Meira að segja ungu strákarnir frá Sviss eru taldir vera betri en Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2019 11:30 Það er erfitt að vera stuðningsmaður Manchester United í dag. Getty/Robbie Jay Barratt Það eru 33 félög betri en Manchester United í dag ef marka má nýjan lista virtu bandarísku tölfræðigreiningarsíðunnar FiveThirtyEight. Stuðningsmenn Manchester United horfðu upp á nágranna sína og erkifjendur sína frá Liverpool stinga sig af í töflunni og vinna síðan titla í vor. Manchester United endaði í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, 32 stigum á eftir Englandsmeisturunum hinum megin í Manchester-borg og 31 stigi á eftir Evrópumeisturum Liverpool. Það verður engin Meistaradeild á Old Trafford á næstu leiktíð og sumarið hefur hingað til farið í það að styrkja liðið með framtíðarmönnum. Miðvörðurinn Harry Maguire verða líklega fyrstu stjörnukaupin. Það er síðan mikil óvissa með framtíð þeirra Paul Pogba og Romelu Lukaku. En aftur af styrkleikaröðun FiveThirtyEight.636 International Club Soccer Teams, Ranked: https://t.co/npFXj4YokI — FiveThirtyEight (@FiveThirtyEight) July 13, 2019FiveThirtyEight setur Manchester City í toppsætið og Liverpool er tveimur sætum neðar. Á milli þeirra er síðan þýska félagið Bayern München. Barcelona er síðan á undan Chelsea og Paris Saint Germain og Real Madrid er í sjöunda sætinu á undan Atlético Madrid, Olympiacos og Ajax. Athygli vekur að Atalanta, Bayer Leverkusen og Internazionale eru öll á undan Juventus sem er bara í 15. sætinu. Það þarf síðan að fara langt niður til að finna Manchester United á listanum. Sex ensk félög eru á undan United þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton sem eru átta sætum ofar. Man City have been ranked as the best team in the world - Man Utd are ranked 34th... 3. Liverpool 15. Juventus 28. Arsenal Even Swiss side Young Boys are ranked higher than United right now https://t.co/gr8cmd7wv4 — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 14, 2019Soccer Power Index heitir mælikvarði FiveThirtyEight en í þeirra kerfi er reiknaður út sóknarþungi hvers liðs út frá því hvað er áætlað að þau skori mikið af mörkum á móti meðalliði á hlutlausum velli og á móti kemur síðan hversu mörg mörk er áætlað að þau fái á sig við sömu aðstæður. Við rekumst á félög eins og Eibar, RB Salzburg, Athletic Bilbao, Real Sociedad, Leganés og Hoffenheim áður en við finnum Manchester United í 35. sæti listans einu sæti á eftir svissneska félaginu Young Boys. Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri félagsins árið 2013. Knattspyrnustjórararnir hafa stoppað stutt og nú er liðið í höndum Norðmannsins Ole Gunnare Solskjær. Pressan er mikil á norska stjóranum á komandi tímabili. Það sættir sig enginn við það hjá Manchester United að vera í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni eða í 34. sæti yfir bestu knattspyrnufélög Evrópu. Enski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Það eru 33 félög betri en Manchester United í dag ef marka má nýjan lista virtu bandarísku tölfræðigreiningarsíðunnar FiveThirtyEight. Stuðningsmenn Manchester United horfðu upp á nágranna sína og erkifjendur sína frá Liverpool stinga sig af í töflunni og vinna síðan titla í vor. Manchester United endaði í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, 32 stigum á eftir Englandsmeisturunum hinum megin í Manchester-borg og 31 stigi á eftir Evrópumeisturum Liverpool. Það verður engin Meistaradeild á Old Trafford á næstu leiktíð og sumarið hefur hingað til farið í það að styrkja liðið með framtíðarmönnum. Miðvörðurinn Harry Maguire verða líklega fyrstu stjörnukaupin. Það er síðan mikil óvissa með framtíð þeirra Paul Pogba og Romelu Lukaku. En aftur af styrkleikaröðun FiveThirtyEight.636 International Club Soccer Teams, Ranked: https://t.co/npFXj4YokI — FiveThirtyEight (@FiveThirtyEight) July 13, 2019FiveThirtyEight setur Manchester City í toppsætið og Liverpool er tveimur sætum neðar. Á milli þeirra er síðan þýska félagið Bayern München. Barcelona er síðan á undan Chelsea og Paris Saint Germain og Real Madrid er í sjöunda sætinu á undan Atlético Madrid, Olympiacos og Ajax. Athygli vekur að Atalanta, Bayer Leverkusen og Internazionale eru öll á undan Juventus sem er bara í 15. sætinu. Það þarf síðan að fara langt niður til að finna Manchester United á listanum. Sex ensk félög eru á undan United þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton sem eru átta sætum ofar. Man City have been ranked as the best team in the world - Man Utd are ranked 34th... 3. Liverpool 15. Juventus 28. Arsenal Even Swiss side Young Boys are ranked higher than United right now https://t.co/gr8cmd7wv4 — GiveMeSport Football (@GMS__Football) July 14, 2019Soccer Power Index heitir mælikvarði FiveThirtyEight en í þeirra kerfi er reiknaður út sóknarþungi hvers liðs út frá því hvað er áætlað að þau skori mikið af mörkum á móti meðalliði á hlutlausum velli og á móti kemur síðan hversu mörg mörk er áætlað að þau fái á sig við sömu aðstæður. Við rekumst á félög eins og Eibar, RB Salzburg, Athletic Bilbao, Real Sociedad, Leganés og Hoffenheim áður en við finnum Manchester United í 35. sæti listans einu sæti á eftir svissneska félaginu Young Boys. Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem knattspyrnustjóri félagsins árið 2013. Knattspyrnustjórararnir hafa stoppað stutt og nú er liðið í höndum Norðmannsins Ole Gunnare Solskjær. Pressan er mikil á norska stjóranum á komandi tímabili. Það sættir sig enginn við það hjá Manchester United að vera í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildinni eða í 34. sæti yfir bestu knattspyrnufélög Evrópu.
Enski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira