Stærsta áskorun okkar tíma Michael Nevin skrifar 17. júlí 2019 07:00 Bretland er staðráðið í því að aðstoða við að leiða heiminn í að takast á við stærsta viðfangsefni samtímans – loftslagsbreytingar. Bretland hefur frá árinu 1990 dregið úr kolefnisnotkun hraðar en öll önnur lönd G20, og dregið úr losun CO2 um 40%. Umhverfisvænn hagvöxtur er eitt af fjórum stóru langtíma markmiðunum sem sett eru fram í atvinnustefnu okkar til framtíðar. Við erum grænasta fjármálamiðstöð í heimi. Breska utanríkisþjónustan býr yfir fyrsta og stærsta neti loftslagsmálafulltrúa í heimi. Í júní tilkynntu bresk stjórnvöld að þau hafa sótt um að fá að halda 26. Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26) árið 2020, í samstarfi við Ítalíu. Bæði ríki hafa einsett sér að COP26 skili hámarksárangri. Á ráðstefnunni verður lögð höfuðáhersla á áþreifanlegar aðgerðir sem skili þeim breytingum sem eru nauðsynlegar til að það sem samið var um í Parísarsamningnum komist að fullu til framkvæmda. Bretland var fyrsta landið í heiminum til þess að setja í lög langtíma skuldbindandi markmið í loftslagsmálum. Í síðasta mánuði varð Bretland fyrsta stóra hagkerfið til að tilkynna löggjöf sem miðar að kolefnishlutleysi fyrir árið 2050, og er þar með komið í hóp með þeim tveim löndum öðrum sem áður höfðu stigið þetta skref, Noregi og Svíþjóð. Markmið okkar eru háleitari en hjá mörgum öðrum. Það felur í sér alla losun gróðurhúsalofttegunda, ekki einungis koltvíoxíðs, og á öllum sviðum hagkerfisins, þar á meðal skipaflutningum og flugi. Þetta tengist einnig baráttu á öðrum sviðum í umhverfismálum, svo sem gegn plastmengun í sjó. Þetta er kærkomið viðfangsefni formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og Norrænu ráðherranefndinni. Til viðbótar við það hversu mikið við erum að draga úr notkun á plastpokum, þá höfum við tilkynnt að á næsta ári verður bannað að nota einnota plast svo sem drykkjarrör, kaffihrærur og eyrnapinna. Bresk verslun er að draga úr notkun sinni á plasti og finna lausnir sem koma í stað þess, eins og að nota endurunnið plast við vegaframkvæmdir. Það hafa verið uppi ákveðnar áhyggjur af kostnaði við að bregðast við loftslagsbreytingum. En það er gríðarlegur kostnaður við það að bregðast ekki við. Einnig felur þetta í sér ýmis tækifæri fyrir hagkerfi til endurnýjunar og að dafna á nýjum og sjálfbærum forsendum. Bretland mun ýta undir tækifærin sem felast í græna hagkerfinu. Við munum auðvelda fyrirtækjum að fjárfesta og finna nýjar lausnir fyrir framtíðina. Bretland hefur fjárfest fyrir meira en 92 milljarða punda, andvirði 14.500 milljarða króna, í hreinni orku frá árinu 2010, og fjárfest 1,5 milljarða punda, um 238 milljarða króna, til að styðja við umbreytingu yfir í farartæki sem losa ekki gróðurhúsalofttegundir fram til ársins 2021. Frá 1990 hefur hagkerfi Bretlands stækkað um 70%, á sama tíma og það hefur dregið stórlega úr kolefnislosun. Við lítum á þetta sem áskorun okkar tíma en einnig sem spennandi tækifæri fyrir nýsköpun og nýtt hagkerfi. Við hvetjum önnur lönd, þar á meðal Ísland, til að setja sér álíka metnaðarfull markmið. Það mun þurfa alþjóðlegt samstarf til að ná fram þeim brýnu og stórfelldu breytingum sem eru nauðsynlegar. Og Bretland er ákveðið í því að vera þar í forystu.Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Loftslagsmál Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Bretland er staðráðið í því að aðstoða við að leiða heiminn í að takast á við stærsta viðfangsefni samtímans – loftslagsbreytingar. Bretland hefur frá árinu 1990 dregið úr kolefnisnotkun hraðar en öll önnur lönd G20, og dregið úr losun CO2 um 40%. Umhverfisvænn hagvöxtur er eitt af fjórum stóru langtíma markmiðunum sem sett eru fram í atvinnustefnu okkar til framtíðar. Við erum grænasta fjármálamiðstöð í heimi. Breska utanríkisþjónustan býr yfir fyrsta og stærsta neti loftslagsmálafulltrúa í heimi. Í júní tilkynntu bresk stjórnvöld að þau hafa sótt um að fá að halda 26. Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26) árið 2020, í samstarfi við Ítalíu. Bæði ríki hafa einsett sér að COP26 skili hámarksárangri. Á ráðstefnunni verður lögð höfuðáhersla á áþreifanlegar aðgerðir sem skili þeim breytingum sem eru nauðsynlegar til að það sem samið var um í Parísarsamningnum komist að fullu til framkvæmda. Bretland var fyrsta landið í heiminum til þess að setja í lög langtíma skuldbindandi markmið í loftslagsmálum. Í síðasta mánuði varð Bretland fyrsta stóra hagkerfið til að tilkynna löggjöf sem miðar að kolefnishlutleysi fyrir árið 2050, og er þar með komið í hóp með þeim tveim löndum öðrum sem áður höfðu stigið þetta skref, Noregi og Svíþjóð. Markmið okkar eru háleitari en hjá mörgum öðrum. Það felur í sér alla losun gróðurhúsalofttegunda, ekki einungis koltvíoxíðs, og á öllum sviðum hagkerfisins, þar á meðal skipaflutningum og flugi. Þetta tengist einnig baráttu á öðrum sviðum í umhverfismálum, svo sem gegn plastmengun í sjó. Þetta er kærkomið viðfangsefni formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og Norrænu ráðherranefndinni. Til viðbótar við það hversu mikið við erum að draga úr notkun á plastpokum, þá höfum við tilkynnt að á næsta ári verður bannað að nota einnota plast svo sem drykkjarrör, kaffihrærur og eyrnapinna. Bresk verslun er að draga úr notkun sinni á plasti og finna lausnir sem koma í stað þess, eins og að nota endurunnið plast við vegaframkvæmdir. Það hafa verið uppi ákveðnar áhyggjur af kostnaði við að bregðast við loftslagsbreytingum. En það er gríðarlegur kostnaður við það að bregðast ekki við. Einnig felur þetta í sér ýmis tækifæri fyrir hagkerfi til endurnýjunar og að dafna á nýjum og sjálfbærum forsendum. Bretland mun ýta undir tækifærin sem felast í græna hagkerfinu. Við munum auðvelda fyrirtækjum að fjárfesta og finna nýjar lausnir fyrir framtíðina. Bretland hefur fjárfest fyrir meira en 92 milljarða punda, andvirði 14.500 milljarða króna, í hreinni orku frá árinu 2010, og fjárfest 1,5 milljarða punda, um 238 milljarða króna, til að styðja við umbreytingu yfir í farartæki sem losa ekki gróðurhúsalofttegundir fram til ársins 2021. Frá 1990 hefur hagkerfi Bretlands stækkað um 70%, á sama tíma og það hefur dregið stórlega úr kolefnislosun. Við lítum á þetta sem áskorun okkar tíma en einnig sem spennandi tækifæri fyrir nýsköpun og nýtt hagkerfi. Við hvetjum önnur lönd, þar á meðal Ísland, til að setja sér álíka metnaðarfull markmið. Það mun þurfa alþjóðlegt samstarf til að ná fram þeim brýnu og stórfelldu breytingum sem eru nauðsynlegar. Og Bretland er ákveðið í því að vera þar í forystu.Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar