Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2019 16:15 Þórunn Ólafsdóttir hefur barist fyrir réttindum flóttafólks í mörg ár og meðal annars starfað með flóttafólki í Grikklandi. Hún er vinkona kvennanna þriggja sem veist var að í gær. Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu sem mögulegur hatursglæpur. Þórunn segir að þegar konurnar hafi verið á leið út úr versluninni hafi önnur kona veist að þeim: „[…] fyrst með ókvæðisorðum en svo bætti hún í og hrækti á þau og gerði tilraunir til að rífa í hijab kvennanna, sem er þekkt aðferð hatursglæpamanna til að niðurlægja múslima. Tilefni árásarinnar var hatur í garð innflytjenda og múslima. Í landinu sem ætlaði sér að veita fjölskyldunni öruggt skjól. Árásarmanneskjan hvæsti ítrekað á fólkið að það skyldi koma sér heim og það væri ekki velkomið hér á Íslandi.“ Þórunn segir að fyrstu viðbrögð fjölskyldunnar við þessu hafi verið hárrétt þar sem þau hafi hringt á lögregluna. Með því hafi þau sýnt mikið hugrekki því það sé ekki sjálfgefið að fólk í þeirra stöðu treysti lögreglunni.„Taldi lögreglan í alvöru ekki mikilvægt að tryggja öryggi fjölskyldunnar við þessar aðstæður?“ Að sögn Þórunnar hafi lögreglan hins vegar ekki séð ástæðu til þess að koma á staðinn heldur fékk fjölskyldan þau skilaboð að þau væru velkomin á lögreglustöð daginn eftir til þess að tilkynna það sem hafði gerst. Þórunn brá því á það ráð að hringja sjálf í lögregluna þar sem fjölskyldan hafi staðið í áfalli fyrir utan verslunina, dauðhrædd og óviss um hvað hún ætti til bragðs að taka: „Mín fyrstu viðbrögð voru að hringja í lögregluna og óska eftir að þau fengju lögregluaðstoð strax. Hvort það var lýtalaus íslenskan mín eða sem náði að sannfæra lögregluna um að þarna væri fólk sem þyrfti á lögregluaðstoð að halda skal ég ekki segja til um, en lögreglan var í þessari atrennu tilbúnari að koma á staðinn. Niðurstaðan varð þó á endanum sú að fólkið var beðið að koma og hitta lögregluna á Dalvegi og gefa skýrslu. Mér er enn algjörlega fyrirmunað að skilja hvers vegna lögreglan sá ekki ástæðu til að skipta sér af á meðan árásin stóð yfir. Ég var vissulega ekki á staðnum sjálf og því ekki með fullkomna yfirsýn yfir tímalínuna, en taldi lögreglan í alvöru ekki mikilvægt að tryggja öryggi fjölskyldunnar við þessar aðstæður? Þótti ekki ástæða til að kanna málið og gera tilraun til að hafa uppi á árásarmanneskjunni? Voru engin vitni á vettvangi sem talið var mikilvægt að ná tali af? Hvað með sönnunargögn eins og upptökur úr öryggismyndavélum verslunarinnar? Nú ætla ég ekki að þykjast hafa meira vit á vinnubrögðum lögreglunnar en hún sjálf, en hvernig hefði þetta mál endað ef fjölskyldan hefði ekki átt bakland sem gat gengið í málið? Hversu mörgum svona árásum heyrum við aldrei af?“ segir Þórunn í færslunni.Hvetur vitni til þess að setja sig í samband við lögreglu Þá bætir hún við að það sem setji að henni mestan óhug sé það að atburður sem þessi eigi sér stað um hábjartan dag í landi sem kennir sig við friðsæld og öryggi. Já ég „Ofbeldið sem árásarmanneskjan ákvað að beita er af grafalvarlegum toga og á hennar eigin ábyrgð, en því miður ekki hægt að líta á það sem einangrað tilvik. Samhengið er miklu, miklu stærra. Hatursorðræðu, rasisma og íslamófóbíu hefur vaxið fiskur um hrygg í samfélaginu okkar undanfarin misseri. Sú ógnvænlega þróun á sér margar skýringar og fjölmargir sem bera þar mikla ábyrgð - stjórnmálafólk, fjölmiðlar og fólkið sem veitir þessum hugmyndum brautargengi og fjöldinn sem lætur þær óáreittar. Hvernig samfélag viljum við eiginlega vera? Ég hvet fólk sem varð vitni að árásinni að setja sig í samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þórunn að lokum. