Graðfolinn glaði sem átti ekki að fæðast er núna sá hæst dæmdi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2019 21:18 Stóðhesturinn Leynir kannar hryssurnar á Garðshorni á Þelamörk í Hörgárdal. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eitt skærasta ungstirni íslenskra stóðhesta varð til fyrir slysni og fæddist án þess að eigendurnir hefðu hugmynd um að von væri á honum. Hann er sá hæst dæmdi meðal fjögurra vetra hesta í ár, kemur úr Hörgárdal en sjá mátti gæðinginn í fréttum Stöðvar 2. Leynir frá Garðshorni heitir þetta nýjasta ungstirni og hann gæti orðið áberandi nafn í íslenskum hrossaræktarbókum. Bærinn er á Þelamörk en þegar við komum heim á hlað til að heilsa upp á bændurna var Agnar Þór Magnússon í heyskap úti á túni meðan Birna Tryggvadóttir kenndi börnum á reiðnámskeiði.Reiðnámskeið fyrir börn stóð yfir í reiðhöllinni á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þau eru með eigin reiðhöll enda hrossarækt aðalbúgrein þeirra ásamt sauðfjárrækt. En svo sýnir Birna okkur ungan graðfola sem hún sleppir inn í stóðhestagirðinguna og þeim sem horfa á frétt Stöðvar 2 er bent á að taka eftir ákafanum þegar hann hleypur í átt að hryssunum um leið og hann hneggjar. „Þetta er nú svolítið skondin saga um þennan hest því að hann er sem sagt slysafang,“ segir Birna.Birna Tryggvadóttir, bóndi á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Faðir Leynis hafði óvart sloppið inn í stóðhestahólf fimm árum áður. „Og hann stalst í hóp og við sprautuðum hryssuna. Sem sagt; folaldið átti ekki að verða til. En það var bara einhvern veginn þannig að það hefur einhver þarna uppi gripið inn í og hann varð bara til.“ Þau höfðu raunar ekki hugmynd um að mamman væri fylfull fyrr en folaldið var fætt út í túni. Þessvegna fékk það nafnið Leynir en þeim leist í fyrstu ekkert á þetta slysaskot.Leynir kominn á harðasprett í átt að hryssunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„En svo bara er þetta alger snillingur og hann bara svona óx og óx,“ segir Birna. „Þetta er allavega hæst dæmdi fjögurra vetra hesturinn í ár og einn af þeim hærri sem sýndir hafa verið,“ segir Agnar Þór. „Þetta er magnaður hestur og vonandi framtíðarstjarna,“ segir hann.Agnar Þór Magnússon, bóndi á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Birna segir skemmtilegt geðslag stærsta kost Leynis. Hann sé alltaf kátur og glaður. „Og það er eiginlega dýrmætasti eiginleikinn. Því ef að það er ekki, þó svo að gangtegundirnar séu fyrir hendi, þá nýtast þær ekki. En hann er svo glaður og gangtegundirnar líka fyrir hendi þannig að þetta smellur allt alveg rosalega vel.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hestar Hörgársveit Landbúnaður Tengdar fréttir Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Sjá meira
Eitt skærasta ungstirni íslenskra stóðhesta varð til fyrir slysni og fæddist án þess að eigendurnir hefðu hugmynd um að von væri á honum. Hann er sá hæst dæmdi meðal fjögurra vetra hesta í ár, kemur úr Hörgárdal en sjá mátti gæðinginn í fréttum Stöðvar 2. Leynir frá Garðshorni heitir þetta nýjasta ungstirni og hann gæti orðið áberandi nafn í íslenskum hrossaræktarbókum. Bærinn er á Þelamörk en þegar við komum heim á hlað til að heilsa upp á bændurna var Agnar Þór Magnússon í heyskap úti á túni meðan Birna Tryggvadóttir kenndi börnum á reiðnámskeiði.Reiðnámskeið fyrir börn stóð yfir í reiðhöllinni á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þau eru með eigin reiðhöll enda hrossarækt aðalbúgrein þeirra ásamt sauðfjárrækt. En svo sýnir Birna okkur ungan graðfola sem hún sleppir inn í stóðhestagirðinguna og þeim sem horfa á frétt Stöðvar 2 er bent á að taka eftir ákafanum þegar hann hleypur í átt að hryssunum um leið og hann hneggjar. „Þetta er nú svolítið skondin saga um þennan hest því að hann er sem sagt slysafang,“ segir Birna.Birna Tryggvadóttir, bóndi á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Faðir Leynis hafði óvart sloppið inn í stóðhestahólf fimm árum áður. „Og hann stalst í hóp og við sprautuðum hryssuna. Sem sagt; folaldið átti ekki að verða til. En það var bara einhvern veginn þannig að það hefur einhver þarna uppi gripið inn í og hann varð bara til.“ Þau höfðu raunar ekki hugmynd um að mamman væri fylfull fyrr en folaldið var fætt út í túni. Þessvegna fékk það nafnið Leynir en þeim leist í fyrstu ekkert á þetta slysaskot.Leynir kominn á harðasprett í átt að hryssunum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„En svo bara er þetta alger snillingur og hann bara svona óx og óx,“ segir Birna. „Þetta er allavega hæst dæmdi fjögurra vetra hesturinn í ár og einn af þeim hærri sem sýndir hafa verið,“ segir Agnar Þór. „Þetta er magnaður hestur og vonandi framtíðarstjarna,“ segir hann.Agnar Þór Magnússon, bóndi á Garðshorni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Birna segir skemmtilegt geðslag stærsta kost Leynis. Hann sé alltaf kátur og glaður. „Og það er eiginlega dýrmætasti eiginleikinn. Því ef að það er ekki, þó svo að gangtegundirnar séu fyrir hendi, þá nýtast þær ekki. En hann er svo glaður og gangtegundirnar líka fyrir hendi þannig að þetta smellur allt alveg rosalega vel.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Hestar Hörgársveit Landbúnaður Tengdar fréttir Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Sjá meira
Sjá fram á rýran heyfeng í ár vegna þurrka og kulda Bændur í Eyjafirði sjá fram á lítinn heyfeng í ár vegna þurrka og kulda. Þeir segja grassprettu með minnsta móti og tún séu víða brunnin. 14. júlí 2019 22:16