Sport

Sakaður um að stíga ofan á háls kærustunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kamrin Moore þegar hann lék með Boston College.
Kamrin Moore þegar hann lék með Boston College. Getty/Billie Weiss
NFL-leikmaðurinn Kamrin Moore er væntanlega á leiðinni í langt bann frá NFL-deildinni eftir að hafa verið handtekinn fyrir heimilisofbeldi í New Jersey um helgina.

Kamrin Moore spilar sem öryggismaður (safety) í vörn New York Giants og Risarnir sendu hann strax í leyfi þegar fréttist af hegðun hans.

Samkvæmt handtökuheimildinni þá steig Kamrin Moore á háls ónefndrar konu, sló hana og rotaði á fimmtudagskvöldið í Linden í New Jersey.

Kamrin Moore er bara 22 ára gamall og var valinn í nýliðavalinu í fyrra. Hann var áður nemandi við Boston College og New Orleans Saints völdu hann. Saints létu hann hins vegar fara og New York Giants nýtti sér það og samdi við hann.





Newsday segir frá því að konan hafi verið kærasta Moore síðan að þau hittust í janúar síðastliðnum.

Konan mætti síðan heim til hans eftir að hann svaraði ekki skilaboðum frá henni. Konan hitti aðra konu fyrir utan heimili Moore og þær byrjuðu að rífast.

Það fylgir sögunni að Kamrin Moore hafi í fyrstu fylgst með konunum rífast um sig en hafi síðan blandað sér í leikinn og það af hörku.

Þegar kærastan sem mætti á svæðið datt í jörðina þá átti Kamrin Moore að hafa stigið á háls hennar. Eftir að hún stóð upp, öskrandi á hann og hindrandi honum, þá sló Moore konuna í andlitið og rotaði hana.

Hann var í framhaldinu handtekinn og NFL-ferill hans er nú í miklu uppnámi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×