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu sem mögulegur hatursglæpur. Þórunn segir að þegar konurnar hafi verið á leið út úr versluninni hafi önnur kona veist að þeim: „[…] fyrst með ókvæðisorðum en svo bætti hún í og hrækti á þau og gerði tilraunir til að rífa í hijab kvennanna, sem er þekkt aðferð hatursglæpamanna til að niðurlægja múslima. Tilefni árásarinnar var hatur í garð innflytjenda og múslima. Í landinu sem ætlaði sér að veita fjölskyldunni öruggt skjól. Árásarmanneskjan hvæsti ítrekað á fólkið að það skyldi koma sér heim og það væri ekki velkomið hér á Íslandi.“ Þórunn segir að fyrstu viðbrögð fjölskyldunnar við þessu hafi verið hárrétt þar sem þau hafi hringt á lögregluna. Með því hafi þau sýnt mikið hugrekki því það sé ekki sjálfgefið að fólk í þeirra stöðu treysti lögreglunni.„Taldi lögreglan í alvöru ekki mikilvægt að tryggja öryggi fjölskyldunnar við þessar aðstæður?“ Að sögn Þórunnar hafi lögreglan hins vegar ekki séð ástæðu til þess að koma á staðinn heldur fékk fjölskyldan þau skilaboð að þau væru velkomin á lögreglustöð daginn eftir til þess að tilkynna það sem hafði gerst. Þórunn brá því á það ráð að hringja sjálf í lögregluna þar sem fjölskyldan hafi staðið í áfalli fyrir utan verslunina, dauðhrædd og óviss um hvað hún ætti til bragðs að taka: „Mín fyrstu viðbrögð voru að hringja í lögregluna og óska eftir að þau fengju lögregluaðstoð strax. Hvort það var lýtalaus íslenskan mín eða sem náði að sannfæra lögregluna um að þarna væri fólk sem þyrfti á lögregluaðstoð að halda skal ég ekki segja til um, en lögreglan var í þessari atrennu tilbúnari að koma á staðinn. Niðurstaðan varð þó á endanum sú að fólkið var beðið að koma og hitta lögregluna á Dalvegi og gefa skýrslu. Mér er enn algjörlega fyrirmunað að skilja hvers vegna lögreglan sá ekki ástæðu til að skipta sér af á meðan árásin stóð yfir. Ég var vissulega ekki á staðnum sjálf og því ekki með fullkomna yfirsýn yfir tímalínuna, en taldi lögreglan í alvöru ekki mikilvægt að tryggja öryggi fjölskyldunnar við þessar aðstæður? Þótti ekki ástæða til að kanna málið og gera tilraun til að hafa uppi á árásarmanneskjunni? Voru engin vitni á vettvangi sem talið var mikilvægt að ná tali af? Hvað með sönnunargögn eins og upptökur úr öryggismyndavélum verslunarinnar? Nú ætla ég ekki að þykjast hafa meira vit á vinnubrögðum lögreglunnar en hún sjálf, en hvernig hefði þetta mál endað ef fjölskyldan hefði ekki átt bakland sem gat gengið í málið? Hversu mörgum svona árásum heyrum við aldrei af?“ segir Þórunn í færslunni.Hvetur vitni til þess að setja sig í samband við lögreglu Þá bætir hún við að það sem setji að henni mestan óhug sé það að atburður sem þessi eigi sér stað um hábjartan dag í landi sem kennir sig við friðsæld og öryggi. Já ég „Ofbeldið sem árásarmanneskjan ákvað að beita er af grafalvarlegum toga og á hennar eigin ábyrgð, en því miður ekki hægt að líta á það sem einangrað tilvik. Samhengið er miklu, miklu stærra. Hatursorðræðu, rasisma og íslamófóbíu hefur vaxið fiskur um hrygg í samfélaginu okkar undanfarin misseri. Sú ógnvænlega þróun á sér margar skýringar og fjölmargir sem bera þar mikla ábyrgð - stjórnmálafólk, fjölmiðlar og fólkið sem veitir þessum hugmyndum brautargengi og fjöldinn sem lætur þær óáreittar. Hvernig samfélag viljum við eiginlega vera? Ég hvet fólk sem varð vitni að árásinni að setja sig í samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þórunn að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18
Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45