Leikurinn að fjöregginu Bjarni Brynjólfsson skrifar 16. júlí 2019 07:00 Ákafir talsmenn sjókvíaeldis á laxi í fjörðum landsins hafa tíðrætt þann ábata sem sjávarbyggðir á eldissvæðunum geta haft af eldinu svo og þjóðhagslegan ávinning. Þeir hafa lítið minnst á þá vá sem lífríki grunnsævis í fjörðunum stafar af eldinu. Í upphafi laxeldis hins nýja var því jafnan haldið fram að nú ætti virkilega að vanda sig. Hvíla átti kvíarstæði í fjörðum eftir slátrun svo botninn næði að jafna sig af mengun. Nota átti búnað af nýjustu gerð sem kæmi í veg fyrir að laxinn slyppi og erfðamengaði íslenska laxastofna með tilheyrandi útrýmingu þeirra. Lús myndi ekki herja á laxinn í svo köldum sjó. Allt hefur þetta brugðist í laxeldinu. Mengun er staðreynd, lúsafaraldrar hafa komið upp og við þeim hefur verið brugðist með eiturefnanotkun, lax hefur drepist vegna kulda í kvíunum og sloppið úr þeim og veiðst í ám víða um land. Allt eru þetta vel þekktar staðreyndir. Hitt hefur nánast farið hjá garði í umræðunni að laxeldi í sjó af þeirri stærðargráðu sem eldismenn stefna að býður hættunni heim fyrir hið viðkvæma en mjög svo gjöfula lífríki Vestfjarða, Eyjafjarðar og Austfjarða. Talsmenn sjókvíaeldis, þar á meðal Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, róa nú að því öllum árum að laxeldi verði leyft í Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði. Áformin í Djúpinu eru um 30 þúsund tonna eldi að hámarki sem er ekkert smáræðis magn. Ekki aðeins eru í Djúpinu margar ár með litla og sérstaka laxa- og silungsstofna sem munu þurrkast út á nokkrum áratugum ef laxeldi verður leyft þar, heldur er Ísafjarðardjúp gullkista allrar byggðar í landinu en þar er að finna gjöfular seiðauppeldisstöðvar margra mikilvægustu nytjastofna okkar, t.a.m. þorskstofnsins. Litlar rannsóknir hafa farið fram á þessum uppeldissvæðum og nákvæmlega ekkert er vitað um hvaða áhrif mengun og eiturefnanotkun laxeldisins mun þýða fyrir vistkerfi grunnsævisins í Djúpinu. Í Djúpinu voru einnig svo gjöful rækjumið að þau voru á einni tíð nytjuð af yfir 50 bátum. Þar eru stórar lundabyggðir og kríuvarp sem nærast á því sjávarfangi sem Ísafjarðardjúp fóstrar. Ekki síður mikilvæg í þessu iðandi lífríki eru þrjú stór varpstaðir æðarfugls, í eyjunum Æðey, Vigur og Borgarey auk minni. Reyndar er mikið æðarvarp um alla Vestfirði sem má ætla að sé í hættu vegna eldisstarfseminnar. Notkun á lúsaeitri sem notað er til að aflúsa eldislaxinn þegar upp koma slæmir lúsafaraldrar, eins og þegar hefur gerst í laxeldinu á Vestfjörðum, er öllu þessu lífríki afar skaðlegt. Sannast hefur að lúsaeitrið er sérstaklega slæmt fyrir heilbrigði skeldýra. Það sem kálar lúsinni drepur einnig rækju, krækling, kuðung, burstaorma og marfló sem er mikilvæg fæða æðarfuglsins. Lúsaeitrið hefur án vafa slæm áhrif á bæði rauðátu og ljósátu sem er undirstaða alls lífríkisins og líffræðilegrar fjölbreytni á svæðinu. Þegar æðarkolluungarnir fara fyrst á flot er aðalfæða þeirra marfló og smáar skelfisklirfur. Ekkert mat hefur farið fram á því hvernig það getur farið saman að hafa svo mengandi eldisstarfsemi í nágrenni við þær náttúrugersemar sem æðarvarp og sjófuglabyggðir Vestfjarða eru. Í Djúpinu er einnig góð afkoma sandsílis sem margar tegundir byggja afkomu sína á, t.d. kría, þorskur, teista, ýsa og lundi o.fl. Að setja niður mengandi iðnaðarlaxeldi af norskum stofni í Ísafjarðardjúpi er því vægast sagt hættulegur leikur með fjöregg þjóðarinnar. Í þaraskógum Djúpsins og lognværum innfjörðunum eru helstu seiðauppeldisstöðvar fiskistofnanna okkar. Ætla útvegsmenn þessa lands virkilega að fljóta sofandi að feigðarósi með því að styðja rask og eyðileggingu þessara frjóu uppeldisstöðva af völdum norsks sjókvíaeldis? Við þurfum ekki að taka þessa áhættu. Förum frekar með laxeldið í land. Í Djúpinu væri m.a. hægt að hafa stórar landeldisstöðvar á Nauteyri og í Reykjanesi. Á báðum stöðum er gnægð af heitu vatni og hreinum sjó sem hægt væri að nýta fyrir eldið.Höfundur er upprunninn í Ísafjarðardjúpi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Ákafir talsmenn sjókvíaeldis á laxi í fjörðum landsins hafa tíðrætt þann ábata sem sjávarbyggðir á eldissvæðunum geta haft af eldinu svo og þjóðhagslegan ávinning. Þeir hafa lítið minnst á þá vá sem lífríki grunnsævis í fjörðunum stafar af eldinu. Í upphafi laxeldis hins nýja var því jafnan haldið fram að nú ætti virkilega að vanda sig. Hvíla átti kvíarstæði í fjörðum eftir slátrun svo botninn næði að jafna sig af mengun. Nota átti búnað af nýjustu gerð sem kæmi í veg fyrir að laxinn slyppi og erfðamengaði íslenska laxastofna með tilheyrandi útrýmingu þeirra. Lús myndi ekki herja á laxinn í svo köldum sjó. Allt hefur þetta brugðist í laxeldinu. Mengun er staðreynd, lúsafaraldrar hafa komið upp og við þeim hefur verið brugðist með eiturefnanotkun, lax hefur drepist vegna kulda í kvíunum og sloppið úr þeim og veiðst í ám víða um land. Allt eru þetta vel þekktar staðreyndir. Hitt hefur nánast farið hjá garði í umræðunni að laxeldi í sjó af þeirri stærðargráðu sem eldismenn stefna að býður hættunni heim fyrir hið viðkvæma en mjög svo gjöfula lífríki Vestfjarða, Eyjafjarðar og Austfjarða. Talsmenn sjókvíaeldis, þar á meðal Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, róa nú að því öllum árum að laxeldi verði leyft í Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði. Áformin í Djúpinu eru um 30 þúsund tonna eldi að hámarki sem er ekkert smáræðis magn. Ekki aðeins eru í Djúpinu margar ár með litla og sérstaka laxa- og silungsstofna sem munu þurrkast út á nokkrum áratugum ef laxeldi verður leyft þar, heldur er Ísafjarðardjúp gullkista allrar byggðar í landinu en þar er að finna gjöfular seiðauppeldisstöðvar margra mikilvægustu nytjastofna okkar, t.a.m. þorskstofnsins. Litlar rannsóknir hafa farið fram á þessum uppeldissvæðum og nákvæmlega ekkert er vitað um hvaða áhrif mengun og eiturefnanotkun laxeldisins mun þýða fyrir vistkerfi grunnsævisins í Djúpinu. Í Djúpinu voru einnig svo gjöful rækjumið að þau voru á einni tíð nytjuð af yfir 50 bátum. Þar eru stórar lundabyggðir og kríuvarp sem nærast á því sjávarfangi sem Ísafjarðardjúp fóstrar. Ekki síður mikilvæg í þessu iðandi lífríki eru þrjú stór varpstaðir æðarfugls, í eyjunum Æðey, Vigur og Borgarey auk minni. Reyndar er mikið æðarvarp um alla Vestfirði sem má ætla að sé í hættu vegna eldisstarfseminnar. Notkun á lúsaeitri sem notað er til að aflúsa eldislaxinn þegar upp koma slæmir lúsafaraldrar, eins og þegar hefur gerst í laxeldinu á Vestfjörðum, er öllu þessu lífríki afar skaðlegt. Sannast hefur að lúsaeitrið er sérstaklega slæmt fyrir heilbrigði skeldýra. Það sem kálar lúsinni drepur einnig rækju, krækling, kuðung, burstaorma og marfló sem er mikilvæg fæða æðarfuglsins. Lúsaeitrið hefur án vafa slæm áhrif á bæði rauðátu og ljósátu sem er undirstaða alls lífríkisins og líffræðilegrar fjölbreytni á svæðinu. Þegar æðarkolluungarnir fara fyrst á flot er aðalfæða þeirra marfló og smáar skelfisklirfur. Ekkert mat hefur farið fram á því hvernig það getur farið saman að hafa svo mengandi eldisstarfsemi í nágrenni við þær náttúrugersemar sem æðarvarp og sjófuglabyggðir Vestfjarða eru. Í Djúpinu er einnig góð afkoma sandsílis sem margar tegundir byggja afkomu sína á, t.d. kría, þorskur, teista, ýsa og lundi o.fl. Að setja niður mengandi iðnaðarlaxeldi af norskum stofni í Ísafjarðardjúpi er því vægast sagt hættulegur leikur með fjöregg þjóðarinnar. Í þaraskógum Djúpsins og lognværum innfjörðunum eru helstu seiðauppeldisstöðvar fiskistofnanna okkar. Ætla útvegsmenn þessa lands virkilega að fljóta sofandi að feigðarósi með því að styðja rask og eyðileggingu þessara frjóu uppeldisstöðva af völdum norsks sjókvíaeldis? Við þurfum ekki að taka þessa áhættu. Förum frekar með laxeldið í land. Í Djúpinu væri m.a. hægt að hafa stórar landeldisstöðvar á Nauteyri og í Reykjanesi. Á báðum stöðum er gnægð af heitu vatni og hreinum sjó sem hægt væri að nýta fyrir eldið.Höfundur er upprunninn í Ísafjarðardjúpi
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun