árneshreppur mun ekki halda velli á grunni fyrri lífshátta enda hafa fjárbændur hætt búskap hver á eftir öðrum síðustu árin. Eina leiðin, og ekki öruggt að hún hrökkvi til, er að byggja á gæðum sveitarinnar og aðdráttarafli, stofna þjóðgarð og efla mennta- og menningartengda náttúruferðamennsku og jafnvel smáiðnað eða handverk sem mundi bætast við þann fjárbúskap og útgerð sem eftir stendur. Árneshreppur er hlið að einstæðum minjum um sambúð manns og náttúru: „Í raun má tala um samfellt og einstakt menningarminjasvæði um alla norðan- og austanverða Vestfirði, Jökulfirði, Hornstrandir og norðurhluta Stranda. Þau svæði eru öll komin í eyði nema Árneshreppur og af þeim sökum er margföld ástæða til að halda honum í byggð sem anddyri að þessu óbyggða svæði. Árneshreppur er þannig lykilsvæði til að halda lifandi tengingu við þau svæði sem nú eru komin í eyði.“ (Friðlýsing Drangajökulsvíðerna, gerð fyrir náttúruverndarsamtökin Ófeigu bls. 37.) Virkjun Hvalár yrði til þess að fjöldi fólks missti áhugann á svæðinu og þar með er fótum kippt undan búsetu og fjarstýrð virkjun stendur ein eftir. Þá munu fáir leita uppi fæðingarstað Jóns lærða í Ófeigsfirði eða síðasta dvalarstað hans í Árneshreppi í Stóru-Ávík, áður en sýslumaður og valdsmaður Vestfjarða, Ari Magnússon í Ögri, hrakti hann í burtu.Höfundur er bókmenntafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
15. febrúar 1975 birtist í Íslendingaþáttum Tímans minningargrein eftir Guðmund P. Valgeirsson í Bæ í Árneshreppi um Pétur Guðmundsson, bónda í Ófeigsfirði, sem lést 21. september árið áður, 84 ára að aldri. Honum er lýst sem sómamanni og þekktum sveitarhöfðingja sem hafi áunnið sér „vináttu, virðingu og traust allra sveitunga sinna“. Hann „var enginn metnaðarmaður, heldur í raun og veru yfirlætislaus manndómsmaður“, hæglætismaður hversdags, „fámæltur og gagnorður“ en gat hvesst sig „ef til skarpra skoðanaskipta kom og þá þungur í skauti, þó tillitssamur“. Glaðvær „og hverjum manni hugljúfur“ og tal hans einkenndist „af góðum og fjölþættum gáfum, þekkingu og hófsemi“. Heiðarlegur var hann og örlátur, las norrænar öndvegisbókmenntir á yngri árum en „vínhneigð hans jókst“ með aldrinum. Pétur lét af búskap og flutti suður 1965. Ættingjar hans og afkomendur treystu sér ekki til að halda áfram. Ófeigsfjörður hafði vegna hlunninda verið ein mesta kostajörð landsins en lagðist í eyði. Það var Guðmundi í Bæ ekki tregalaust: Ófeigsfjörður hefur verið í eyði síðan. Á vorin koma eigendurnir heim til að sinna varplandi, selveiði og reka eftir því sem tími vinnst til. Aðra tíma ársins grúfir þögnin yfir mannlausri byggð. – Fossarnir í heimalandi jarðarinnar syngja þó sína margrödduðu og seiðmögnuðu hljómkviðu eins og ekkert hafi í skorizt. Í sambandi við þá eru nú að vakna vonir um, að þeir verði ljós- og aflgjafar vestfirzkrar byggðar. Færi svo að af því yrði, rættist framtíðardraumur og hugsjón Péturs, er hann bar í brjósti, sjálfur lagði hann mikið fé og fyrirhöfn í að virkja nærtækustu ána til heimilisþarfa. Sú virkjun reyndist ekki vel og lagðist niður eftir nokkur ár. — Með virkjun fallvatna jarðarinnar mundi Ófeigsfjörður byggjast á ný og þá gegna enn mikilvægara hlutskipti fyrir sveit sína og aðrar byggðir en áður. Þetta er falleg framtíðarsýn. Guðmundur í Bæ var af þeirri kynslóð bænda sem vann að stórstígum framförum í búskap með byggingum, ræktun búfjár og framræslu mýra. Nú eru þær framfarir litnar öðrum augum. Byrjað er að endurheimta votlendi með því að moka ofan í skurði og landbúnaður á undir högg að sækja. Ófeigsfjörður er lengra úr alfaraleið en svo að draumsýn Guðmundar gæti ræst. Vonlegt var að menn sæju fossana í Ófeigsfjarðarlandi í hillingum til að standa undir blómlegum búskap. En einmitt um þær mundir sem greinin var skrifuð var raforkuframleiðsla að breytast. Virkjað var til að framleiða ódýrt rafmagn til álframleiðslu og svo hefur verið síðan en stórnotendur breytilegir. Fyrst álver og kísilver en nú síðast gagnaver fyrir bitcoin sem gagnast glæpastarfsemi á borð við mansal og er greiðslumiðill sem nethakkarar vilja fá greitt í þegar þeir hóta fólki að afhjúpa syndir þess. Guðmundur í Bæ áttaði sig ekki á ásókn auðmagnsins í orkuna en það gerði Stephan G. Stephansson löngu fyrr. Í kvæðinu Fossaföll sem ort var árið 1910 sá hann ekki meinbugi á því að fossum yrði settur umbúnaður af listfengi „því listin kann að draga upp dvergasmíði/sem dyratré að minni frjálsu tign“ segir fossinn í kvæðinu. Hann gæti leitt „heilsu í hvamma dalsins/og hitagróður um þess kalda brjóst“. Þetta er sama draumsýn um blómlega byggð og hjá Guðmundi í Bæ og við hana prjónar Stephan löngun fossins til að létta undir með stritandi verkafólki, „að lyfta byrði, er þúsund gætu ei reist/og hvíla allar oftaks lúnar hendur/á örmum mér, er fá ei særst né þreyst“. Stephan vissi þó að gróðabrall auðmagnsins sneri að öðru. Í heimsókn til Íslands árið 1917 litaðist hann um glöggum augum, vonaðist eftir samstöðu verkalýðs og bænda en sá víða bújarðabrallara og fossaflagara í gróðaleit. Honum fannst „eitthvað æfintýra-kynjað við þessa íslenzku fossa-spádóma, einhver stór-þjóða-stóriðnaðar-gróðadraumur einstaklings-brallsins lita þá, fremur en „landsins gagn og nauðsynjar“, og ég hefi ekki neina vissu um, að það sé annað en loftkastala-litur.“ (Bréf og ritgerðir II: 156, 172) Kannski var það eftir heimsóknina til Íslands að hann jók þessu erindi í kvæðið:En magnið mitt, en iðjuleysið ekki,til illra heilla gæti sljóva leitt.Ég kann að smíða harða þrælahlekkiá heilan lýð, ef mér er til þess beittÉg orðið gæti löstur mesti í landiog lækkun þjóðar – öðrum þannig fer –sé gamla Þóris gulli trylltur andi,sem gekk í fossinn, vakinn upp í mér. Gamli Þórir er Gull-Þórir úr samnefndri sögu sem einnig er kölluð Þorskfirðinga saga, ágjarn höfðingi og ófyrirleitinn sem náði gullkistum tveim frá tröllum í Noregi. Á efri árum varð hann „mjög illur viðfangs“ og sagt að hann hefði orðið að dreka og lagst á gullkistur sínar. Ágirndarandi Gull-Þóris er lífseigur með mörgum, löstur í landi og þjóðarlækkun. Aðrir trúa í einlægni á hugsjón Guðmundar í Bæ, að virkjun fallvatna geti endurreist blómlega byggð í Árneshreppi. Hún stenst því miður ekki. Árneshreppur mun ekki halda velli á grunni fyrri lífshátta enda hafa fjárbændur hætt búskap hver á eftir öðrum síðustu árin. Eina leiðin, og ekki öruggt að hún hrökkvi til, er að byggja á gæðum sveitarinnar og aðdráttarafli, stofna þjóðgarð og efla mennta- og menningartengda náttúruferðamennsku og jafnvel smáiðnað eða handverk sem mundi bætast við þann fjárbúskap og útgerð sem eftir stendur. Árneshreppur er hlið að einstæðum minjum um sambúð manns og náttúru: „Í raun má tala um samfellt og einstakt menningarminjasvæði um alla norðan- og austanverða Vestfirði, Jökulfirði, Hornstrandir og norðurhluta Stranda. Þau svæði eru öll komin í eyði nema Árneshreppur og af þeim sökum er margföld ástæða til að halda honum í byggð sem anddyri að þessu óbyggða svæði. Árneshreppur er þannig lykilsvæði til að halda lifandi tengingu við þau svæði sem nú eru komin í eyði.“ (Friðlýsing Drangajökulsvíðerna, gerð fyrir náttúruverndarsamtökin Ófeigu bls. 37.) Virkjun Hvalár yrði til þess að fjöldi fólks missti áhugann á svæðinu og þar með er fótum kippt undan búsetu og fjarstýrð virkjun stendur ein eftir. Þá munu fáir leita uppi fæðingarstað Jóns lærða í Ófeigsfirði eða síðasta dvalarstað hans í Árneshreppi í Stóru-Ávík, áður en sýslumaður og valdsmaður Vestfjarða, Ari Magnússon í Ögri, hrakti hann í burtu.Höfundur er bókmenntafræðingur
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun