Leikurinn að fjöregginu Bjarni Brynjólfsson skrifar 16. júlí 2019 07:00 Ákafir talsmenn sjókvíaeldis á laxi í fjörðum landsins hafa tíðrætt þann ábata sem sjávarbyggðir á eldissvæðunum geta haft af eldinu svo og þjóðhagslegan ávinning. Þeir hafa lítið minnst á þá vá sem lífríki grunnsævis í fjörðunum stafar af eldinu. Í upphafi laxeldis hins nýja var því jafnan haldið fram að nú ætti virkilega að vanda sig. Hvíla átti kvíarstæði í fjörðum eftir slátrun svo botninn næði að jafna sig af mengun. Nota átti búnað af nýjustu gerð sem kæmi í veg fyrir að laxinn slyppi og erfðamengaði íslenska laxastofna með tilheyrandi útrýmingu þeirra. Lús myndi ekki herja á laxinn í svo köldum sjó. Allt hefur þetta brugðist í laxeldinu. Mengun er staðreynd, lúsafaraldrar hafa komið upp og við þeim hefur verið brugðist með eiturefnanotkun, lax hefur drepist vegna kulda í kvíunum og sloppið úr þeim og veiðst í ám víða um land. Allt eru þetta vel þekktar staðreyndir. Hitt hefur nánast farið hjá garði í umræðunni að laxeldi í sjó af þeirri stærðargráðu sem eldismenn stefna að býður hættunni heim fyrir hið viðkvæma en mjög svo gjöfula lífríki Vestfjarða, Eyjafjarðar og Austfjarða. Talsmenn sjókvíaeldis, þar á meðal Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, róa nú að því öllum árum að laxeldi verði leyft í Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði. Áformin í Djúpinu eru um 30 þúsund tonna eldi að hámarki sem er ekkert smáræðis magn. Ekki aðeins eru í Djúpinu margar ár með litla og sérstaka laxa- og silungsstofna sem munu þurrkast út á nokkrum áratugum ef laxeldi verður leyft þar, heldur er Ísafjarðardjúp gullkista allrar byggðar í landinu en þar er að finna gjöfular seiðauppeldisstöðvar margra mikilvægustu nytjastofna okkar, t.a.m. þorskstofnsins. Litlar rannsóknir hafa farið fram á þessum uppeldissvæðum og nákvæmlega ekkert er vitað um hvaða áhrif mengun og eiturefnanotkun laxeldisins mun þýða fyrir vistkerfi grunnsævisins í Djúpinu. Í Djúpinu voru einnig svo gjöful rækjumið að þau voru á einni tíð nytjuð af yfir 50 bátum. Þar eru stórar lundabyggðir og kríuvarp sem nærast á því sjávarfangi sem Ísafjarðardjúp fóstrar. Ekki síður mikilvæg í þessu iðandi lífríki eru þrjú stór varpstaðir æðarfugls, í eyjunum Æðey, Vigur og Borgarey auk minni. Reyndar er mikið æðarvarp um alla Vestfirði sem má ætla að sé í hættu vegna eldisstarfseminnar. Notkun á lúsaeitri sem notað er til að aflúsa eldislaxinn þegar upp koma slæmir lúsafaraldrar, eins og þegar hefur gerst í laxeldinu á Vestfjörðum, er öllu þessu lífríki afar skaðlegt. Sannast hefur að lúsaeitrið er sérstaklega slæmt fyrir heilbrigði skeldýra. Það sem kálar lúsinni drepur einnig rækju, krækling, kuðung, burstaorma og marfló sem er mikilvæg fæða æðarfuglsins. Lúsaeitrið hefur án vafa slæm áhrif á bæði rauðátu og ljósátu sem er undirstaða alls lífríkisins og líffræðilegrar fjölbreytni á svæðinu. Þegar æðarkolluungarnir fara fyrst á flot er aðalfæða þeirra marfló og smáar skelfisklirfur. Ekkert mat hefur farið fram á því hvernig það getur farið saman að hafa svo mengandi eldisstarfsemi í nágrenni við þær náttúrugersemar sem æðarvarp og sjófuglabyggðir Vestfjarða eru. Í Djúpinu er einnig góð afkoma sandsílis sem margar tegundir byggja afkomu sína á, t.d. kría, þorskur, teista, ýsa og lundi o.fl. Að setja niður mengandi iðnaðarlaxeldi af norskum stofni í Ísafjarðardjúpi er því vægast sagt hættulegur leikur með fjöregg þjóðarinnar. Í þaraskógum Djúpsins og lognværum innfjörðunum eru helstu seiðauppeldisstöðvar fiskistofnanna okkar. Ætla útvegsmenn þessa lands virkilega að fljóta sofandi að feigðarósi með því að styðja rask og eyðileggingu þessara frjóu uppeldisstöðva af völdum norsks sjókvíaeldis? Við þurfum ekki að taka þessa áhættu. Förum frekar með laxeldið í land. Í Djúpinu væri m.a. hægt að hafa stórar landeldisstöðvar á Nauteyri og í Reykjanesi. Á báðum stöðum er gnægð af heitu vatni og hreinum sjó sem hægt væri að nýta fyrir eldið.Höfundur er upprunninn í