Graðfolinn glaði sem átti ekki að fæðast er núna sá hæst dæmdi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2019 21:18 Stóðhesturinn Leynir kannar hryssurnar á Garðshorni á Þelamörk í Hörgárdal. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eitt skærasta ungstirni íslenskra stóðhesta varð til fyrir slysni og fæddist án þess að eigendurnir hefðu hugmynd um að von væri á honum. Hann er sá hæst dæmdi meðal fjögurra vetra hesta í ár, kemur úr Hörgárdal en sjá mátti gæðinginn í fréttum Stöðvar 2. Leynir frá Garðshorni heitir þetta nýjasta ungstirni og hann gæti orðið áberandi nafn í íslenskum hrossaræktarbókum. Bærinn er á Þelamörk en þegar við komum heim á hlað til að heilsa upp á bændurna var Agnar Þór Magnússon í heyskap úti á túni meðan Birna Tryggvadóttir kenndi börnum á reiðnámskeiði.Reiðnámskeið fyrir börn stóð yfir í reiðhöllinni á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þau eru með eigin reiðhöll enda hrossarækt aðalbúgrein þeirra ásamt sauðfjárrækt. En svo sýnir Birna okkur ungan graðfola sem hún sleppir inn í stóðhestagirðinguna og þeim sem horfa á frétt Stöðvar 2 er bent á að taka eftir ákafanum þegar hann hleypur í átt að hryssunum um leið og hann hneggjar. „Þetta er nú svolítið skondin saga um þennan hest því að hann er sem sagt slysafang,“ segir Birna.Birna Tryggvadóttir, bóndi á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Faðir Leynis hafði óvart sloppið inn í stóðhestahólf fimm árum áður. „Og hann stalst í hóp og við sprautuðum hryssuna. Sem sagt; folaldið átti ekki að verða til. En það var bara einhvern veginn þannig að það hefur einhver þarna uppi gripið inn í og hann varð bara til.“ Þau höfðu raunar ekki hugmynd um að mamman væri fylfull fyrr en folaldið var fætt út í túni. Þessvegna fékk það nafnið Leynir en þeim leist í fyrstu ekkert á þetta slysaskot.Leynir kominn á harðasprett í átt að hryssunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„En svo bara er þetta alger snillingur og hann bara svona óx og óx,“ segir Birna. „Þetta er allavega hæst dæmdi fjögurra vetra hesturinn í ár og einn af þeim hærri sem sýndir hafa verið,“ segir Agnar Þór. „Þetta er magnaður hestur og vonandi framtíðarstjarna,“ segir hann.Agnar Þór Magnússon, bóndi á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Birna segir skemmtilegt geðslag stærsta kost Leynis. Hann sé alltaf kátur og glaður. „Og það er eiginlega dýrmætasti eiginleikinn. Því ef að það er ekki, þó svo að gangtegundirnar séu fyrir hendi, þá nýtast þær ekki. En hann er svo glaður og gangtegundirnar líka fyrir hendi þannig að þetta smellur allt alveg rosalega vel.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hestar Hörgársveit Landbúnaður Tengdar fréttir Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Eitt skærasta ungstirni íslenskra stóðhesta varð til fyrir slysni og fæddist án þess að eigendurnir hefðu hugmynd um að von væri á honum. Hann er sá hæst dæmdi meðal fjögurra vetra hesta í ár, kemur úr Hörgárdal en sjá mátti gæðinginn í fréttum Stöðvar 2. Leynir frá Garðshorni heitir þetta nýjasta ungstirni og hann gæti orðið áberandi nafn í íslenskum hrossaræktarbókum. Bærinn er á Þelamörk en þegar við komum heim á hlað til að heilsa upp á bændurna var Agnar Þór Magnússon í heyskap úti á túni meðan Birna Tryggvadóttir kenndi börnum á reiðnámskeiði.Reiðnámskeið fyrir börn stóð yfir í reiðhöllinni á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þau eru með eigin reiðhöll enda hrossarækt aðalbúgrein þeirra ásamt sauðfjárrækt. En svo sýnir Birna okkur ungan graðfola sem hún sleppir inn í stóðhestagirðinguna og þeim sem horfa á frétt Stöðvar 2 er bent á að taka eftir ákafanum þegar hann hleypur í átt að hryssunum um leið og hann hneggjar. „Þetta er nú svolítið skondin saga um þennan hest því að hann er sem sagt slysafang,“ segir Birna.Birna Tryggvadóttir, bóndi á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Faðir Leynis hafði óvart sloppið inn í stóðhestahólf fimm árum áður. „Og hann stalst í hóp og við sprautuðum hryssuna. Sem sagt; folaldið átti ekki að verða til. En það var bara einhvern veginn þannig að það hefur einhver þarna uppi gripið inn í og hann varð bara til.“ Þau höfðu raunar ekki hugmynd um að mamman væri fylfull fyrr en folaldið var fætt út í túni. Þessvegna fékk það nafnið Leynir en þeim leist í fyrstu ekkert á þetta slysaskot.Leynir kominn á harðasprett í átt að hryssunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„En svo bara er þetta alger snillingur og hann bara svona óx og óx,“ segir Birna. „Þetta er allavega hæst dæmdi fjögurra vetra hesturinn í ár og einn af þeim hærri sem sýndir hafa verið,“ segir Agnar Þór. „Þetta er magnaður hestur og vonandi framtíðarstjarna,“ segir hann.Agnar Þór Magnússon, bóndi á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Birna segir skemmtilegt geðslag stærsta kost Leynis. Hann sé alltaf kátur og glaður. „Og það er eiginlega dýrmætasti eiginleikinn. Því ef að það er ekki, þó svo að gangtegundirnar séu fyrir hendi, þá nýtast þær ekki. En hann er svo glaður og gangtegundirnar líka fyrir hendi þannig að þetta smellur allt alveg rosalega vel.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Hestar Hörgársveit Landbúnaður Tengdar fréttir Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16