„Aðeins illt í fótunum“ eftir tvöfaldan Laugaveg Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2019 14:17 Þorbergur á ferðinni í nótt. Hann á að baki rúma hundrað kílómetra síðan klukkan tvö. Mynd/Aðsend „Ég er mjög þreyttur. Þetta var frekar erfitt en annars er ég bara ágætur, illa sofinn og aðeins illt í fótunum,“ segir Þorbergur Ingi Jónsson, sigurvegari Laugavegshlaupsins í ár, í samtali við Vísi nokkrum mínútum eftir að hann kom í mark. Þorbergur kláraði hlaupið á tímanum 04:32:15, sem er ellefti besti tími hlaupsins frá upphafi, en sjálfur á Þorbergur brautarmetið í hlaupinu. Frammistaða Þorbergs í dag verður þó að teljast afar góð – jafnvel mögnuð – í ljósi þess að hann hljóp Laugaveginn í nótt, áður en hið eiginlega hlaup hófst í morgun. Þorbergur tók „upphitunina“ ásamt Elísabetu Margeirsdóttur hlaupara og fylgdarfólki. Elísabet, sem einnig tekur þátt í Laugavegshlaupinu í ár, lagði af stað klukkan eitt í nótt og Þorbergur klukkutíma síðar. Þannig á Þorbergur nú rúma 100 kílómetra að baki síðan klukkan tvö, og hið sama mun gilda um Elísabetu þegar hún kemur í mark. „Ég er að fara í langt hlaup í lok ágúst, 170 kílómetra hlaup með 10 þúsund metra hækkun, og mig vantaði góða langa æfingu og frábært að gera það úr þessu hlaupi. Maður er svona þvingaður til að pressa á bakaleiðinni,“ segir Þorbergur. „Við fórum á þægilegu tempói, ég var um sex tíma og Elísabet um sjö tíma. Svo fengum við tæpan klukkutíma aðeins til að borða þarna upp frá. Þetta var skemmtilegt verkefni.“ Þorbergur sést hér koma í mark í Þórsmörk á öðrum tímanum í dag.Mynd/Laugavegur Ultra Marathon Ertu sáttur með tímann? „Já, já. Tíminn var eiginlega aukaatriði. En auðvitað langaði mig að vinna. Það er náttúrulega mjög erfitt að vera búinn að hlaupa 53 kílómetra þegar maður leggur af stað í hlaup, þannig að ég er bara mjög sáttur.“ Nú þegar þrekraun dagsins og næturinnar er yfirstaðin taka rólegir dagar við hjá Þorbergi, eða í það minnsta „rólegir“ á mælikvarða maraþonhlauparans. Framundan er 170 kílómetra hlaup í Ölpunum. „Ég skokka núna fjóra, fimm daga og svo byrja ég aftur að taka einhver gæði,“ segir Þorbergur. „Stóra markmiðið bæði hjá mér og Elísabetu heitir UTMB og er 170 kílómetrar, þar er hlaupið hringinn í kringum Mont Blanc. Þetta er eitt sterkasta hlaup í heimi og okkur fannst kjörið tækifæri að nota þetta hlaup sem æfingu.“ Þorbergur og Elísabet höfðu um klukkustund til að fá sér að borða á milli Laugavegshlaupa.Mynd/Aðsend Heilsa Hlaup Laugavegshlaupið Tengdar fréttir Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. 13. júlí 2019 09:59 Þorbergur fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu Hlaupagarpurinn Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu á tímanum 04:32:15 nú um klukkan hálf tvö. 13. júlí 2019 13:45 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Ég er mjög þreyttur. Þetta var frekar erfitt en annars er ég bara ágætur, illa sofinn og aðeins illt í fótunum,“ segir Þorbergur Ingi Jónsson, sigurvegari Laugavegshlaupsins í ár, í samtali við Vísi nokkrum mínútum eftir að hann kom í mark. Þorbergur kláraði hlaupið á tímanum 04:32:15, sem er ellefti besti tími hlaupsins frá upphafi, en sjálfur á Þorbergur brautarmetið í hlaupinu. Frammistaða Þorbergs í dag verður þó að teljast afar góð – jafnvel mögnuð – í ljósi þess að hann hljóp Laugaveginn í nótt, áður en hið eiginlega hlaup hófst í morgun. Þorbergur tók „upphitunina“ ásamt Elísabetu Margeirsdóttur hlaupara og fylgdarfólki. Elísabet, sem einnig tekur þátt í Laugavegshlaupinu í ár, lagði af stað klukkan eitt í nótt og Þorbergur klukkutíma síðar. Þannig á Þorbergur nú rúma 100 kílómetra að baki síðan klukkan tvö, og hið sama mun gilda um Elísabetu þegar hún kemur í mark. „Ég er að fara í langt hlaup í lok ágúst, 170 kílómetra hlaup með 10 þúsund metra hækkun, og mig vantaði góða langa æfingu og frábært að gera það úr þessu hlaupi. Maður er svona þvingaður til að pressa á bakaleiðinni,“ segir Þorbergur. „Við fórum á þægilegu tempói, ég var um sex tíma og Elísabet um sjö tíma. Svo fengum við tæpan klukkutíma aðeins til að borða þarna upp frá. Þetta var skemmtilegt verkefni.“ Þorbergur sést hér koma í mark í Þórsmörk á öðrum tímanum í dag.Mynd/Laugavegur Ultra Marathon Ertu sáttur með tímann? „Já, já. Tíminn var eiginlega aukaatriði. En auðvitað langaði mig að vinna. Það er náttúrulega mjög erfitt að vera búinn að hlaupa 53 kílómetra þegar maður leggur af stað í hlaup, þannig að ég er bara mjög sáttur.“ Nú þegar þrekraun dagsins og næturinnar er yfirstaðin taka rólegir dagar við hjá Þorbergi, eða í það minnsta „rólegir“ á mælikvarða maraþonhlauparans. Framundan er 170 kílómetra hlaup í Ölpunum. „Ég skokka núna fjóra, fimm daga og svo byrja ég aftur að taka einhver gæði,“ segir Þorbergur. „Stóra markmiðið bæði hjá mér og Elísabetu heitir UTMB og er 170 kílómetrar, þar er hlaupið hringinn í kringum Mont Blanc. Þetta er eitt sterkasta hlaup í heimi og okkur fannst kjörið tækifæri að nota þetta hlaup sem æfingu.“ Þorbergur og Elísabet höfðu um klukkustund til að fá sér að borða á milli Laugavegshlaupa.Mynd/Aðsend
Heilsa Hlaup Laugavegshlaupið Tengdar fréttir Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. 13. júlí 2019 09:59 Þorbergur fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu Hlaupagarpurinn Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu á tímanum 04:32:15 nú um klukkan hálf tvö. 13. júlí 2019 13:45 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Fjögurra daga leið hlaupin á nokkrum klukkustundum Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum. 13. júlí 2019 09:59
Þorbergur fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu Hlaupagarpurinn Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu á tímanum 04:32:15 nú um klukkan hálf tvö. 13. júlí 2019 13:45