Ísafjarðardjúpi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ákafir talsmenn sjókvíaeldis á laxi í fjörðum landsins hafa tíðrætt þann ábata sem sjávarbyggðir á eldissvæðunum geta haft af eldinu svo og þjóðhagslegan ávinning. Þeir hafa lítið minnst á þá vá sem lífríki grunnsævis í fjörðunum stafar af eldinu. Í upphafi laxeldis hins nýja var því jafnan haldið fram að nú ætti virkilega að vanda sig. Hvíla átti kvíarstæði í fjörðum eftir slátrun svo botninn næði að jafna sig af mengun. Nota átti búnað af nýjustu gerð sem kæmi í veg fyrir að laxinn slyppi og erfðamengaði íslenska laxastofna með tilheyrandi útrýmingu þeirra. Lús myndi ekki herja á laxinn í svo köldum sjó. Allt hefur þetta brugðist í laxeldinu. Mengun er staðreynd, lúsafaraldrar hafa komið upp og við þeim hefur verið brugðist með eiturefnanotkun, lax hefur drepist vegna kulda í kvíunum og sloppið úr þeim og veiðst í ám víða um land. Allt eru þetta vel þekktar staðreyndir. Hitt hefur nánast farið hjá garði í umræðunni að laxeldi í sjó af þeirri stærðargráðu sem eldismenn stefna að býður hættunni heim fyrir hið viðkvæma en mjög svo gjöfula lífríki Vestfjarða, Eyjafjarðar og Austfjarða. Talsmenn sjókvíaeldis, þar á meðal Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, róa nú að því öllum árum að laxeldi verði leyft í Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði. Áformin í Djúpinu eru um 30 þúsund tonna eldi að hámarki sem er ekkert smáræðis magn. Ekki aðeins eru í Djúpinu margar ár með litla og sérstaka laxa- og silungsstofna sem munu þurrkast út á nokkrum áratugum ef laxeldi verður leyft þar, heldur er Ísafjarðardjúp gullkista allrar byggðar í landinu en þar er að finna gjöfular seiðauppeldisstöðvar margra mikilvægustu nytjastofna okkar, t.a.m. þorskstofnsins. Litlar rannsóknir hafa farið fram á þessum uppeldissvæðum og nákvæmlega ekkert er vitað um hvaða áhrif mengun og eiturefnanotkun laxeldisins mun þýða fyrir vistkerfi grunnsævisins í Djúpinu. Í Djúpinu voru einnig svo gjöful rækjumið að þau voru á einni tíð nytjuð af yfir 50 bátum. Þar eru stórar lundabyggðir og kríuvarp sem nærast á því sjávarfangi sem Ísafjarðardjúp fóstrar. Ekki síður mikilvæg í þessu iðandi lífríki eru þrjú stór varpstaðir æðarfugls, í eyjunum Æðey, Vigur og Borgarey auk minni. Reyndar er mikið æðarvarp um alla Vestfirði sem má ætla að sé í hættu vegna eldisstarfseminnar. Notkun á lúsaeitri sem notað er til að aflúsa eldislaxinn þegar upp koma slæmir lúsafaraldrar, eins og þegar hefur gerst í laxeldinu á Vestfjörðum, er öllu þessu lífríki afar skaðlegt. Sannast hefur að lúsaeitrið er sérstaklega slæmt fyrir heilbrigði skeldýra. Það sem kálar lúsinni drepur einnig rækju, krækling, kuðung, burstaorma og marfló sem er mikilvæg fæða æðarfuglsins. Lúsaeitrið hefur án vafa slæm áhrif á bæði rauðátu og ljósátu sem er undirstaða alls lífríkisins og líffræðilegrar fjölbreytni á svæðinu. Þegar æðarkolluungarnir fara fyrst á flot er aðalfæða þeirra marfló og smáar skelfisklirfur. Ekkert mat hefur farið fram á því hvernig það getur farið saman að hafa svo mengandi eldisstarfsemi í nágrenni við þær náttúrugersemar sem æðarvarp og sjófuglabyggðir Vestfjarða eru. Í Djúpinu er einnig góð afkoma sandsílis sem margar tegundir byggja afkomu sína á, t.d. kría, þorskur, teista, ýsa og lundi o.fl. Að setja niður mengandi iðnaðarlaxeldi af norskum stofni í Ísafjarðardjúpi er því vægast sagt hættulegur leikur með fjöregg þjóðarinnar. Í þaraskógum Djúpsins og lognværum innfjörðunum eru helstu seiðauppeldisstöðvar fiskistofnanna okkar. Ætla útvegsmenn þessa lands virkilega að fljóta sofandi að feigðarósi með því að styðja rask og eyðileggingu þessara frjóu uppeldisstöðva af völdum norsks sjókvíaeldis? Við þurfum ekki að taka þessa áhættu. Förum frekar með laxeldið í land. Í Djúpinu væri m.a. hægt að hafa stórar landeldisstöðvar á Nauteyri og í Reykjanesi. Á báðum stöðum er gnægð af heitu vatni og hreinum sjó sem hægt væri að nýta fyrir eldið.Höfundur er upprunninn í Ísafjarðardjúpi
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun